Morgunblaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 40
40 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Láttu þér ekki detta í hug að þú getir ekki unnið þau verk sem þér hafa verið falin. Mundu, það skiptir ekki máli hversu mikið þú þénar heldur hversu mikið þú sparar. 20. apríl - 20. maí  Naut Reyndu ekki að beita brögðum til að stjórna öðrum. Ef þú veitir svör, verður þér launað með svörunum sem þú leitar eftir. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Kraftmiklar tilfinningar gera vart við sig í samböndum í dag. Gættu þess að dreifa ekki kröftum þínum um of því slíkt leið- ir ekki til neins. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Forðastu að vera með stóryrtar yfir- lýsingar um líf annarra. Rifrildi af hvaða tagi sem er snúast ekki um annað en tilfinningar. Reyndu að koma hugmyndum þínum á fram- færi með sem skýrustum hætti. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Óendanleg þolinmæði þín borgar sig. Leggðu þitt af mörkum og vertu óhrædd/ur við að mæta hinum á miðri leið. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú lifir þig ákaft inn í hlutina í dag. Taktu eftir öllum draumum og tilfinningum sem lýsa upp tilgang þinn. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það þarf visst hugrekki til þess að taka af skarið, þegar mál eru tvísýn. En líttu ekki of lengi um öxl því það er framtíðin sem skiptir máli. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ekki er allt gull sem glóir. Er ein- hver samkeppni í gangi? Ógnar skynsemi þín öðrum? Það gæti verið. Farðu því varlega í öllum samskiptum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú leggur þig alla/n fram í starfi og það vekur almenna hrifningu yfirmanna þinna. Þú finnur leiðir til þess að beina ástríðu þinni þannig að aðrir hörfi ekki ótta- slegnir. 22. des. - 19. janúar Steingeit Stilltu þig um að taka þátt í ólög- legum eða leynilegum athöfnum í dag. Fólk er á varðbergi gagnvart þér, þú skilur ekki af hverju. Það þekkir þig ekki, gefðu því tíma. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nú er öldin sú, að þú kemst ekki hjá því að taka tölvuna í þjónustu þína. Ekki láta stoltið ráða för í samskiptum við hitt kynið. 19. feb. - 20. mars Fiskar Fátt er eins dýrmætt og að eiga sér góðan sálufélaga sem hægt er að deila með gleði sinni og sorgum. Njóttu jákvæðni þinnar meðan hún varir og reyndu að hitta alla sem þér er annt um í dag. Hafsteinn Reykjalín Jóhann-esson er mikill fjöllistamaður. Hann hefur m.a. gefið út ljóðabók- ina „Út úr þokunni“, er einn af stofnendum Félags frístundamál- ara og semur lög sér til skemmt- unar. „Limru-Skjóðu“ kallar hann nýútkomna bók sína og limrurnar dægurflugur. Þessar limrur komu fyrst upp úr skjóðunni og hafa yf- irskriftina „Vorið í pólitík 2013“: Kosningar kjósendur vilja, koma á frelsi og skilja að klórir þú mér, þá klóra ég þér og kenni þér gróðann að hylja. Klóra þú, karlinn, fyrst mér því kosning á næstunni er. Þótt talir þú ört er tunga þín svört og traust mitt því dvínandi fer. Á kjördaginn langa nú líður og loksins í hlaðið þá ríður ríkisstjórn kná sem kann þó að fá á kjaftinn sem var þó oft blíður. Við Framsókn er frábært að búa, þeir fjármagni ætla að snúa heimila til, ég hér um bil var tilbúinn því að trúa. Margt hefur verið ort um pólitík- ina og ekki alltaf blásið byrlega í kjaramálum. Jóhann Hannesson orti: Ég er fjárlagasparnaðarfremjandi, svo mér finnst ekki í alvöru semjandi um hækkanir við þetta háskólalið síhótandi og síBHMjandi. Enn orti Jóhann: Hverjum stjórnmálaflokki er svo farið að hann forðast að taka af skarið. Spurð hvað milljón sé stór svarar miðstjórn í kór: „Það er misjafnt. Hver biður um svarið?“ Það er spurning hvort Gísli Jóns- son hitti naglann á höfuðið: Jú, víst eru limrurnar liðugar, en löngum þær bestu ósiðugar. Þau orð sem þar henta má bara alls ekki prenta, og aðrar bara ekki neitt sniðugar. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Tínt upp úr limruskjóðum gömlum og nýjum Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG ÆTLA AÐ FÁ HLAÐBORÐIÐ. ÁTTU SVO ANNAÐ FYRIR MANNINN MINN?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að frétta að þið séuð að verða afi og amma. ÉG REYNI AÐ GEFA AÐ MINNSTA KOSTI EITT GOTT HRÓS ... Á DAG. ÞAÐ TEKST EKKI ALLTAF. KÖTTUR PAVLOVS. ÉG HÉLT AÐ LÆKNIRINN HEFÐI SAGT ÞÉR AÐ HÆTTA AÐ BORÐA SNARL Á MILLI MÁLA! ÞETTA ER EKKI SNARL ... ... ÞETTA ER MEIRA EINS OG KVÖLDMATUR NÚMER TVÖ! Víkverji er stressaður. Svo er málmeð vexti að mörg verkefni hafa safnast saman á hans könnu. Kosturinn er sá að verkefnin eru fjölbreytt og taka til ýmissa þátta. Víkverja leiðist því ekkert í vinnunni. Gallinn er að verkefnin eru fjölbreytt og taka til ýmissa þátta, sem þýðir að erfitt er að halda einbeitingunni. Víkverji getur því hvergi slugsað, þó að það komi fyrir að hann ruglist stundum á því sem hann er að gera hverju sinni. x x x Kannski er versti gallinn sá aðVíkverji finnur engan tíma til þess að sinna öllum litlu hlutunum sem þarf að sinna til að undirbúa jólin. Pakkar hér og jólainnkaup þar mega sitja á hakanum þangað til á Þorláksmessu, sem verður fyrsti almennilegi frídagur Víkverja í desember. Víkverji er þó alls ekki að kvarta, heldur er hann þakklátur fyrir að vera í góðu og skemmtilegu starfi, þó að það verði stundum krefjandi. En það getur aldrei verið neitt annað en kostur. x x x Samstarfsmaður Víkverja er í alltöðrum og rólegri málum. Hann er í sambandi við góða konu, sem gefur orðinu skipulagning nýja merkingu. Þannig hefur samstarfs- maðurinn aldrei klárað sín jólainn- kaup fyrr en rétt eftir lokun búða á messu heilags Þorláks. Að þessu sinni er hann búinn með öll jólainn- kaup og allan undirbúning, þó að tæpar tvær vikur séu enn til jóla. Þetta mun allt vera konunni að þakka, og sér Víkverji stóran mun á samstarfsmanninum frá fyrri jól- um. x x x Þrátt fyrir hvatningu samstarfs-mannsins um að Víkverji temji sér skipulag að hætti konunnar þráast Víkverji við. Hann er orðinn það vanur stressinu og amstri dags- ins að honum myndi líklega leiðast ef það væri ekki mikið á döfinni hjá honum hverju sinni. En mikið rosa- lega hlakkar hann til jólafrísins. víkverji@mbl.is Víkverji Þið þekkið náð Drottins vors Jesú Krists. Hann gerðist fátækur ykkar vegna, þótt ríkur væri, til þess að þið auðguðust af fátækt hans. (Síðara Korintubréf 8:9) mbl.is alltaf - allstaðar Línur eða strengir? Föstudaginn 13. desember kl. 8:30-10:00 bjóða Verkfræðingafélag Íslands og Tæknifræðingafélag Íslands til morgunfundar um kostnað við lagningu loftlína og jarðstrengja í flutningskerfinu hér á landi. Fundurinn verður á Grand Hótel Reykjavík. Dagskrá: Framkvæmdakostnaður við 220 kV jarðstrengjalagnir Þorri Björn Gunnarsson, jarðtækniverkfræðingur hjá Mannviti Líftímakostnaður 220 kV loftlína og jarðstrengja Jón Vilhjálmsson, rafmagnsverkfræðingur hjá Eflu Fundarstjóri Snæbjörn Jónsson, rafmagnsverkfræðingur hjá Verkís Boðið verður upp á kaffi og rúnstykki frá kl. 8:15 Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir! Morgunfundur VFÍ og TFÍ föstudaginn 13. desember á Grand Hótel Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.