Morgunblaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2013 Fjölskipaður Hæsti- réttur kvað upp dóm hinn 28. nóvember síð- astliðinn í máli Sam- taka sveitarfélaga á Austurlandi gegn Sternu Travel ehf. Dómurinn staðfesti dóm Héraðsdóms Austurlands þess efnis að lögbann það sem Samtök sveitarfélaga á Austurlandi fengu lagt á Sternu Tra- vel hefði verið tilefnislaust. Tildrög málsins voru þau að á árinu 2011 fengu Samtök sveitarfé- laga á Austurlandi einkaleyfi til að skipuleggja og sjá um almennings- samgöngur á Austurlandi. Samtökin fengu lagt lögbann á flutninga Sternu sumarið 2012, en lögregla stöðvaði bifreið á vegum Sternu og rak far- þegana út. Samtök sveitarfélaga á Austurlandi höfðuðu mál til staðfest- ingar á lögbanninu, en um leið kröfð- ust Samtökin þess að Sternu væri óheimilt að stunda reglubundna fólksflutninga á tiltekinni áætl- unarleið. Héraðsdómur féllst ekki á lögbannskröfuna og taldi að Sterna hefði ekki brotið gegn einkaleyfi Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi. Sterna var því sýknuð í héraðsdómi og staðfesti Hæstiréttur þann dóm. Dómur Hæstaréttar nú er mikill sigur fyrir ferðaþjónustuna í landinu og frjálsa samkeppni. Í honum fellst áfellisdómur yfir einokunartilburðum landshlutasamtaka sveitarfélaga, sem hafa unnið að því síðustu misseri í samvinnu við Strætó bs. að þjóðnýta almenningssamgöngur hringinn í kringum landið og um leið vegið að starfsemi fjölmargra fyrirtækja í ferðaþjónustu. Eftir stendur að fyr- irtæki í atvinnugrein- inni hafa orðið fyrir tapi sem hleypur á hundr- uðum milljóna króna og sem ekki sér fyrir end- ann á. Líklega er það eins- dæmi að sveitarfélög vinni gegn því að ferða- menn komi inn á land- svæði viðkomandi sveit- arfélaga, en einkaaðilar í hópflutningum hafa stundað öflugt og fjár- frekt markaðsstarf erlendis um langt árabil. Nú um stundir eru opinberir aðilar, Strætó bs. með landshluta- samtökum sveitarfélaga, að hrifsa til sín þessi viðskipti við erlenda ferða- menn og fjármunum skattgreiðenda að þarflausu varið í niðurgreiðslur til Strætó bs. á sama tíma og mikið að- hald er ríkjandi víðast hvar í opinber- um rekstri. Um þessar mundir liggja fyrir í innanríkisráðuneytinu drög að frum- varpi til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni. Við þá lagasetn- ingu er brýnt að undið verði ofan af þeirri þjóðnýtingarstefnu sem ríkjandi hefur verið í fólksflutn- ingum. Nú reynir á að sá stjórn- málaflokkur sem kennir sig við frjálst framtak og frjálsa samkeppni sýni í verki að þau orð hafi einhverja merkingu. Sigur ferðaþjónustunnar Eftir Björn Jón Bragason Björn Jón Bragason »Dómur Hæstaréttar nú er mikill sigur fyrir ferðaþjónustuna í landinu og frjálsa sam- keppni. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags hópferðaleyfishafa. bíddu, ætlarðu bara að fá þér eina sneið? fimm gómsætar skyrtertur: bláber mangó/ástaraldin hindber sólber hátíðarterta með jarðarberjum V E R T Fataskápur Hæð 2100 mm Breidd 800 mm Dýpt 600 mm 58,900 kr m vsk Tegund: Strúktúr eik TIL Á LAGER SKÁPATILBOÐ Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi · Sími 535 4300 · axis.is Opnunartími: mán. - fös. 9:00 - 18:00 Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.