Morgunblaðið - 12.12.2013, Síða 26

Morgunblaðið - 12.12.2013, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ekki er lík-legt aðmargt og mikið gerist á vettvangi kjara- mála fyrr en nokkru eftir næstu áramót, úr því sem komið er. Kröfugerð, þreif- ingar og viðræður hafa staðið yfir um hríð og yfirlýsingar helstu aðila bentu til þess, að sameiginlegur skilningur ríkti á báðum bæjum um helstu markmiðin sem höfð yrðu að leiðarljósi. Landsmenn hafa verið að fikra sig einstigið varlega seinustu árin, eins og óhjá- kvæmilegt var. Fyrirtækin hafa verið illa stödd mörg hver, þótt þar sé þó langt bil á milli eftir greinum og áhrif- um snöggra og óhjákvæmi- legra gengisbreytinga á hvert og eitt. Fyrirtækin, sem erfiðast áttu, stóðu ekki af sér áfallið með þeim afleið- ingum sem af slíkum óförum leiðir. Önnur hafa gengið í gegnum endurskipulagningu af ólíkum toga, eigendaskipti orðið allvíða og erfiðar og tímafrekar aðgerðir í sam- ráði við fjármálastofnanir og kröfuhafa. Ýmsir kvarta yfir því, að við slíka endur- skipulagningu hafi róðurinn þyngst og samkeppnisstaðan versnað hjá þeim sem þrauk- uðu án aðstoðar. Víða hefur fólki verið fækkað og eru það sársauka- fyllstu aðgerðir hvers fyr- irtækis. Einstaklingar sem unnið höfðu sínum vinnuveit- anda af samviskusemi og heilindum urðu frá að hverfa við þröngan kost. Fjölmiðlar hafa ekki farið varhluta af slíku, en mesta háreystin hefur þó verið gerð vegna þess þeirra, sem sýnu minnst hefur orðið að þola. Þess má geta að rekstur Morgunblaðsins verður í jafnvægi á líðandi ári, því hundraðasta í sögu þess, og 2000 nýir áskrifendur hafa bæst við á síðustu mánuðum. Það hefur þrátt fyrir þetta iðulega gengið miklu betur fjárhagslega í hinni löngu sögu Morgunblaðsins, en það hefur líka nokkrum sinnum, um stutt skeið, gengið verr. Árangurinn sem náðst hefur í rekstrinum á síðustu árum er auðvitað fagnaðarefni. En þessum árangri hefur ekki verið náð án fórna. Starfsmönnum Árvakurs fækkaði verulega fyrir fáein- um árum, en starfsmanna- fjöldi hefur verið í jafnvægi síðan. En sein- ustu árin hafa blað og vefur far- ið stækkandi ár frá ári, þótt starfsmennirnir á bak við útgáfuna séu færri en áður var. Þeir leggja því augljóslega mjög hart að sér. Þessi saga af heimaslóð er nefnd til dæmis. Hún end- urspeglast í fjölmörgum fyr- irtækjum þótt aðstæður séu að öðru leyti ólíkar. Starfs- menn þeirra og stjórnendur eru um þessar mundir aðeins að fá þá tilfinningu að kannski séu fyrirtækin þeirra að komast fyrir vind innan fárra ára. Ástandið er þó viðkvæmt. En gangi slíkar vonir eftir mun þjóðfélaginu í heild smám saman vegna betur og það eru ekki aðeins einkarekstrarfyrirtækin sem hanga á þeirri spýtunni. Nái sá þáttur þjóðlífsins sér ekki á strik bitnar það fyrr en síð- ar á öllum öðrum. Góðan skilning á þessum forsendum mátti lesa út úr orðum helstu leiðtoga á vinnumarkaði á nýliðnu hausti. Markmið kjara- viðræðna hlýtur auðvitað að vera að tryggja að launamað- urinn haldi sínum hlut og sé það rétt, að nú hilli undir aukinn vöxt, þá sé hlutdeild hans í slíkum ávinningi einn- ig tryggð. Þetta hlýtur að hafa verið það sem for- ystumennirnir beggja vegna borðs áttu við þegar þeir áréttuðu að næstu samn- ingar ættu að snúast um raunverulegan ávinning en ekki þá talnalegu froðu sem Íslendingar hafa svo oft fengið að kenna á. Vonandi dregst ekki úr hömlu eftir áramót að þráð- urinn verði tekinn upp að nýju. Það er ennþá mikið hik í þjóðfélaginu. Menn eru ekki vissir um að þeir hafi fast land undir fótum. Rík- isstjórnin hefur gert mik- ilvæg atriði ljósari á síðustu vikum en var og senn munu ný fjárlög hljóta gildi. Þótt flest bendi enn til að kjara- samningar verði að þessu sinni gerðir til fremur skamms tíma þá dregur það ekki úr mikilvægi þess að samningsgerð ljúki til- tölulega fljótt og með sann- færandi hætti. Gangi slíkt eftir hafa a.m.k. verið stigin þrjú mikilvæg skref í átt til þess stöðuleika sem efna- hagsframfarir þjóðarinnar hljóta að byggjast á. Ástandið er við- kvæmt og brýnt að treysta batnandi stöðu í sessi} Vorverkin blasa við V art er hægt að hugsa sér óheppi- legri talsmann ríkisstjórnarinnar en formann fjárlaganefndar og þingmann Framsóknarflokksins, Vigdísi Hauksdóttur. Í nær hvert sinn sem Vigdís tjáir sig í fjölmiðlum gerir hún ríkisstjórninni meira ógagn en gagn. Forsætis- ráðherra og reyndar einnig fjármálaráðherra hafa æði oft þurft að svara fyrir orð Vigdísar, en þar sem báðir eru kurteisir og hófsamir ein- kennast svör þeirra af ákveðinni mildi, að minnsta kosti hjá Bjarna. Þeir vilja ekki rugga bátnum um of og virðast ekki vilja koma hinni orðhvötu Vigdísi í meiri vanda en hún hefur sjálf komið sér í. Þeir hljóta samt báðir að vera farnir að þreytast á því að þurfa sí og æ að svara fyrir æðibunu-fullyrðingar formanns fjárlaganefndar. Vigdís hefur svo oft komið sér í vanda með ummælum sínum að flestir í hennar sporum hefðu lækkað í sér og reynt að temja sér hófsamari málflutning. En Vigdísi virðist vera það um megn. Hún heldur áfram að skaða ímynd og trúverðugleika Framsóknarflokksins. Nýlega talaði hún eins og það sé í grundvallaratriðum rangt að bótakerfi sé sterkt og hún virðist ekki heldur sérlega hrifin af öflugri þróunaraðstoð. Það eru einungis vega- villtir vinstriflokkar sem fylgja slíkri stefnu að hennar mati. Það eru niðurskurðartímar og nú þarf að draga saman og spara og þar á meðal í mikilvægum málaflokkum, en það er ekki geðfellt að heyra stjórnarþing- mann tala glaðhlakkalega um lækkun bóta og niðurskurð til þróunaraðstoðar, eins og það séu brýnustu úrlausnarmál ríkisstjórnarinnar að skerða hag þeirra sem verst eru settir og hætta að skipta sér af vannærðum börnum í Afríku. Stjórnmálamaður sem fylgir hófsamri miðjustefnu talar ekki eins og Vigdís gerir. Stjórnmálamaður í bandarískri teboðshreyf- ingu talar hins vegar auðveldlega á slíkan hátt. Þar sem fáir þingmenn Framsóknarflokks- ins eru jafn fyrirferðarmiklir í fjölmiðlum og Vigdís Hauksdóttir þá er hún einn helsti fulltrúi flokksins, en málflutningur hennar er líklegri til að fæla miðjufólk frá flokknum en að laða það að honum. Forystumenn Fram- sóknarflokksins þurfa að ákveða hvernig flokk þeir vilja leiða. Er Framsóknarflokkurinn miðjuflokkur sem setur velferð og mannúð í forgang eða er hann ein- angrunarsinnaður og aftuhaldssamur flokkur sem lætur velferðarmál sig litlu varða? Nú um stundir nýtur Fram- sóknarflokkurinn velvildar vegna tillagna ríkisstjórn- arinnar um skuldaleiðréttingu. Þjóðin er svo vön því að kosningaloforð séu svikin að hún er bæði undrandi og feg- in að stjórnmálaflokkur skuli reyna að sýna viðleitni eftir kosningar. Staða Framsóknarflokksins er því góð nú sem stendur, en það er sannarlega lítill vandi að glutra niður vinningsstöðu vandi menn sig ekki. Vigdís Hauksdóttir er komin langleiðina með það. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Framsókn eða teboðshreyfing? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Útlit er fyrir að frumvarpfjármálaráðherra umstimpilgjöld verði lögfestá næstunni en efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hefur nú lokið ítarlegri yfirferð sinni yfir frumvarpið og leggur til ýmsar breytingar. Væntanleg lög eiga að taka gildi 1. janúar. Ein meginbreyt- ing frumvarpsins er sú að stimpil- gjöld falla niður vegna veðlána sem tekin eru vegna fasteignakaupa auk fleiri viðskiptabréfa, kaupmála o.fl. Skjöl um eignaryfirfærslu fasteigna og skipa yfir fimm brúttótonnum verða hins vegar áfram stimpilskyld. Stimpilgjaldið af eignaryfirfærslum hækkar jafnframt og verður 0,8% þegar um einstaklinga er að ræða en 1,6% hjá lögaðilum. Harðlega hefur verið gagnrýnt að frumvarpið eins og það var lagt fyrir Alþingi hefði í för með sér auknar álögur á þá sem eru að festa kaup á sinni fyrstu fasteign. Frá 2008 hafa skuldabréf vegna fasteignakaupa við fyrstu íbúðakaup verið stimpilfrjáls. Hækkun stimpilgjalda af eignar- yfirfærslum hefði því í för með sér að kostnaður einstaklinga sem greiða í dag 0,4% stimpilgjald af kaupsamn- ingi eignarinnar tvöfaldaðist og færi í 0,8% af verði fasteignar. Miðað verði við fasteignamat Neytendasamtökin, ASÍ og fleiri hafa gagnrýnt þetta og tekur efna- hags- og viðskiptanefnd undir þá gagnrýni í nefndaráliti sínu og legg- ur til breytingar. „Nauðsynlegt er að veita þeim sem kaupa íbúð í fyrsta sinn ívilnun og auðvelda þeim inn- komu á fasteignamarkað. Aðstæður sem hér hafa skapast í kjölfar efna- hagsáfalla árið 2008 gera stöðu þessa hóps enn erfiðari en áður. Þá hefur þróun leiguverðs reynst þessum hópi afskaplega óhagstæð. Í því ljósi legg- ur nefndin til að sex nýjar máls- greinar bætist við 5. gr. frumvarps- ins. Þar verði kveðið á um að einstaklingar sem kaupa í fyrsta sinn íbúðarhúsnæði greiði hálft stimp- ilgjald af gjaldskyldu skjali. Því af- sláttarviðmiði er ætlað að gera stöðu þessa fólks sem næst þá sömu og hún er samkvæmt gildandi lögum,“ segir í nefndarálitinu. Annað sem gagnrýnt hefur verið í frumvarpinu er að markaðsverð fast- eigna verði framvegis gjaldstofn stimpilgjalds í stað fasteignamats. Nefndarmenn fallast einnig á þessa gagnrýni og segja að leitt hafi verið í ljós að það geti verið erfiðleikum háð að gera markaðsverð fasteigna að gjaldstofni stimpilgjalds. Er því lögð til sú breyting á frum- varpinu að stimpilgjaldið skuli ákvarðast eftir matsverði fasteignar eins og það er skráð í fasteignaskrá. Hækkun gjaldsins á lögaðila hefur einnig mætt andstöðu og verið gagn- rýnd en nefndin fellst ekki á það og leggur til að sú hækkun í frumvarp- inu standi óbreytt. Einstaklingar eigi að vera í forgrunni við einföldun stimpilgjaldakerfisins. „Vera kann að af þeim sökum þurfi lögaðilar að sæta auknum álög- um, a.m.k. tímabundið á meðan und- ið er ofan af stimpilgjöldum. Þannig telur nefndin að tilgangurinn helgi meðalið, ríkissjóður og lögaðilar verði að takast á við breyttar að- stæður þar til æskilegar kerfisbreyt- ingar hafa náð fram að ganga,“ segir í nefndarálitinu. Allir nefndarmenn bæði úr stjórn- armeirihluta og stjórnarandstöðu standa að nefndarálitinu en þrír þingmenn, Pétur H. Blöndal, Árni Páll Árnason og Vilhjálmur Bjarna- son, skrifa undir með fyrirvara. Kaupendur fyrstu fasteignar fái afslátt Morgunblaðið/Ómar Íbúðakaup Hætt er við áform um að markaðsverð fasteigna verði gjaldstofn stimpilgjalds og er lagt til að gjaldið verði áfram byggt á fasteignamati. Íbúðalánasjóður skoraði á efna- hags- og viðskiptanefnd að fresta gildistöku laganna um stimpilgjald. Afnám þeirra af lánsskjölum samhliða aðgerð- um í skuldamálum heimilanna yki líkur á að lánþegar sjóðsins kysu að greiða upp lán sín hjá ÍLS og tækju ný lán hjá öðrum lánastofnunum. „Þetta getur leitt til þess að undirliggjandi uppgreiðsluáhætta í lánasafni sjóðsins verði virk,“ segir í um- sögn til Alþingis. Með frestun á gildistöku laganna megi forðast hugsanlegar keðjuverkandi af- leiðingar af afnámi stimpil- gjalds samhliða höfuðstóls- lækkun á uppgreiðsluvanda ÍLS. Nefndarmenn taka ekki undir þetta og segja að sumir um- sagnaraðilar virðist ofmeta þá áhættuaukningu sem frum- varpið kunni að hafa í för með sér fyrir ÍLS. Einföldun stimp- ilgjalds sé ætlað að efla sam- keppni milli fjármálafyrirtækja. Áhyggjur af uppgreiðslum ÍLS VILL FRESTUN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.