Morgunblaðið - 12.12.2013, Side 23

Morgunblaðið - 12.12.2013, Side 23
FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2013 Nilfisk er hrein snilld fyrir jólin! GÆÐI OG GÓÐ ÞJÓNUSTA Í MEIRA EN 70 ÁR! FÖNIX Raftækjaverslun • Hátúni 6a • 105 Reykjavík • Sími 552 4420 • fonix@fonix.is • www.fonix.is Um áratugaskeið hafa Nilfisk ryksugurnar sannað yfirburði sína sem gæðamerki sem uppfyllir ströngustu kröfur Power Eco Almennt verð: 56.800 Verð nú: 39.800 Handy 2 in 1 - 14 v Almennt verð: 24.800 Verð nú: 19.800 Handy 2 in 1 - 18 v Almennt verð: 29.800 Verð nú: 23.400 Elite Comfort Almennt verð: 74.200 Verð nú: 58.800 Coupe Neo Almennt verð: 26.800 Verð nú: 19.800 BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ráðgert er að bæta aðstöðu til mót- töku ferðamanna við vinsæla áfanga- staði í Mývatnssveit. Þannig stendur til að gera betri bílastæði, byggja þjónustuhús með salernum og bæta göngustíga við Hveri, eða Hvera- röndina, austan Námafjalls og eins við Hverfjall. Einnig á að bæta göngu- stíga og bílastæði við Skútustaðagíga. Þetta kemur fram í skipulagstillögum sem hafa verið kynntar í Skútustaða- hreppi. Að auki er verið að kynna tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir þéttbýli Reykjahlíðar í Mývatnssveit, tillögu að deiliskipulagi við Sel hótel á Skútu- stöðum, tillögu að breytingu aðal- skipulags í Reykjahlíð og tillögu að textabreytingu á aðalskipulagi Skútu- staðahrepps 2011-2023. Allar þessar skipulagstillögur voru kynntar á almennum kynningarfundi í Reykjahlíðarskóla við Mývatn í fyrra- dag. Fámennt var á fundinum, að sögn Guðrúnar Maríu Valgeirsdóttur, sveitarstjóra Skútustaðahrepps. Hún sagði fremur algengt að dræm aðsókn væri á fundum um skipulagsmál. Eftir er að fjalla um og afgreiða tillögurnar í sveitarstjórn. Eftir það verða þær auglýstar og þá gefst frestur í sex vik- ur til að gera athugasemdir. Bjarni Reykjalín, skipulags- og byggingarfulltrúi Skútustaðahrepps, sagði að óvenjulegt væri að kynna svo margar skipulagstillögur á sama tíma. Hann sagði að bæta ætti við íbúðarhúsum í þéttbýli Reykjahlíðar við Mývatn og því þyrfti nýtt deili- skipulag. Um leið þyrfti að breyta að- alskipulagi vegna breyttra forsendna en breytingarnar væru ekki miklar. Uppbygging undirbúin Bjarni sagði að byggðin í Reykja- hlíð væri orðin gömul og barn síns tíma. Komin væru ný lög og reglu- gerðir sem krefðust þess að skipu- lagsmálin væru í föstum skorðum. Í drögum að deiliskipulagi þéttbýl- isins í Reykjahlíð segir m.a. að deili- skipulagið nái til austurhluta Reykja- hlíðarþéttbýlis. Svæðið er um 25,3 hektarar að flatarmáli. Þar er meg- inhluti íbúarbyggðarinnar í Reykja- hlíð ásamt verslunar- og þjónustu- byggingum. Innan skipulagssvæð- isins er gert ráð fyrir íbúðarbyggð og helstu þjónustu á borð við leikskóla, stjórnsýslu, heilbrigðisþjónustu og verslanir. Athafna- og iðnaðarsvæði er í austurjaðri svæðisins. Nú eru 59 íbúðarlóðir á svæðinu og sex lóðir fyrir þjónustu, verslun og iðnað. Nokkur íbúðarhúsanna eru nýtt í dag fyrir þjónustustofnanir og fyrirtæki. Nýju deiliskipulagstilllögurnar vegna vinsælla ferðamannastaða í Mývatnssveit ná til umhverfisskipu- lags. Þetta á jafnt við um Skútu- staðagíga, Hverfjall og Hveri, oft kallaða Hverarönd, austan við Námafjall. Í þessum tillögum eru m.a. sýndar hugmyndir um nýjar þjónustubyggingar og bílastæði. Landeigendur láta deiliskipuleggja svæðið við Hveri en Umhverfis- stofnun við Skútustaðagíga og Hver- fjall. Þá er verið að deiliskipuleggja í kringum Sel hótel á Skútustöðum, svæði sem liggur upp að deiliskipu- lagi Skútustaðagíga. Einnig er verið að heimila stækkun á hótelinu og verslun á staðnum. Bjarni sagði að mikil uppbygging væri um þessar mundir í Mývatns- sveit. Unnið væri að byggingu 80 herbergja hótels, Hótel Laxár, á Olnbogaási í landi Arnarvatns. Stefnt væri að því að opna hótelið 1. júlí 2014. Tekið á skipulaginu við Mývatn  Óvenjumargar skipulagstillögur kynntar í Skútustaðahreppi  Þjónustuhús og betri bílastæði við fjölsóttar ferðamannaperlur  Þéttbýlið í Reykjahlíð fær nýtt deiliskipulag  Uppbygging hótela Morgunblaðið/RAX Mývatn Bæta á aðstöðu til að taka á móti ferðamönnum, m.a. með þjónustuhúsum, bílastæðum og göngustígum. Áætlað er að 245.000 gestir hafi komið að Mývatni árið 2012. Gert er ráð fyrir að þeim muni enn fara fjölgandi. Flestir þeirra heimsækja Skútustaða- gíga og nýta bílastæði og þjón- ustu við Sel Hótel á Mývatni. Þetta kemur fram í greinar- gerð með drögum að deiliskipu- lagi vegna Sel Hótels. Vegagerðin hefur gert tillögu um að færa þjóðveginn fjær hótelinu á um 400 m kafla. Út- búnar verði gangbrautir yfir veginn á tveim stöðum. 245.000 ferðamenn GERT ER RÁÐ FYRIR FJÖLG- UN GESTA VIÐ MÝVATN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.