Morgunblaðið - 12.12.2013, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 12.12.2013, Qupperneq 33
teknar voru af ömmu Herdísi og afa Tryggva, börnum þeirra og tengdabörnum á sumarferðalagi um Hérað og Reyðarfjörð upp úr miðri síðustu öld. Veðrið er eins og best gerist á þessum slóðum, steikjandi hiti og glampandi sól. Það fer ekki á milli mála af hve mikilli gleði og reisn Þorgeir kynnir sveitina sína fyrir tengda- fjölskyldu sinni né hve myndar- legt æskuheimili hans var. Þor- geir var af kynslóð foreldra minna. Kynslóð sem nú er óðum að hverfa. Hann var maður sem ég hef einhvern veginn alltaf þekkt en þekkti þó aldrei í raun. Börnum hans og fjölskyldum þeirra sendi ég innilegar samúð- arkveðjur. Sólveig Pálsdóttir. Sýslumaðurinn hefur kvatt. Vinur minn, Þorgeir Þorsteins- son, hefur lokið jarðvist sinni eft- ir skammvin veikindi. Þorgeir var um árabil mjög þekkt nafn í íslenskri stjórnsýslu vegna um- fangsmikilla og mikilvægra emb- ættisstarfa á Varnarsvæðinu á Suðurnesjum og Keflavíkur- flugvelli, þar á meðal sem innlent yfirvald gagnvart herliði Banda- ríkjanna á svæðinu. Yfirmenn hersins báru mikla virðingu fyrir Þorgeiri og var hann ætíð ávarp- aður af þeim sem „Mr. Judge“. Þorgeir kunni vel að meta hið góða og fagra í lífinu, ekki síst glæsilegar konur. Hann áleit sig vera gæfumann í einkalífi, þrátt fyrir tvo hjónaskilnaði. „Sá sem á heilbrigða og dugandi afkomend- ur – hann er sannarlega gæfu- maður“ sagði hann, og átti þar við sjálfan sig. Hafði ég eitt sinn orð á því við hann að hans afkom- endur væru ekkert venjulega glæsilegir og framúrskarandi í þjóðfélaginu. Þá svaraði vinur minn: „Ég hef líklega verið góð- ur til undaneldis.“ Síðustu árin þyngdist gangan í lífi Þorgeirs, ekki síst vegna hrakandi sjónar. Eru nokkur ár frá því að hann var úrskurðaður „lögblindur“, en þó hafði hann áfram bærilega ratsjón. Af þeirri ástæðu gat hann ekki um árabil notið afþreyingar við lestur eða sjónvarp. Meðal annars af þeirri ástæðu leitaði hann eftir dægra- dvöl og félagsskap síðdegis með spjallvinum á völdum veitinga- stöðum. Var hann gjarnan einn þekktasti og virtasti fastagestur- inn og var sannarlega litið á hann sem „Grand old man“. Af mörg- um þessara félaga hans var hann gjarnan nefndur Sýslumaðurinn – með stóru essi. Þorgeir hélt reisn sinni og sjálfstæði til æviloka, og skildi við lífið án langvarandi sjúkra- legu. Þannig slapp hann við þau örlög, sem hefðu ekki verið hon- um að skapi, að verða ósjálf- bjarga og veslast upp í löngu veikindastríði. Það er þakkar- vert. „Farðu með gát vinur“ var ætíð kveðja hans til mín. Sannur höfðingi er horfinn af sviðinu, sem skilur eftir sig góðar og dýr- mætar minningar. Blessuð sé minning Þorgeirs Þorsteinsson- ar. Hermann Sveinbjörnsson. Það er með miklum trega sem ég skrifa þessi minningarorð um vin minn, velgjörðamann og fyrr- um yfirmann Þorgeir Þorsteins- son sem lést eftir stutta legu 84 ára að aldri. Fundum okkar Þor- geirs bar fyrst saman er ég sótti um starf við embætti hans á Keflavíkurflugvelli á tíunda ára- tugnum. Þorgeir er ógleyman- legur öllum sem honum kynnt- ust. Mikill á velli. Mikill í lund, þó hann færi vel með það þann tíma sem við þekktumst. Undir yfir- borðinu sem hann reyndi stund- um að hafa hrjúft sló heitt og stórt hjarta. Þorgeir var heims- maður, embættismaður af gamla skólanum, karlremba með auga fyrir kvenlegri fegurð. Hann var lífsnautnamaður, naut sín vel við góða máltíð eða með vín á skál. Það var nánast fastur liður að bera saman hádegismatseðilinn í Flugstöðinni og á Varnar- svæðinu. Síðan var valið á milli þess að fara uppí Stöð eða í Ástandið eins og hann orðaði það. Ef Flugstöðin varð fyrir val- inu var ævinlega endað á því að „flaðra upp um Tollinn“. Hann sagði mér einhvern tíma að lík- lega væri hann villimaður því honum þætti betra að snæða austan Rínar þar sem skammt- arnir væru almennilegir. Ég sagðist vera samskonar villimað- ur. Þorgeir var ævinlega vel til fara, klæddur eins og enskur Lord. Hann lagði einnig nokkuð uppúr því að menn væru vel til fara í starfi hvort sem þeir voru einkennisklæddir eður ei. Skömmu eftir að hann lét af störfum kom hann við í Græ- násnum og hitti undirritaðan þar fyrir klæddan í jakkaföt en í bol nokkuð fínum. Hann spurði þá: „Eruð þið hættir að hafa um hálsinn hér?“ Eftir að hafa hlust- að á útskýringar um hversu þægilegur klæðnaður þetta væri lét hann sér fátt um finnast og sagði við þriðja mann sem stóð við hliðina á okkur: „Hann hefði nú ekki komist upp með þetta hjá mér.“ Það fór ævinlega vel á með okkur sem kannski sést best á því að við vorum sammála um að við hefðum viljað að samstarf okkar hefði hafist fyrr og staðið lengur. Það var vandi okkar að spila á spil í hádeginu og skiptast á skoðunum um hvorir væru merkilegri Eskfirðingar eða Reyðfirðingar. Honum var í nöp við tölvur og vildi frekar skrifa handrit að bréfum sínum. Hann hélt þétt um fjárhag embættis- ins og var lítt gefið um lausatök. Sagði þá gjarnan ef menn heimt- uðu óvænt útgjöld: „Það er auð- velt að vera örlátur á annarra manna fé.“ Þorgeir var fjöl- greindur, talaði m.a. frönsku þegar þörf krafði. Hann var haf- sjór af fróðleik um mannkyns- sögu. Þekkti vel sögu Napóleons og Bismarcks og vitnaði í báða. Tilsvörin voru stundum ótrúlega skemmtileg og eftirminnileg. Það eiga allir sem kynntust Þor- geiri að minnsta kosti eina góða sögu um leiftrandi tilsvör og hvernig hann lét enga eiga hjá sér hvorki háa né lága. Ég er þakklátur fyrir kynni mín af Þorgeiri, velvilja hans í minn garð og vináttuna sem við áttum. Síðasta spjallið áttum við í sum- ar eftir kosningarnar. Hann gladdist yfir árangrinum og átti ekkert nema góðar óskir mér til handa. Ég votta fjölskyldunni allri mína dýpstu samúð og bið vini mínum blessunar á nýjum vegum. Þorsteinn Sæmundsson. Þorgeir Þorsteinsson, lög- reglustjóri og sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, er látinn, 84 ára gamall. Leiðir okkar lágu fyrst saman vorið 1972 er ég hóf störf í ríkislögreglunni á Kefla- víkurflugvelli, en Þorgeir var þá aðalfulltrúi Björns Ingvarssonar lögreglustjóra. Árið 1974 var Þorgeir skipaður lögreglustjóri á Keflavíkurflugvelli, en stuttu áð- ur hafði ég hafið störf í lögregl- unni í Keflavík. Í janúar árið 1990 lágu leiðir okkar Þorgeirs saman á ný, en þá var ég skip- aður yfirlögregluþjónn í rann- sóknardeild lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli og starfaði með Þorgeiri allt þar til hann fór á eftirlaun haustið 1999. Þorgeir var vandaður emb- ættismaður á sérstökum og fjöl- mennum vinnustað, en embættið var stofnað vegna komu Banda- ríska varnarliðsins til Íslands 1951. Þorgeir var lengi vel allt í senn sakadómari, tollstjóri og lögreglustjóri á Keflavíkurflug- velli og heyrði embættið undir utanríkisráðuneytið. Ég minnist Þorgeirs með virð- ingu og hlýhug. Hann gat verið hrjúfur á yfirborðinu, eins og oft var með embættismenn á þess- um tíma, en Þorgeir var hjarta- hlýr og góður drengur og sýndi það gjarnan þegar einhverjir áttu í erfiðleikum. Oft er sagt að feigum verður ekki forðað, né ófeigum í hel komið. Hér er lítið dæmi um slíkt. Þorgeiri var boðið að fara ásamt yfirmönnum varnarliðsins með þyrlu til Hvalfjarðar. Hvorki Björn Ingvarsson, þáver- andi lögreglustjóri, né Þorgeir sem var staðgengill hans komust í þessa ferð. Fyrst hafði Birni verið boðið, en hann komst ekki og þá hafi verið leitað til Þorgeirs en hann komist ekki heldur. Þann 1. maí 1965 hrapaði þessi þyrla sunnan við Kúagerði upp af Landakoti á Vatnsleysuströnd. Fimm varnarliðsmenn voru um borð og fórust allir. Þorgeir var mikill framsókn- armaður. Hann fylgdist mjög vel með öllum stjórnmálum, bæði innlendum og erlendum. Hann var vel lesinn og fróður um menn og málefni. Þær voru oft fjörugar umræðurnar á kaffistofunni þeg- ar menn tókust á um hin ýmsu álitamál. Þorgeir hafði mikinn áhuga á Frakklandi og var mjög vel að sér í franskri menningu. Þorgeir var mikill áhugamað- ur um golfíþróttina og var einn af stofnendum Golfklúbbs Suður- nesja árið 1964 og lék sjálfur golf fram yfir sjötugt. Þorgeir var góður golfari, beinn á braut og baneitraður í stutta spilinu. Til marks um hæfileika hans þá var hann lengi með um 7 í forgjöf, þrátt fyrir að hafa ekki byrjað að leika golf fyrr en eftir þrítugt. Eðli máls samkvæmt myndast sérstök tengsl milli lögreglu- stjóra og yfirlögregluþjóns í lög- regluliði eins og á Keflavíkur- flugvelli. Það komu oft upp erfið mál, bæði lögreglumál og ekki síður starfsmannamál. Flest þessara mála leysti Þorgeir far- sællega. Ég er lánsamur að hafa hitt Þorgeir á þessum árum og notið handleiðslu hans og ekki síður fyrir að hafa kynnst þess- um skemmtilega og fróða manni. Við hjónin sendum börnum Þorgeirs, aðstandendum og vin- um hans, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Óskar H. Þórmundsson, yfirlögregluþjónn. Meðal þess farareyris sem skólavist unglingsárnna fær okk- ur í hendur eru þau vináttubönd sem knýtast millum skólasystk- ina og verða mörg hver að þeim gildum sem eru okkur einna dýr- mætust og birtugjafar til hinsta dags. Þorgeir Þorsteinsson sem nú er kvaddur var skólabróðir okkar um árabil við Menntaskól- ann á Akureyri og samstúdent vorið 1949. Nemendur við MA komu hvaðanæva af landinu og tengdust því hver öðrum með ýmsum hætti fremur en bæj- arbúum sem þó voru viðmótsgóð- ir gagnvart þessum aðkomnu unglingum þótt þeir þyrftu stundum að sýna þeim umburð- arlyndi. Þorgeir var upprunninn á Búðareyri við Reyðarfjörð þar sem hann ól bernsku sína hjá upplýstum foreldrum, sem voru frammámenn í héraði og góðum systkinum. Framsóknarflokkur- inn var á þessum árum nær ein- ráður um pólitíska hugmynda- fræði í byggðarlögum þar eystra og fór Þorgeir ekki varhluta af þeirri hreyfingu, var hann óbil- andi fylgismaður flokksins alla ævi. Í dagfari Þorgeirs ríkti mik- ið jafnaðargeð en væri efast um ágæti framsóknarmanna mátti búast við gneistaflugi og vildu menn síður verða fyrir þeirri hrinu. Þorgeir samlagaðist skóla- starfinu vel og bar virðingu fyrir kennurum MA og anda skólans. Rækt var lögð við hinar klass- ísku námsbrautir menntaskól- anna en Sigurður Guðmundsson og Þórarinn Björnsson fylgdu eftir stefnu móðurmálsverndar og upphafinni heiðursmanna- hugsjón. Þorgeir var næmur á þessa leiðarvísa skólameistar- anna, hann átti létt með nám og þurfti ekki að leggja hart að sér. Fas hans og viðmót aflaði honum velvildar kennara og nemenda og væntumþykju margra. Við sem fylltum þann hóp sem mest var í fylgd með Þorgeiri áttum marg- ar glaðar stundir og urðum ekki uppiskroppa með umræðuefni því Þorgeir var vel heima á mörgum sviðum. Hann var afar vel að sér í sögu en einnig í landafræði og lagði hann okkur til margan molann úr þessum fræðum. Það kom engum á óvart að Þorgeir, sem var maður rök- fastur, skyldi leggja fyrir sig lög- fræði í háskóla. Hann gat sér gott orð sem sýslumaður og lög- reglustjóri á Suðurnesjum og kom honum þá einnig til góða hið farsæla brjóstvit sem mótaði alla hans framgöngu. Dómar hans þóttu vel grundaðir og var ekki hrundið á æðri dómstigum. Þor- geir blandaði geði við samferða- menn einkum við spilaborð og á golfvelli. Hann náði góðri leikni í þessum íþróttum einsog flestu því sem hann tók sér fyrir hend- ur. Seinni árin var Þorgeir einbúi og virtist kunna því allvel, hann hélt sambandi við kunningja og vini við spilaborðin og lengi vel gerði hann sér ferð á einhvern grasvöllinn þar sem menn leika golf. Þegar við nú sjáum á bak skólabróður og vini syrtir að. Þorgeir var með gjörvulegustu mönnum og okkur öllum hug- þekkur í hvívetna, hann er nú farinn til fundar við þau mörgu skólasystkin sem gengin eru, við hin sitjum eftir hljóð. Afkomend- ur Þorgeirs mega vel við una að eiga auð hugstæðra minninga. Börn hans vel menntuð og rík að hæfileikum litast nú um í föður- túni, þau hafa hlotið þar arf sem mölur og ryð fá ei grandað. Emil Als og Birgir J. Jóhannsson. Þorgeir Þorsteinsson varði lunganum úr starfsævi sinni í gæslu laga og réttar á Keflavík- urflugvelli. Hann hóf þar störf 1959 þrítugur að aldri sem aðal- fulltrúi lögreglustjórans, varð sjálfur lögreglustjóri 1974 og sýslumaður 1992 og gegndi svo sýslumannsembættinu allt þar til hann lét af störfum fyrir ald- urs sakir 1999. Keflavíkurflugvöllur var á þessum árum innan skilgreindra varnarsvæða samkvæmt varnar- samningi Íslands og Bandaríkj- anna en þau lutu lengst af yfir- stjórn utanríkisráðherra. Lögreglustjóraembættið og seinna sýslumannsembættið heyrðu því undir utanríkisráðu- neytið og átti Þorgeir því um áratugaskeið mikið og náið sam- starf við varnarmálaskrifstofu ráðuneytisins. Flotastöðin í Miðnesheiði var á sinni tíð eitt af stærstu sveit- arfélögum landsins þar sem ýms- ar áskoranir risu í samskiptum íslenskra starfsmanna á flugvall- arsvæðinu við varnarliðsmenn og skyldulið þeirra. Þorgeir lagði ávallt áherslu á lipra og greiða úrlausn allra mála og á örugg- lega stóran þátt í hversu vand- ræðalítið sambýlið við varnarlið- ið yfirleitt var. Eftir því sem árin liðu jókst umfang borgaralegs flugs um Keflavíkurflugvöll og 1987 náðist loks sá langþráði áfangi að skilja það að umtalsverðu leyti frá starfsemi varnarliðsins með opn- un Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar. Undir forystu Þorgeirs gegndu lögreglustjóraembættið og síðar sýslumannsembættið mikilvægu hlutverki í að skapa íslensku millilandaflugi nútíma- starfsskilyrði. Samskipti ráðuneytisins við Þorgeir voru alltaf í föstum skorðum eins og ég kynntist sjálfur þegar ég hóf störf á varn- armálaskrifstofu fyrir bráðum 17 árum. Hlutunum var komið fyrir með einföldum en skilvirkum hætti. Sjálfsagt hefur það borið við að stundum væru skiptar skoðanir um skipulag og verklag en sjaldnast riðu menn feitum hesti frá því að reyna ráðskast með sýslumann. Gat þá stundum hvesst en eftirmál voru engin og ávallt jafngott að sækja Þorgeir heim á skrifstofuna í Grænási. Að leiðarlokum þakkar utan- ríkisráðuneytið Þorgeiri Þor- steinssyni, lögreglustjóra og sýslumanni, fyrir áratugalangt samstarf og happadrjúg sam- skipti og vottar fjölskyldu hans hina dýpstu samúð. Einar Gunnarsson, ráðuneytisstjóri. Þorgeir Þorsteinsson, lengst af lögreglustjóri og sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, var um margt merkilegur maður. Þegar hann lét af störfum fyrir aldurs sakir og ég tók við af honum átti hann stundum erfitt með að sleppa takinu af gamla starfinu. Ég lagði mig því fram um að bjóða hann velkominn í heim- sóknir á gömlu starfsstöðina sína, sem hann þáði, og eyddum við löngum stundum í spjall og kynntumst nokkuð vel. Starfsævi Þorgeirs var samof- in miklum breytingatímum í ís- lensku þjóðfélagi og það embætti sem hann stýrði lengstum var einskonar „ríki í ríkinu“. Stjórn- sýsla Varnarsvæðanna var mjög sérstök og heyrði sem kunnugt er undir utanríkisráðuneytið. Þótt sambúðin við Varnarliðið hafi verið góð á yfirborðinu voru minniháttar árekstrar milli þess- ara tveggja menningarheima sem mættust á Varnarsvæðun- um algengari en margir hugðu. Ör skipti yfirmanna hjá Banda- ríkjamönnum þýddu að stöðugt þurfti að „skóla þá til“ en það gat verið þolinmæðisverk. Þar naut Þorgeir sín vel. Hann var stoltur maður og hafði sinn stíl á því hvernig átti að „eiga við Kan- ana“. Það hlýtur að vera góður vitnisburður um hans embættis- verk að sjaldan spurðist þessi núningur við Varnarliðið út. Hann hafði ýmis ráð við að róa Bandaríkjamennina ef honum fannst þeir æsa sig um of. Eitt þeirra var að senda þeim langt og flókið bréf á íslensku með mörgum lagatilvitnunum. Hann vissi að það tók þá tíma að þýða bréfið og átta sig á efnisinnihald- inu. Þessi tími nægði oft til að róa málið og „deilan“ leystist farsæl- lega. Þorgeir var embættismaður af gamla skólanum og óhætt að segja að hann hafi haft sinn sjálf- stæða stíl. Það er ekki víst að embættismenn í dag hafi sama svigrúm og hann hafði við sínar embættisfærslur. Hann var skarpgreindur, það fór ekki milli mála, og hafði hlýja og góða nær- veru. Það veitti mér oft mikla ánægju að lesa gömul skjöl og sjá efnistök hans. Margir þættir samskipta Íslands við Varnarlið- ið hafa verið lítt skráðir. Þar er frá mörgu að segja og eiga ef- laust góðar sögur af Þorgeiri og hans embættisverkum eftir að eignast framhaldslíf þegar sú saga verður skráð. Ég votta fjölskyldu Þorgeirs samúð og óska þeim Guðs bless- unar. Jóhann R. Benediktsson. MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2013 ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEFÁN HALLDÓR HELGASON, lést föstudaginn 6. desember á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja. Hann verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju föstudaginn 13. desember kl. 13.00. Droplaug G. Stefánsdóttir, Kristinn L. Matthíasson, Margrét Stefánsdóttir, Bjarni Árnason og barnabörn. ✝ Bróðir minn, SVEINBJÖRN MAGNI GUÐMUNDSSON, áður til heimilis að Ásvallagötu 27, síðar í Ási í Hveragerði og dvalarheimilinu Fellsenda í Dalasýslu, lést hinn 9. desember á Sjúkrahúsi Akraness. Hann verður jarðsunginn föstudaginn 20. desember í Grensáskirkju klukkan 11.00. Jón Guðmundsson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, OLGA ÞORBJÖRG JÚLÍUSDÓTTIR frá Tungufelli, sem lést föstudaginn 6. desember, verður jarðsungin frá Lundarkirkju laugardaginn 14. desember kl. 12.00. Börn og fjölskyldur þeirra. ✝ Bróðir okkar, BÖÐVAR JÓNSSON bóndi í Norðurhjáleigu, Álftaveri, lést á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum, Kirkjubæjarklaustri, sunnudaginn 1. desember. Útförin fer fram frá Þykkvabæjarklausturs- kirkju laugardaginn 14. desember kl. 13.00. Systkini og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.