Morgunblaðið - 12.12.2013, Page 17

Morgunblaðið - 12.12.2013, Page 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2013 „Gögnin, sérstaklega eitt vottorðið, eru gögn sem orðin eru til í trúnaðar- sambandi ákærða [Stefáns Loga] og læknis sem skoðaði hann. Það vott- orð hefur að geyma viðkvæmar per- sónuupplýsingar sem eiga ekkert er- indi inn í þetta mál,“ sagði Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Stefáns Loga Sívarssonar í máli ákæruvalds- ins gegn Stefáni, Stefáni Blackburn og þremur öðrum. Þriðji dagur aðal- meðferðarinnar hófst eftir hádegið í gær en fjórði dagur hennar verður ekki fyrr en 20. desember sökum þess að beðið er eftir því að vitni skili sér til Íslands frá útlöndum. Saksóknari hóf dómþing í dag á því að leggja fram þrjú læknisvottorð yf- ir Stefáni Loga og geisladisk með skýrslutöku yfir honum hjá lögreglu. Gögnin er til komin vegna annars máls, líkamsárásar sem Stefán Logi varð fyrir í Ystaseli í Breiðholti 17. maí síðastliðinn. Saksóknarinn sagð- ist með framlagningu gagnanna vera að svara ákveðnum fullyrðingum í framburði Stefáns Loga fyrir dóm- inum. Meðal annars því sem Stefán Logi sagði um að hann hefði ekki get- að beitt neinn ofbeldi enda brotinn á báðum höndum á þessum tíma vegna líkamsárásarinnar. Vilhjálmur mótmælti því harðlega að læknisvottorðin yrðu lögð fram, enda hefði ríkissaksóknari átt að óska eftir heimild Stefáns Loga eða lögmanns hans. „Gögnin eru komin úr öðru sakamáli þar sem ákærði er brotaþoli eftir mjög alvarlega lík- amsárás. Ríkissaksóknari óskaði ekki eftir heimild ákærða eða lög- manns hans til þess að leggja gögnin fram og ég var að sjá þau fyrst í þessu þinghaldi,“ sagði Vilhjálmur. Máli sínu til stuðnings vísaði Vil- hjálmur meðal annars í 4. mgr. 134. gr. laga um meðferð sakamála og svo 2. mgr. 119. gr. sömu laga. Í fyrra ákvæðinu segir: „Óheimilt er að leggja fram skjöl eða annars konar gögn ef þau hafa að geyma upplýs- ingar um það sem sakborningi og verjanda hans hefur farið á milli, svo og upplýsingar sem 2. mgr. 119. gr. tekur til.“ Í 2. mgr. 119. gr. segir svo að þær upplýsingar eigi við um einkahagi manns sem vitni hefur verið trúað fyrir „í starfi sem endurskoðandi, fé- lagsráðgjafi, lögmaður, læknir, prestur, forstöðumaður trúfélags eða sálfræðingur ellegar í öðru starfi sem viðlíka trúnaðarskylda fylgir.“ Áréttaði hann að til þess að hægt væri að leggja þessi vottorð fram hefði þurft að afla heimildar. Saksóknari lagði einnig fram geisladisk með skýrslutöku af Stef- áni Loga hjá lögreglu vegna líkams- árásarinnar í Ystaseli. Aðeins var um eitt eintak að ræða fyrir dóminn. „Það er með ólíkindum að ákæru- valdið skuli leggja fram málsgögn á þessu stigi málsins án þess að af- henda verjanda ákærða eintak af gögnunum sem það er að leggja fram. Það er brot á mörgum grund- vallarreglum um réttláta málsmeð- ferð fyrir dómi.“ Dómformaður bað Vilhjálm um að bera upp mótmælin í málflutnings- ræðu sinni. Vottorð sem inniheldur viðkvæmar upplýsingar  Verjandi Stefáns Loga mótmælti framlagningu harðlega Morgunblaðið/Rósa Braga Deila Vilhjálmur H. Vilhjálmsson (stendur), verjandi Stefáns Loga Sívars- sonar, réttargæslumenn og Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. Til stóð að aðalmeðferð stæði í þrjá daga og átti að ljúka málflutn- ingsræðum í gær. Sú dagskrá hef- ur riðlast mikið og helst vegna þess að nauðsynlegt þykir að leidd verði fyrir dóminn vitni sem stödd eru erlendis. Fyrir það fyrsta er að ræða námsmann í Danmörku, en Stefán Blackburn er ákærður í málinu fyr- ir að hafa ráðist á hann í miðborg Reykjavíkur. Sá gaf fyrst skýrslu í gegnum síma en dómarar töldu að maðurinn yrði að koma fyrir dóm- inn og gefa skýrslu milliliðalaust. Þá er húsráðandinn á Stokks- eyri, sem að lokum hleypti öðru fórnarlambinu úr prísundinni , staddur í Bandaríkjunum. Hann ætlaði ekki að koma aftur til landsins fyrr en í febrúar en dóm- arar sögðu að ríkissaksóknari yrði einfaldlega að fá hann fyrr, enda sætu menn í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Þá er stúlka sem var í sam- kvæminu í Breiðholti í Bandaríkj- unum og kemur í byrjun janúar. Fljúga þarf með fólk til Íslands DREGST SÖKUM ÞESS AÐ VITNI ERU STÖDD ERLENDIS Virðing Réttlæti VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Minnum á desember- uppbótina Desemberuppbót á að greiða ekki seinna en 15. desember. Nýr fjórhjóladrifinn Mitsubishi Outlander er ríkulega búinn staðal- og þægindabúnaði sem ásamt nýrri tækni eykur öryggi og veitir þér nýja akstursupplifun. Má þar nefna hraðastilli með fjarlægðarskynjara, akreinavara og árekstrarvörn sem allt er staðalbúnaður í grunngerðinni Intense. Outlander kostar frá 5.590.000 kr. Intense 4x4, bensín, sjálfskiptur MITSUBISHI OUTLANDER Rúmbetri, sparneytnari og betur búinn mitsubishi.is Eyðsla aðeins frá 5,5 l/100 km. Nú á enn betra verði frá 5.590.000kr.Fjórhjóladrifinn og sjálfskiptur HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.