Morgunblaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2013 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Mér finnst skylda okkar að hjálpa þeim sem höllum fæti standa. Allir verða að eiga þess kost að halda gleðileg jól og smákökurnar eru eitt af því sem kemur með jólalyktina inn á heimilin,“ segir Róbert Guð- mundsson. Hann færði í vikunni sr. Þór Haukssyni, sóknarpresti í Ár- bæjarkirkju í Reykjavík, nokkra skammta af smákökum og kleinum sem útdeilt verður til fólks í sókninni sem leitað hefur aðstoðar kirkj- unnar. Bakkelsið fer til presta í fleiri kirkjum, til dæmis í Hveragerði og Vestmannaeyjum, og allt ætlað fólki sem þarf hjálp til að eiga gleðileg jól. Löngum stundum við bakarofninn „Fyrir þessi jólin baka ég um það bil sextíu kíló af smákökum úr deigi sem Jói Fel. lagði mér til fyrir lítið. Fyrir þann stuðning vil ég þakka en allt svona er í anda þess sem ég segi um allt hjálparstarf, að margt smátt gerir eitt stórt. Já, klukkutímarnir eru margir sem ég hef staðið við bakarofninn síðustu vikurnar og í öðru stússi þessu tengdu, en þeim tíma er sannarlega vel varið,“ segir Róbert. Viðmiðið í þessu góðgerðarstarfi Róberts er að skammturinn til hverrar fjölskyldu sé tólf kleinur og fjörutíu smákökur af þremur sort- um; negulkökur, piparkökur og súkkulaðibitakökur. Þar sem aðeins einn er í heimili er skammturinn að- eins minni, en samt þannig útilátinn að hver ætti að geta unað glaður við. Flugeldar fyrir fanga „Heimabakað góðgæti er alveg ómissandi fyrir jólin,“ segir Róbert sem hefur látið víðar taka til sín taka með góðum verkum. Hefur til dæm- is mörg undanfarin ár staðið fyrir gleði á gamlárskvöld við Litla- Hraun á Eyrarbakka svo fangarnir þar eigi til jafns við frjálst fólk þess kost að sjá flugelda. Fangelsið sé þannig staðsett að þaðan sjáist ekki þegar sýningin mikla byrjar um mið- nættið. Fangaflugeldunum er hins vegar skotið upp snemma kvölds og hefur þessi skemmtun jafnan lukkast vel. Kökunum fylgir há- tíðarlykt á heimilum  Bakar 60 kíló af smákökum sem prestar í Árbæ og víðar útdeila  Súkkulaðibitakökur, piparkökur og kleinur Morgunblaðið/Rósa Braga Jólabakstur Róbert Guðmundsson, til vinstri, afhendir sr. Þór Haukssyni heimabakaðar kökur sem fara til fólks í Árbæjarhverfi sem þarf aðstoð. Verkfræðistofan Mannvit hefur gef- ið út veglega bók um 50 ára sögu fyr- irtækisins og forvera þess. Atli Rún- ar Halldórsson, fv. fréttamaður og nú almannatengill hjá Athygli, ritar bókina og útgáfustjóri er Sigurður St. Arnalds, fv. stjórnarformaður Mannvits. Bókin nefnist Framfarir í 50 ár, er 170 blaðsíður að lengd og hana prýðir fjöldi mynda. Um sann- kallaða jólagjafabók er að ræða þar sem Mannvit gefur um 2.000 eintök til starfsmanna sinna, viðskiptavina og annarra áhugasamra um íslenskt verkvit og sögu fyrirtækisins. Á árunum 2007 og 2008 samein- uðust þrjár verkfræðistofur í eitt fyrirtæki, sem gefið var nafnið Mannvit. Tvær þeirra voru stofn- aðar árið 1963, eða Verkfræðistofa Guðmundar og Kristjáns (VGK) og Hönnun. Sú þriðja, Rafhönnun, var stofnuð árið 1969. Í formála segir Sigurður St. Arn- alds m.a. að á þessari hálfu öld hafi orðið gríðarlegar breytingar á at- vinnuháttum, samfélagi og efnahag á Íslandi. Rekstur verkfræðistof- anna þriggja, og nú Mannvits, hafi verið samofinn þessari þróun. Saga Mannvits sé því hluti af atvinnusögu Íslands síðustu 50 árin. bjb@mbl.is Mannvit fagnar 50 árum með bók Mannvit Atli Rúnar Halldórsson bókarhöfundur, Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits, og Sigurður St. Arnalds kátir í útgáfuhófi fyrirtækisins. Lifandi tónlist um helgar Flamenco dans á fimmtudögum Tapashúsið | Ægisgarður 2, 101 Reykjavík | info@tapashusið.is NÝR OG SPENNANDI JÓLAMATSEDILL TAPASHÚSID BORDPANTANIR Í SÍMA 512-8181 Draghálsi 14 - 16 110 Reykjavík Sími 4 12 12 00 www.isleifur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.