Morgunblaðið - 12.12.2013, Síða 42

Morgunblaðið - 12.12.2013, Síða 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2013 David Wozniak (VinceVaughn) er kjötflutn-ingamaður sem hefði lík-lega verið rekinn fyrir löngu ef það vildi ekki svo vel til að pabbi hans ætti fyrirtækið. David hefur steypt sér í miklar skuldir og leitar ýmissa leiða til þess að geta greitt þær. Á meðan bíður Emma, kærastan hans (Cobie Smulders, Robin úr How I met your mother- þáttunum), hans með þær fregnir að hún sé ólétt. Emma er þó ekki viss um að David sé fær um að vera fað- ir, þar sem hann er óáreiðanlegur. Einn daginn kemur lögfræðingur í heimsókn til Davids með þær fregnir að af rúmlega 600 heim- sóknum hans í sæðisbanka þegar hann var tvítugur hafi verið getin 533 börn. David er því orðinn að fimm hundruð barna föður, en getur varla séð um sig sjálfur. Það sem verra er: börnin eru nú orðin stálp- uð og vilja vita hver það er sem hafi gefið þeim líf, en nafnleys- issamkomulag er í gildi. David fær lista með nöfnum barna sinna og fær hann þá flugu í höfuðið, þvert á ráðleggingar vinar síns og lögfræðings, að fylgjast með því hvernig afkvæmunum reiði af, án þess þó að kynna sig fyrir þeim og lendir hann því í spaugilegum að- stæðum við að bjarga lífi barna sinna. Myndin er endurgerð á fransk- kanadísku myndinni Starbuck, sem féll misjafnlega í kramið hjá gagn- rýnendum. Það verður að segjast eins og er að það er ekkert í end- urgerðinni sem er betur gert en í frummyndinni. Vince Vaughn er hugljúfur í myndinni, í þessu hlut- verki sem hann leikur alltaf um við- vaninginn sem treystir á sjarma sinn til þess að komast af. Hlutverk Cobie Smulders í þess- ari mynd er að vera pirraða og ófyndna, kærastan. Ósjálfrátt fer áhorfandinn að hugsa um fyndnu, sjálfsöruggu konuna sem Smulders hefur leikið í sjónvarpi síðustu níu árin og veit þá að hún getur miklu betur en þessi mynd leyfir. Það er helst Andzrej Blumenfeld, einn þekktasti leikari Pólverja, sem gerir hlutverki sínu sem pabbi Davids góð skil. Helsti galli myndarinnar er kannski sá að hún er bara fín. Myndin líður í gegn nokkuð átaka- laust, en virkilega fyndnir brand- arar voru af skornum skammti. Mörg hugljúf atriði eru hins vegar og við fáum að sjá David þroskast við að verða mörg hundruð barna faðir, en einhvers staðar þarna innst inni leynist vísir að grínmynd sem hefði getað orðið eftirminnileg en nær því þó aldrei. Grínskortur „[E]inhvers staðar þarna innst inni leynist vísir að grínmynd sem hefði getað orðið eftirminnileg en nær því þó aldrei.“ Brandaralaus grínmynd Sambíóin Delivery Man bbnnn Leikstjóri: Ken Scott. Handrit: Ken Scott og Martin Petit. Aðalhlutverk: Vince Vaughn, Chris Pratt, Cobie Smulders, Andzrej Blumenfeld. Banda- ríkin 2013. 104 mínútur. STEFÁN GUNNAR SVEINSSON KVIKMYNDIR Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þessi tónlist er aðallega hugsuð fyrir börn, en ekki eingöngu. Þetta er plata til að dunda sér við, leika, dansa eða kúra við. Þetta er tónlist sem börn og fullorðnir geta hlustað saman á og notið,“ segir Sólrún Sumarliðadóttir um plötuna Skýja- fléttu sem hún sendi nýverið frá sér. Lögin á plötunni samdi Sólrún fyrir tvö dansverk fyrir yngstu börnin sem sviðslistahópurinn Bíbí og blaka setti upp, annars vegar Skýja- borg sem frumsýnd var í Kúlunni vorið 2012 og Fetta Bretta sem frumsýnd var í Kúlunni haustið 2013. Spurð um tilurð verkefnisins seg- ir Sólrún að sig og Tinnu Grétars- dóttur, danshöfund sýninganna tveggja, hafi lengi langað til að vinna saman. „Við Tinna erum búnar að vera vinkonur í um 33 ár, eða allt frá því við kynntumst þriggja ára á leik- skóla. Árið 2009 unnum við saman að innsetningu ásamt norskum danshöfundi sem sýnd var á Reykja- vík Dance Festival og svo aftur á norrænu dans- og sviðslistahátíðinni Keðju. Ári seinna urðum við báðar ófrískar að okkar fyrsta barni og út frá því fórum við að velta fyrir okkur hvort ekki væri gaman að vinna barnasýningu fyrir þennan yngsta aldurshóp,“ segir Sólrún. Jarðbundinn hljóðheimur Spurð um vinnuferlið segist Sól- rún hafa mætt á æfingar og orðið fyrir áhrifum þar og í kjölfarið kom- ið með tillögur að tónlist sem dans- höfundurinn og dansararnir prufuðu að vinna út frá. Í framhaldinu vann hún tónlistina áfram þannig að hún félli að þörfum flytjenda. „Lögin sem enduðu á plötunni eru að form- inu til ekki endilega eins og þau hljómuðu í sýningunum þó stemn- ingin sé sú sama,“ segir Sólrún og heldur áfram til útskýringar: „Dans- inn er svo lifandi listform, þannig að lengdin á lögunum og dýnamíkin þurfti að þjóna dansinum og upp- byggingu dansverksins.“ Tónlistin er hljóðfæratónlist án orða og því liggur beint við að spyrja hvernig hún hafi valið hljóðfæra- skipanina. „Ég vann tónlistina í tölv- unni, en samt mestmegnis með lif- andi hljóðfærum sem við Magnús Trygvason Eliassen lékum á. Hljóð- gjafarnir eru það sem ég er vön að vinna með í amiinu. Við notum tals- vert mikið t.d. sílófóna og hörpur, sem ég notaði líka í tónlistinni í sýn- ingunum tveimur. Fyrri sýningin, Skýjaborg, gengur út á veður, veðrabrigði og einhvern ævin- týraheim. Þar vann ég því út frá veðri og náttúruhljóðum auk þess sem ég leitaði mér innblásturs í leik- mynd Guðnýjar Hrundar Sigurð- ardóttur. Í seinni sýningunni, Fetta Bretta sem gengur út á upplifun á formum, litum og snertingu, langaði mig að hafa hljóðheiminn frekar ein- faldan og jarðbundinn. Sem takt- gjafa var ég mikið að vinna með klapp og stapp,“ segir Sólrún. Ekki er hægt að sleppa Sólrúnu án þess að grennslast fyrir um hvort sviðslistahópurinn Bíbí og blaka sé með fleiri danssýningar fyrir yngstu í bígerð. „Vonandi. Þetta hefur gengið svo vel hingað til, viðtökur verið frábærar og við ferðast tals- vert, sérstaklega með Skýjaborg, út fyrir landsteinana. Þetta er svo góð- ur hópur að gaman væri að vinna fleiri sýningar saman.“ Þess má að lokum geta að síðustu tvær sýningarnar á Fettu Brettu fyrir jól verða í Kúlunni laugardag- inn 14. desember. „Tónlist fyrir alla“  Sólrún Sumarliðadóttir sendir frá sér Skýjafléttu  Tón- list úr tveimur danssýningum fyrir yngstu áhorfendurna Morgunblaðið/Kristinn Formbreyting „Lögin sem enduðu á plötunni eru að forminu til ekki endilega eins og þau hljómuðu í sýningunum þó stemningin sé sú sama,“ segir Sólrún Sumarliðadóttir sem hér sést í í leikmyndinni að Fettu Brettu í Kúlunni. Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C Opið alla virka daga 12-18 og laugardaga frá 11-16 Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri Allar peysur á 5000 kr. stk. Flott í jólapakkann BÆKUR AF AUSTURLANDI www.holabok.is/holar@holabok.is Einstök frásögn Jóns Kristjánssonar af stofnun, uppgangi og dapurlegum örlögum Kaupfélags Héraðsbúa. Byggðasaga, ábúendatal og ýmis fróðleikur feðganna Hrólfs Kristbjörnssonar og Jóns Hrólfssonar um Skriðdal. Sagnameistarinn Vilhjálmur Hjálmarsson rifjar upp bernsku sína og gerir upp þingmanns- og ráðherraferil sinn í stuttu máli, auk þess að eiga vantalað við Seyðfirðinga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.