Morgunblaðið - 12.12.2013, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 12.12.2013, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2013 Framleiðsla mjólkur hefur aukist verulega síðustu vikur eftir mikla lægð í haust. Innvigtunin er fyrir nokkru komin yfir það sem var í sömu viku síðasta árs og nú stefnir í að framleiðslan í þessari viku verði meiri en í sömu viku á árinu 2011. Vegna mikillar sölu á mjólkuraf- urðum á árinu, sérstaklega fitu, hefur Mjólkursamsalan orðið að flytja inn smjör frá Írlandi til að nota í osta. Bændur hafa verið hvattir til að auka framleiðsluna. Mjólkursamsalan hefur þannig greitt fullt verð fyrir alla mjólk um- fram kvóta síðustu vikurnar. Búist er við áframhaldandi sölu- aukningu á næsta ári og hefur Mjólkursamsalan lýst því yfir að greitt verði fullt verð fyrir alla mjólk út næsta ár. „Greinilegt er að bændur hafa brugðist með nokkuð afgerandi hætti við skilaboðum um aukningu á greiðslumarki og fullt afurðastöðvaverð fyrir umfram- mjólk á næstu misserum,“ segir í frétt á vef Landssambands kúa- bænda, naut.is. helgi@mbl.is Mjólkur- framleiðsl- an eykst  Hvatning til kúa- bænda skilar árangri Morgunblaðið/Árni Sæberg Pökkun Innvigtun mjólkur í stöðv- arnar eykst þessar vikurnar. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Sala áfengis jókst um 0,7% í lítrum talið fyrstu ellefu mánuði ársins í samanburði við sama tímabil í fyrra. Jókst sala rauðvíns um 2,1% en ókryddað brennivín og vodka féll um 5,4%. Mest var þó aukningin í sölu ávaxtavína eða sídera, þar sem um 284 þúsund lítrar seldust, en selst höfðu um 160 þúsund í fyrra. Lag- erbjór selst enn langmest þó að sala á honum hafi dregist lítillega saman. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoð- arforstjóri Áfengis- og tóbaksversl- unar ríkisins segir að tölurnar séu í samræmi við væntingar. Sala sterks áfengis hafi dregist jafnt og þétt sam- an síðustu ár, en sala á ávaxtavínum vaxið. Segir Sigrún að verðlagning og mismunandi áfengisgjöld hafi þar lík- lega viss áhrif. Athygli vekur að sala jólabjórs í nóvembermánuði hefur aukist um 15% á milli ára, úr 267 þúsund lítrum í fyrra og upp í 307 þúsund. Sigrún Ósk segir ákveðna hefð og meiri stemn- ingu vera að myndast fyrir jólabjór. Töluverður samdráttur var í sölu neftóbaks, vindla og vindlinga en sala á reyktóbaki, þ.e. tóbaki í vafðar síg- arettur og pípur, hafi vaxið um 6,1%. Þá hefur aðeins dregið úr notkun nef- tóbaks og má líklega rekja það til hækkunar gjalda á því. Sala á ávaxtavínum eykst Áfengi 2013 2012 Rauðvín 1.573,1 1.541,5 2,1% Hvítvín 1.041,9 1.052,5 -1,0% Ókryddað brennivín og vodka 197,2 208,4 -5,4% Lagerbjór 12.705,0 12.779,6 -0,6% Ávaxtavín 284,4 160,7 77,0% Öl 219,7 161,9 35,7% Sala áfengis samtals (þús. lítra) 16.691,0 16.569,0 0,7% Breyting milli ára Sala áfengis janúar - nóvember Heimild: ÁTVR  Verðlagning viss áhrifaþáttur í sölu  Meiri stemning að myndast fyrir jólabjór  Sala neftóbaks fellur milli ára Góðir hollustu- hættir í eldhúsinu eru afar mikil- vægir svo koma megi í veg fyrir að gestir og heim- ilsfólk fái matar- sjúkdóma með til- heyrandi óþæg- indum sem gætu spillt jólagleðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvæla- stofnun, sem brýnir fyrir fólki, sem sinnir matseld yfir hátíðirnar, að gæta hreinlætis. Sjúkdómsvaldandi bakteríur geta borist inn í eldhúsið með kjöti og jarðvegi sem fylgir grænmeti og borist þaðan í önnur matvæli í eld- húsinu eða í ísskápnum. Einnig geta þær borist í matvæli frá þeim sem meðhöndlar matvælin og frá þeim búnaði og áhöldum sem eru notuð í eldhúsinu. Brýnt að gæta hreinlætis við jólamatseld Matseld Hreinlæti er mikilvægt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.