Morgunblaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2013 Kátar stúlkur Steinunn Jenný Karlsdóttir er líklega yngsti rithöfundur landsins en hún er átta ára gömul. Í gær fagnaði hún útgáfu bókar sinnar, Kátur – Ævintýri ofurhvolps, í Máli og menn- ingu. Frá vinstri: Emilía, Íshildur, Arna Dís, Steinunn Jenný höfundur bókarinnar, Eva, Júlíana, Arngunnur, Jórunn, Dýrleif og ferfætlingurinn og söguhetjan Kátur. Ómar Niðurstöður PISA- könnunarinnar 2012 sýna að nemendur á höfuðborgarsvæðinu eru almennt að ná sama árangri 2012 og árið 2003 sem ber merki um stöðugleika í gæðum kennslunnar. Það er því ekki rétt að tala eins og hér sé allt á niðurleið. Til að mynda má benda á að í Garðabæ er árangur nemenda í læsi á stærðfræði af- burðagóður í alþjóðlegum sam- anburði. Verkefnahópur á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), um skóla í fremstu röð, sem undirritaður veitir forystu, hefur á undanförnum mánuðum unnið að greiningu á skólastarfi á höfuðborg- arsvæðinu í alþjóðlegum sam- anburði. Hópurinn mun á næstunni leggja fram tillögur að aðgerðum sem miða að því að bæta árangur og stöðu skólanna. Ég bind miklar von- ir við að þær tillögur skili okkur mælanlegum árangri í alþjóðlegum könnunum. Stærðfræðikennsla á heimsmælikvarða Nemendur í Garðabæ komu af- burðavel út úr stærðfræðihluta PISA-könnunarinnar 2012. Heild- arskor nemenda í Garðabæ er sam- bærilegt við skor nemenda í löndum eins og Hollandi og Sviss og betra en hjá finnsku nemendunum, en Finn- land kemur langbest út af Norð- urlöndunum í könnuninni. Ef Garða- bær væri sjálfstætt ríki væri það í 6.-12. sæti af 65 þátttökulöndum PISA. Í Garðabæ er mjög hátt hlut- fall nemenda með afburðalæsi á stærðfræði, eins og hún er skil- greind af OECD, eða 18%. Sam- bærileg tala fyrir Norðurlönd í heild er 10% og fyrir Finn- land 15%. Í Reykjavík er hún 13%. Að sama skapi er hlutfall nem- enda með slakt stærð- fræðilæsi mjög lágt í Garðabæ, eða 7%, sem er langt undir því sem gerist annars staðar á Norðurlöndum. Aðeins eitt land hefur lægra hlutfall í PISA 2012 og það er borgríkið Sjanghæ sem kemur best út í stærð- fræðilæsi af öllum þátttökuþjóðum. Það er ljóst að kennsla í grunn- skólum Garðabæjar er á heims- mælikvarða þegar kemur að læsi á stærðfræði. Lesskilningur drengja í Garðabæ jafn þeim finnsku Nemendur í Garðabæ standa sig líka vel þegar kemur að lesskilningi og er árangur þeirra í þeim hluta sambærilegur og finnskra nemenda. Hér vekur einkum athygli að dreng- ir í Garðabæ standa jafnfætis þeim finnsku í lesskilningi. Heildarnið- urstaðan í Garðabæ er 518 stig sem er sambærilegt við lönd eins og Finnland, Írland, Holland, Kanada og Ástralíu. Meðalniðurstaðan á Norðurlöndum var töluvert lægri eða 499 stig. Náttúrufræðilæsi þarf að bæta Læsi íslenskra nemenda á nátt- úrufræði mælist lægra í prófinu en læsi þeirra á stærðfræði og lesskiln- ingur og talsvert lægra en annars staðar á Norðurlöndum, utan Sví- þjóðar, sem er á svipuðu róli og Ís- land. Einnig hér standa nemendur í Garðabæ sig betur en nemendur annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og á Norðurlöndum í heild en eru talsvert á eftir þeim finnsku. Hér er því verðugt sóknarfæri fyrir skóla í Garðabæ sem og annars staðar á landinu. Grunnurinn lagður snemma Margar ástæður liggja að baki góðum árangri í Garðabæ. Þung áhersla er lögð á innra starf bæði leik- og grunnskóla. Háum fjár- hæðum er varið til sérkennslu á báð- um skólastigum og snemmtæk íhlut- un höfð að leiðarljósi, þ.e. að grípa inn í um leið og barnið sýnir þess merki að þurfa stuðning. Í skýrslu sem Almar Miðvík Halldórsson, verkefnastjóri PISA, vann fyrir Garðabæ eftir könnunina 2009 segir ennfremur að margt bendi til þess að drengir í grunnskólum Garða- bæjar fái í ríkari mæli kennslustuðn- ing en annars staðar, sem geri þeim kleift að standa jafnfætis stúlkum í lesskilningi. Jafnframt er það mat skýrsluhöfundar að góðan árangur nemenda í Garðabæ megi að veru- legu leyti rekja til gæða og festu í starfi grunnskólanna. Jákvætt viðhorf til skólans Viðhorf nemenda í Garðabæ til skólans er áberandi jákvætt skv. niðurstöðum könnunarinnar, hvort sem horft er til annarra sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu eða til meðaltals OECD-ríkja. Nemendur í Garðabæ hugsa jákvætt til skólans síns, þeir segja að námsárangur hafi persónulegt gildi fyrir sig, samband kennara og nemenda sé gott og þeir fái góðan stuðning frá kennurum í náminu. Allt ber þetta skólastarfinu gott vitni og byggir undir þann góða árangur sem nemendurnir ná. Hvað svo? Eins og segir í upphafi má al- mennt lesa út úr niðurstöðum PISA að staðan á höfuðborgarsvæðinu sé sambærileg árin 2003 og 2012 þótt nokkrar sveiflur séu á milli árganga. Garðabær og hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þurfa því fyrst og fremst að halda áfram því góða starfi sem þar fer fram um leið og horft er fram á veginn. Í því sam- hengi bind ég vonir við að tillögur fyrrnefnds verkefnahóps, sem brátt munu koma fram, fái faglega um- fjöllun og verði til að fleyta okkur áfram í rétta átt. Mikilvægt er að skólar annars staðar á landinu fái jafnframt tækifæri og stuðning til að ná betri árangri. Í þessu samhengi getum við t.d. horft til Þýskalands sem hefur með markvissri stefnu- mótun, rannsóknum og aðgerðum náð stöðugum framförum í PISA frá árinu 2000, sem var þeirra „PISA- sjokk“. Jöfnuður í menntun á Íslandi Eitt af því ánægjulega sem kemur fram í skýrslu um PISA-könnunina 2012 er að hvergi er jafn lítil fylgni á milli þjóðfélagsstöðu foreldra og læsis nemenda í stærðfræði, eins og á Íslandi. Engin tengsl koma fram á milli starfsstéttar og menntunar for- eldra og árangurs barna. Þetta sýnir að Ísland hefur mörg sóknarfæri þegar kemur að menntun. Með því að bæta íslenskt menntakerfi getum við náð betri árangri og búið unga fólkið okkar enn betur undir fram- tíðina. Að vera í fremstu röð Í heimi þar sem alþjóðleg tengsl og samvinna verður sífellt mikilvæg- ari verður unga fólkið okkar að vera samkeppnishæft um störf, stöður og árangur í alþjóðlegum samanburði. Ungmennin okkar eiga að geta borið höfuðið hátt í samskiptum og sam- keppni við jafnaldra sína frá Singa- púr, Finnlandi og öðrum þjóðum þar sem nemendur ná afburðaárangri. Það er okkar skylda að búa þau sem allra best undir þennan veruleika og gera þeim kleift að nýta hæfileika sína og styrkleika hvert sem hugur þeirra stefnir. Eftir Gunnar Einarsson »Ef Garðabær væri sjálfstætt ríki væri það í 6.-12. sæti af 65 þátttökulöndum PISA. Í Garðabæ er mjög hátt hlutfall nemenda með afburðalæsi á stærð- fræði Gunnar Einarsson Höfundur er formaður Verkefnahóps SSH um skóla í fremstu röð og bæj- arstjóri í Garðabæ, PhD í stjórnun menntastofnana. PISA – Afburðaárangur í Garðabæ PISA 2012 Garðabær Höfuðborgarsvæðið Ísland Finnland Norðurlönd samtals Lesskilningur Læsi á stærðfræði Læsi á náttúrufræði PI SA st ig 550 540 530 520 510 500 490 480 470 460 450 518 493 483 524 499 529 504 493 519 494 515 488 478 502 545

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.