Morgunblaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2013 Magimix matvinnsluvélar, blandarar og safapressur. Kaffivélar fyrir Nespresso og kaffi frá Caffé Vergnano fyrir Nespressovélar. vi lb or ga @ ce nt ru m .is Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is J Ó L AT I L B O Ð Árni Páll Árnason átti samtal viðSigmund Davíð Gunnlaugsson í fyrirspurnartíma Alþingis í fyrra- dag. Samtalið var efnislega svona:    Árni Páll: Í gærvar sagt að til stæði að grípa til al- varlegra niðurskurðar- aðgerða vítt og breitt í viðkvæmum ríkisrekstrinum undir því yfirskini að slíks væri þörf til að bregðast við fjárþörf á Landspítalanum. Það er sérkennileg forgangsröðun að draga saman vaxta- bætur og barnabæt- ur þannig að meðaltekjuhjón með mikla skuldabyrði og mörg börn muni tapa. Hvernig getur stjórnin lagt mál upp með þessum hætti?    Forsætisráðherra: Árni Páll gef-ur sér rangar forsendur. Það hefur þurft að mæta neikvæðri þró- un síðasta kjörtímabils þar sem niðurskurðurinn skaðaði heilbrigðiskerfið og dró líka allan þrótt úr efnahagslífinu. En í bóta- kerfinu stendur aðeins til að draga úr hjá þeim tekjuhæstu. Ég geri ekki ráð fyrir neinni skerðingu á barna- bótum og þar með verður um að ræða gífurlega aukningu barnabóta frá meðaltali síðasta kjörtímabils.    Árni Páll: Það er alveg ótrúlegtað forsætisráðherra skuli ekki hafa döngun í sér til að verja lækkun barnabóta og sé hættur við að lækka þær.    Hvað var það sem Árni Páll varað gagnrýna? Lækkun barna- bóta. Hvers vegna sneri hann þá gagnrýninni á haus og bætti í hana þegar í ljós kom að barnabætur yrðu ekki skertar? Taldi hann sig búa við ofgnótt trúverðugleika? Árni Páll Árnason Gagnrýni á lækkun og ekki lækkun STAKSTEINAR Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Veður víða um heim 11.12., kl. 18.00 Reykjavík 0 snjóél Bolungarvík 2 skýjað Akureyri -3 léttskýjað Nuuk -12 léttskýjað Þórshöfn 7 skýjað Ósló 10 léttskýjað Kaupmannahöfn 7 skýjað Stokkhólmur 5 skýjað Helsinki 2 þoka Lúxemborg -1 þoka Brussel 7 heiðskírt Dublin 10 skýjað Glasgow 11 alskýjað London 2 skýjað París 5 heiðskírt Amsterdam 5 heiðskírt Hamborg 3 skýjað Berlín 6 skýjað Vín 1 alskýjað Moskva -10 alskýjað Algarve 17 skýjað Madríd 7 heiðskírt Barcelona 12 skýjað Mallorca 15 skýjað Róm 13 léttskýjað Aþena 5 skýjað Winnipeg -27 heiðskírt Montreal -8 léttskýjað New York -2 heiðskírt Chicago -8 snjókoma Orlando 16 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 12. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:12 15:32 ÍSAFJÖRÐUR 11:56 14:58 SIGLUFJÖRÐUR 11:41 14:39 DJÚPIVOGUR 10:50 14:53 Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) komst í gær að þeirri niðurstöðu að fjár- mögnun á starfsemi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu fæli í sér ríkisaðstoð. Sú ríkisaðstoð sam- ræmdist þó EES samningnum þar sem Harpa hefði menningarlegt hlutverk. ESA hefur haft málið til athugun- ar frá því síðla árs 2011 þegar stofn- uninni barst kvörtun frá samkeppn- isaðila. Harpa er að fullu í eigu íslenska ríkisins (54%) og Reykjavíkurborgar (46%). Frá opnun Hörpu hefur verið hallarekstur af starfseminni og hafa eigendurnir því þurft að leggja til aukafjármagn til að standa undir rekstrinum. Viðunandi ráðstafanir Í tilkynningu frá ESA segir Oda Helen Sletnes, forseti stofnunarinn- ar, að íslensk stjórnvöld hafi innleitt ráðstafanir til að tryggja að umrædd ríkisaðstoð sé ekki nýtt til að nið- urgreiða starfsemi í samkeppnis- rekstri. Þær ráðstafanir feli í sér að bókhaldslegur aðskilnaður sé nú á milli menningar- og ráðstefnustarf- semi Hörpu. Fyrr á þessu ári komst ESA að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að fjármögnun Hörpu fæli í sér ríkisað- stoð í skilningi EES-samningsins. Stofnunin leit svo á að aðstoðin gæti verið réttlætanleg sem aðstoð til að efla menningu. Hins vegar þyrftu ís- lensk stjórnvöld að grípa til ráðstaf- ana til að tryggja að opinbert fé ætl- að til menningarstarfsemi væri ekki nýtt til að niðurgreiða starfsemi í samkeppnisrekstri. Í kjölfar þessarar ákvörðunar ESA aðskildu eigendur Hörpu rekstrarbókhald hennar og inn- leiddu nýjar aðferðir við kostnaðar- og tekjugreiningu. Bókhald vegna menningarstarfsemi Hörpu er nú að- skilið frá ráðstefnustarfsemi og öðr- um samkeppnisrekstri. Íslensk stjórnvöld hafa jafnframt gengið úr skugga um að ráðstefnu- deild Hörpu greiði sinn hluta af sam- eiginlegum rekstrarkostnaði bygg- ingarinnar og greiði leigu á markaðskjörum fyrir skrifstofurými og aðra aðstöðu. Samkvæmt bráða- birgðaársreikningi fyrir árið 2013 er gert ráð fyrir að ráðstefnudeildin skili minniháttar hagnaði og áætlan- ir eiganda gera ráð fyrir að arðsemi ráðstefnurekstrarins muni aukast á næstu árum. Morgunblaðið/Kristinn Harpa Eftirlitsstofnun EFTA telur að ríkisaðstoð vegna hússins samræmist EES-samningnum þar sem Harpa hafi menningarlegt hlutverk. Ríkisaðstoð til Hörpu í samræmi við EES  Fullnægjandi aðskilnaður í bókhaldi Tveir voru með allar tölurnar réttar í Víkinga- lottóinu í gærkvöldi, Dani og Norðmaður, og hlaut hvor þeirra rúmar 300 milljónir króna. Enginn var með 5 tölur réttar í Jókernum en þrír voru með fjórar tölur réttar og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir á N1 við Ægisíðu í Reykjavík og í Happahúsinu í Kringlunni. Þriðji vinningshafinn var í áskrift. Norðmaður og Dani fengu 300 milljónir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.