Morgunblaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2013 ✝ Þorgeir Þor-steinsson, fyrrverandi sýslu- maður og lög- reglustjóri á Keflavík- urflugvelli, fædd- ist í Hermes á Búðareyri við Reyðarfjörð 28. ágúst 1929. Hann lést 27. nóvember 2013. Foreldrar hans voru Þor- steinn Jónsson, kaupfélags- stjóri Kaupfélags Héraðsbúa, sonur Jóns Bergssonar, bónda á Egilsstöðum, og Margrétar Pétursdóttur, og Sigríður Þor- varðardóttir Kjerúlf húsfreyja, dóttir Þorvarðar Kjerúlf, læknis og alþingismanns, og Guðríðar Ólafsdóttur Hjalte- sted. Systkini Þorgeirs: Þorvarð- ur Kjerúlf, fv. bæjarfógeti og sýslumaður á Ísafirði (látinn), Margrét húsfreyja (látin); Jón, fv. yfirlæknir. Fósturbróðir: Ólafur H. Bjarnason (látinn). Þorgeir lauk cand. juris- prófi frá Háskóla Íslands 1956. Hann var fulltrúi hjá bæj- arfógetanum í Hafnarfirði og sýslumanninum í Gullbringu- og Kjósarsýslu frá 1956-1959. Hann var aðalfulltrúi hjá lög- reglustjóranum á Keflavíkur- dís, f. 1987. Seinni eiginmaður: Bragi Gunnarsson. Þau skildu. Börn þeirra: María Elísabet, f. 1993, Gunnar Þorgeir, f. 1994, og Hörður Tryggvi, f. 1997. 2) Þorsteinn, hagfræðingur, f. 1955. Eiginkona hans er Ásta Karen Rafnsdóttir og börn þeirra: Ásta Sólhildur, f. 1991, Ásgeir Þór, f. 1994, og Herdís Aþena, f. 1996. 3) Sigríður heimspekingur, f. 1958. Eig- inmaður hennar er Magnús Diðrik Baldursson. Dóttir þeirra: Elísabet, f. 1986. 4) Ófeigur Tryggvi læknir, f. 1960. Eiginkona hans er María Heimisdóttir. Synir þeirra: Tryggvi, f. 1991, og Gísli, f. 1998. Dóttir Þorgeirs og Jóhönnu Andreu Lúðvígsdóttur er Katla Margrét leikkona, f. 1970. Eig- inmaður hennar er Jón Ragnar Jónsson. Synir þeirra: Bergur Hrafn, f. 1997, og Egill Árni, f. 2008. Seinni kona Þorgeirs var Kristín Sveinbjörnsdóttir en þau skildu. Stjúpsonur hans- ,sonur Kristínar og Magnúsar Blöndals Jóhannssonar tón- skálds, frænda Þorgeirs, er Marínó Már lögreglumaður, f. 1971. Eiginkona hans er Sonja Kristín Sverrisdóttir og börn þeirra: Kristján Jökull, f. 2002, og Laufey Kristín, f. 2004. Dóttir Sonju Kristínar og stjúpdóttir Marínós: Elísa Ósk, f. 1991. Útför Þorgeirs Þorsteins- sonar fer fram frá Dómkirkj- unni í dag, 12. desember 2013, og hefst kl. 13. flugvelli frá 1959- 1974 er hann var skipaður lög- reglustjóri og svo sýslumaður frá 1992. Hann sinnti einnig dóm- arastörfum áður en aðgreint var á milli fram- kvæmdar- og dómsvalds við slík embætti. Þorgeir starfaði við lögreglustjóra- og síðar sýslumannsembættið á þeim tíma sem bandarískt her- lið var á Keflavíkurflugvelli. Þorgeir hlaut viðurkenn- ingar fyrir störf sín, þar á meðal Officer of the British Empire og sambærilega orðu frá Þýskalandi. Þorgeir var virkur í upp- byggingu golfíþróttarinnar og einn af stofnfélögum Golf- klúbbs Suðurnesja. Hann tók virkan þátt í starfi Framsókn- arflokksins eins og hann átti ættir til. Þorgeir var tvíkvæntur. Fyrri eiginkona hans var Her- dís Tryggvadóttir, f. 1928, dóttir Tryggva Ófeigssonar útgerðarmanns og Herdísar Ásgeirsdóttur. Börn þeirra eru: 1) Herdís, lögfræðingur, f. 1954. Fyrri eiginmaður: Stefán Erlendsson, dóttir þeirra: Her- Þorgeir tengdafaðir minn var eftirminnilegur maður. Hann var mikill á velli, glæsimenni með ljúfa en virðulega framkomu. Hann átti ákaflega farsælan starfsferil hjá sýslumannsemb- ættinu á Keflavíkurflugvelli, fyrst sem fulltrúi, síðar sem lög- reglustjóri og sýslumaður. Börn- in hans og barnabörnin voru þó það sem hann var stoltastur af í sínu lífi. Í löngu starfi sem lögreglu- stjóri og sýslumaður tókst hann á við mörg erfið og viðkvæm mál af festu og myndugleik en jafn- framt af ljúfmennsku og lítillæti. Hann hampaði aldrei sínum þætti á þessu sviði enda hógvær maður. Hann var ófeiminn við að taka afstöðu og standa með sinni sannfæringu þó það gæti vissu- lega tekið á. Umhyggja hans fyr- ir starfsmönnum sínum hélst í hendur við faglegan metnað hans fyrir hönd embættisins og hlut- verks þess í samskiptum við al- menning og varnarliðið. Fyrir störf sín hlaut hann ýmsar viður- kenningar, m.a. nafnbótina „Offi- cer of the British Empire“. Björgun lítils drengs frá drukkn- un í Njarðvíkurhöfn á sjöunda áratugnum var afrek sem hann talaði lítið um en gladdist yfir, líklega meira en flestu öðru. Þorgeir var glaðlyndur og hlýr maður sem naut þess að vera umkringdur börnum, barnabörnum, frændum og vin- um. Hann var ákaflega fróður um eigin ætt og lagði sig fram um að kynna sér ættir annarra. Hann var frændrækinn og fylgd- ist alltaf vel með sínu fólki hvar sem það var statt hverju sinni. Þorgeir las mikið meðan sjón- in entist og hafði sérstakan áhuga á sögu Evrópu og Banda- ríkjanna, svo og á sögu heims- styrjaldarinnar síðari enda var honum herseta bandamanna á Reyðarfirði í barnsminni. Hann hafði oft ferðast um Frakkland og hélt sérstaklega upp á franska sögu og menningu og raunar allt sem franskt var. De Gaulle var hans maður og Renault hans bíll, alveg þangað til hann keypti sér Benz. Um þau skipti mátti helst ekki ræða. Hann fylgdist vel með pólitík innanlands og utan og Framsóknarflokkurinn var hans flokkur fram á síðasta dag. Þor- geir var einn af stofnendum Golf- klúbbs Suðurnesja. Hann spilaði golf meðan heilsan leyfði og naut þar góðs félagsskapar ekki síður en íþróttarinnar sjálfrar. Það voru forréttindi að fá að ferðast með Þorgeiri, jafnt heima á Íslandi sem erlendis. Ég fékk að njóta þessara forréttinda næstum á hverju sumri frá því við kynntumst fyrst fyrir aldar- fjórðungi. Hann var einstaklega fróður um staðhætti og sögu landsins alls, en Austfirðir áttu alltaf sérstakan sess í hans huga. Hann gat rakið ábúendur á hverjum bæ í marga ættliði, þekkti hvern stein og kunni ógrynni af sögum af svæðinu. Þar átti hann líka marga góða frændur og vini sem hann rækt- aði samband sitt við alla tíð. Það var eins og hann ætti alltaf heima þar þó hann hefði flutt þaðan sem unglingur. „Nú fer ég í mannheima“ sagði Þorgeir þeg- ar hann ætlaði austur á firði. Þetta orðalag lýsir Þorgeiri vel – hann lagði ekki illt til nokkurs manns og vildi hvers manns götu greiða. Ég þakka Þorgeiri ljúf kynni. Blessuð sé minning góðs manns. María Heimisdóttir. Ég man ljóslifandi þegar þú birtist í dyragættinni, hávaxinn í ljósum frakka, mjög tignarlegur með virðuleg brún augun. Ég stökk upp um háls þér og sagði „Þorgeir.“ Viðbrögð mín komu þér á óvart en þú tókst þessu með bros á vör og faðmaðir mig að þér. Þar með var ísinn brot- inn. Þetta var árið 1976 og þarna hittumst við í fyrsta sinn. Ég var 5 ára gamall. Ekki leið á löngu þar til við mamma fluttum til þín í Grænásinn og ég kallaði þig pabba Þorgeir í fyrsta sinn. Ég man hvað þér þótti vænt um það. Það streymdi mikil hlýja frá þér til mín og mömmu og þú varst óþreytandi við að fræða okkur um ýmsa veraldlega hluti. Þú varst mjög stoltur af uppruna þínum enda varstu Austfirðingur og framsóknarmaður í húð og hár. Ekki má gleyma þeim gríð- arlega áhuga þú hafðir á öllu því sem tengdist Frakklandi og franskri menningu. Stundum þegar vel lá á þér kyrjaðir þú fyr- ir mig franska þjóðsönginn. Ég man ekki hvort mér fannst vand- ræðalegra framburðurinn eða söngröddin en það skipti ekki máli. Þú varst mjög stoltur og hátíðlegur og mér datt ekki í hug að skemma augnablikið. Þú kynntir okkur mömmu fyr- ir golfíþróttinni og fyrir það verð ég þér ævinlega þakklátur. Það voru forréttindi að alast upp í Leirunni þar sem mér var skutl- að á morgnana með skrínukost og kakómalt í brúsa og svo sóttur fyrir kvöldfréttirnar. Við áttum margar góðar stundir fyrir framan sjónvarpið í Grænásnum þar sem við tefldum kvöld eftir kvöld og oftar en ekki vannst þú. En ég man að einu sinni hafði ég sigur og þér var alls ekki skemmt. Þetta var óvænt heimaskítsmát. Þú misstir einbeitinguna eitt augnablik og ég gekk á lagið. Ég var gríðar- lega ánægður með sjálfan mig þá og mamma sem var stödd inni í eldhúsi hrökk til við fagnaðar- lætin í mér. Svo liðu árin og fórum við að eiga okkar innbyrðis rimmur. Ástæðan var fyrst og fremst bara ein. Bakkus félagi þinn var farinn að taka stóran toll af heimilislífinu og hafa djúpstæð áhrif á samband ykkar mömmu. Á unglingsárum mínum reyndi ég að leiða sjúkdóm þinn hjá mér en það var ekki alltaf auðvelt. Okkur var þó oftast vel til vina. Það var svo rétt eftir áramótin 1993 að þú spurðir mig hvort ég hefði ekki áhuga á að koma og starfa í lögreglunni um sumarið. Ég lét tilleiðast og þar hef ég verið síðan. Við það kynntist ég alveg nýrri hlið á þér. Þú varst orðinn yfirmaður minn og það var mér ómetanleg og holl reynsla í alla staði. Ég tók strax eftir því hversu mikið traust þú barst til þinna manna og mjög einbeittur að vilja liði þínu allt hið besta. Nú seinni árin hittumst við því miður sjaldan og ekki voru mörg samtölin okkar á milli, nú eða heimsóknir. Þú ítrekaðir við mig margoft að þú værir lítið fyrir að eiga frumkvæði og taka upp sím- tól og það, vinur minn, áttum við sameiginlegt. Síðasta skiptið sem ég hitti þig heimsótti ég þig á Dalbrautina. Þú varst þar að spila við félaga þína og náðum við ekki að spjalla mikið saman þá. En ég man að ég bara settist við hliðina á þér og horfði lengi vel á þig og sá að þér leið vel. Það var nóg fyrir mig. Ég kyssti þig á ennið og kvaddi. Kæri pabbi Þorgeir, ég kveð þig með söknuði og þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Ég á þér mikið að þakka. Þinn Marinó Már Magnússon (Mási). Þorgeir föðurbróðir minn var yngstur fimm systkina sem ólust upp í Hermes, hinu mannmarga heimili foreldra hans á Reyðar- firði. Meðal minna fyrstu bernskuminninga er þegar ég var sendur reglulega úr Reykja- vík til sumardvalar austur á Reyðarfjörð til afa og ömmu í Hermes, á árunum eftir stríð og uppúr 1950. Afi var með tölu- verðan búskap meðfram eril- sömu starfi kaupfélagsstjóra auk þess að vera iðulega oddviti á þessum árum. Þorgeir var þá einn sinna systkina sem enn voru í heimahúsum á sumrin, en hann stundaði laganám á vetrum. Mörg sumur ók hann vörubíl hjá kaupfélaginu, sem var draumur allra ungra manna á Reyðarfirði í þá daga, við flutning á varningi til bænda á Héraði. Einnig þurfti að sinna heyskap og öðrum bú- störfum. Var þá oft mikið líf í tuskunum ekki síst þegar frænd- systkini komu í heimsókn eða til sumardvalar. Þorgeir var mjög góður í fótbolta og var hann stundaður öll kvöld. Hann gerði mikið að því að þjálfa okkur ung- lingana í hlaupum og öðrum íþróttum og sérstaklega hafði hann gaman af því að etja okkur strákunum saman að reyna krafta okkar. Þorgeir var 12 ára gamall þeg- ar breski herinn gekk á land á Reyðarfirði 1. júní 1941 og setti þar niður aðalbækistöðvar sínar á Austurlandi. Voru þar hátt á annað þúsund hermenn þegar mest var. Hér urðu meiri og sneggri umskipti í lífi íbúanna en annars staðar á landinu á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Má jafnvel fullyrða að þessi innrás hafi umturnað meir lífi fólks hér en önnur innrás sem varð 60 ár- um síðar við byggingu álversins. Nærvera og samskipti við herinn hafði gríðarleg áhrif á íbúana og ekki hvað síst á unglingana sem voru alltaf að sniglast í kringum hermennina og voru margir fljót- ir að ná tökum á enskunni. Her- inn var í 2-3 ár, fyrsta árið bresk- ur og síðan amerískur. Vera má að þessi reynsla Þorgeirs hafi haft áhrif á að eftir nám varð hann fulltrúi og síðar lögreglu- stjóri á Keflavíkurvelli og átti all- an sinn starfsaldur í samskiptum við varnarliðið og ameríska her- inn. Þorgeir kom nánast á hverju ári austur og alltaf varð hann að fara á Reyðarfjörð og æsku- stöðvarnar. Fjörðinn sem hann dáði svo mjög með sín tignarlegu og fjölbreyttu fjöll, varð að finna nálægð þeirra og kraftinn sem þeim fylgir og hamrabeltunum og þykku blágrýtislögunum sem einkenna fjöllin hér líklega með öflugri og skýrari hætti en ann- ars staðar á landinu. Hitta frændur, vini og kunningja og rifja upp fyrri tíð og fylgjast með þeirri stórkostlegu uppbyggingu sem hér hefur átt sér stað á síð- ustu árum. Þorgeir kom í sumar á ættar- mót Egilsstaðaættarinnar sem haldið var á Héraði. Þá skrapp ég með hann í heimsókn á Reyð- arfjörð. Við sátum í veðurblíð- unni með ölglas í hendi og nutum í síðasta sinn saman útsýnisins, rifjuðum upp örnefni og heiti á fjöllunum og dásömuðum fegurð fjallahringsins. Varð mér þá hugsað til þess er segir í fornu kvæði að „römm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til“ og hve sérstaklega vel það átti við Þorgeir frænda minn. Blessuð sé minning hans. Einar Þorvarðarson. Vinur minn og frændi Þorgeir Þorsteinsson, fv. sýslumaður og lögreglustjóri á Keflavíkurflug- velli, er látinn. Með Þorgeiri er genginn góð- ur drengur, sérstæður og skemmtilegur persónuleiki. Þorgeir var fæddur á Reyðar- firði 28. ágúst 1929, sonur hjónanna Þorsteins Jónssonar kaupfélagsstjóra á Reyðarfirði og konu hans Sigríðar Þorvarð- ardóttur Kjerúlf, yngstur fjög- urra barna þeirra. Við Þorgeir vorum bræðra- synir og höfum þekkst og verið nánir félagar frá bernsku. Mér er það ennþá sérstaklega minnisstætt þegar ég sem lítill strákur kom fyrst á Reyðarfjörð og hitti Þorgeir. Hann stjórnaði þar stórum hópi stráka á mis- munandi aldri í ýmsum leikjum og framkvæmdum af mikilli snilld en þó af hæversku sem sannkallaður foringi. Allir leit- uðu eftir og hlýddu leiðsögn hans, jafnvel þeir sem voru tals- vert eldri. Hann kom einnig oft og dvaldi á Egilsstöðum á sumrin og brölluðum við þá ýmislegt ásamt frænda okkar Jóni Péturs- syni, síðar héraðsdýralækni á Egilsstöðum. Haustið þegar Þorgeir var 13 ára og ég 14 hófum við nám í Menntaskólanum á Akureyri. Við leigðum okkur herbergi sam- an í Ægisgötu, neðst á Oddeyr- inni, þaðan var langur gangur upp í skóla og þurftum við að hlaupa upp kirkjutröppurnar oft á dag. Við sáum um okkur sjálfir að öllu leyti og þóttumst orðnir fullorðnir menn. Þetta var samt ekki tekið gilt af öllum, m.a. þótti okkur ótækt hve margar bíó- myndir voru bannaðar innan 16 ára. Þorgeir dó þó ekki ráðalaus, hann brást við þessum vanda í skyndi, keypti sér frakka og „Battersbý“-hatt og leit þá út eins og Hollywood-leikari þess tíma og það dugði stundum til. Þorgeir var strax mikill heimsborgari, fylgdist með öllu, fréttum og dagblöðum, stefnum og stjórnmálum, var ákaflega minnugur og fróður, las mikið, allt nema námsbækurnar, hon- um dugði að fylgjast með í tímum og lesa fyrir próf. Hann var gamansamur og skemmtilegur og varð því mjög vinmargur, og var það fram á síð- ustu stund. Þorgeir hafði gaman af að spjalla og rökræða um allt milli himins og jarðar, m.a. póli- tík og var dyggur samvinnu- og framsóknarmaður alla sína tíð. Þorgeir var mjög ættrækinn og lagði sig fram um að halda sambandi við frændfólk sitt, einnig við bernskustöðvarnar, Reyðarfjörð, og fólkið þar eða íbúa þaðan sem fluttir voru á höf- uðborgarsvæðið. Eftir mennta- skóla skildi leiðir okkar Þorgeirs um hríð. Ég fór til útlanda til náms en hann í Háskóla Íslands og lauk þaðan cand. juris-prófi 1956. Síðan varð hann fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Hafnarfirði og sýslumanninum í Gullbringu- og Kjósarsýslu frá 1956-1959 og var aðalfulltrúi hjá lögreglu- stjóranum á Keflavíkurflugvelli frá 1959-1974 er hann var skip- aður lögreglustjóri og síðan sýslumaður frá 1992 og gegndi því starfi til starfsloka með reisn og sæmd. Börnum og fjölskyldu Þor- geirs votta eg samúð mína. Blessuð sé minning þín, vinur. Ingimar Sveinsson. Kynslóðir koma og kynslóðir fara. Frændur og frænkur hverfa á braut við hið hinsta kall en eftir sitja minningar sem eft- irlifendur geyma og verða um leið hluti af okkur. Minningin um Þorgeir Þorsteinsson frá Her- mes á Reyðarfirði, föðurbróður okkar, mun lifa skær og hlý. Austfirðingur, framsóknar- maður, lögfræðingur, lögreglu- stjóri og Kjerúlf. Ef Þorgeir hefði átt að lýsa sér sjálfur hefði upptalningin verið á þessa leið. Kaupfélagsstjórasonur að aust- an, fæddur í upphafi kreppunnar miklu þegar samvinnuhugsjónin sannaði gildi sitt, hlaut að verða liðsmaður þeirra Hermanns og Eysteins. Annar heimanmundur Þorgeirs, góðar gáfur og náms- hæfileikar, leiddu hann í MA og síðan í laganám við Háskóla Ís- lands. Fyrsta starf eftir embætt- ispróf í lögum setur iðulega kúrs- inn í starfsferlinum. Þorgeir byrjaði sem fulltrúi hjá sýslu- manninum í Hafnarfirði 1956 og við tók rúmlega 40 ára ferill með þeim starfsframa sem „lög gera ráð fyrir“ þegar í hlut á jafnhæf- ur og glæsilegur maður eins og Þorgeir var en hann varð lög- reglustjóri á Keflavíkurflugvelli 45 ára að aldri. Lögsagan var hið sameiginlega yfirráðasvæði ís- lenska ríkisins og mesta herveld- is heimsins, varnarsvæðið á Mið- nesheiði með íbúafjölda á við stóran kaupstað. Telja verður að Þorgeir hafi verið einstaklega vel í stakk búinn til að gegna þessu ábyrgðarmikla starfi. Samskipti við herinn og framkvæmd ís- lenskra laga og réttargæsla ís- lenskra þegna gagnvart stór- veldinu krafðist í senn lipurðar og myndugleika svo reisnar Ís- lands væri gætt með sæmd. Hér kom austfirski uppruninn sér vel þar sem lotning fyrir orðum og borðum hefur aldrei keyrt um þverbak. Í takt við tíðarandann fluttu börnin úr Hermes suður til mennta og starfa og bjuggu þau flest um tíma og oft samtímis á Þórsgötu 5. Húsið hafði Sigríður Kjerúlf, yndisleg amma okkar og móðir Þorgeirs, fengið í arf eftir móður sína Maddömu Guð- ríði, seinni konu séra Magnúsar Blöndal langafa okkar sem jafn- framt var fósturfaðir Sigríðar. Húsið varð því nokkurs konar útibú frá Hermes fyrir sunnan. Þorgeir og Herdís fluttu í íbúð- ina á móti foreldrum okkar 1954, þá nýgift. Eins og margir lýstu því þá var það „brúðkaup ald- arinnar“. Þar hallaðist ekki á gjörvileikann. Næsta víst er að sambýlið á Þórsgötunni á árun- um 1943-1955 á sinn þátt í því hve tengsl systkinanna úr Her- mes urðu náin á lífsleiðinni. Þor- geir ávarpaði aldrei móður okk- ar öðru vísi en með orðunum „Begga mín“. Við þóttumst líka eiga hlut í Þorgeiri og öll ung- mennin í fjölskyldunni löðuðust að þessum glæsilega, glaðværa og skemmtilega frænda. Vin- sældir hans meðal okkar bræðra og systur okkar voru slíkar að foreldrar okkar gátu á tímabili ekki farið út að skemmta sér nema Doddi passaði. Í upprifjun þessara æskuminninga ber aldr- ei skugga á nafn Þorgeirs Þor- steinssonar. Þorgeir hafði til að bera aust- firska reisn og höfðingslund og skilur við lífið rétt eins og hann lifði því, með reisn. Við kveðjum kæran frænda með virðingu og söknuði. Eggert, Guttormur og Þorsteinn Ólafssynir. Hjónabandi Herdísar föður- systur minnar og Þorgeirs Þor- steinssonar lauk um það leyti sem ég fór að muna eftir mér að ráði. Engu að síður hefur nálægð hans ætíð verið sterk og ég vil minnast hans í örfáum orðum. Þorgeir var glæsimenni, skemmtilegur og skarpgreindur með „glimt í øjet“ eins og faðir minn heitinn hefði orðað það en pabba var alltaf hlýtt til fyrrum mágs síns. Seinni árin hitti ég Þorgeir eingöngu við stór tíma- mót í lífi barna hans eða barna- barna. Nú síðast í vor þegar tvær dótturdætur hans fögnuðu náms- áföngum og stolt afans leyndi sér ekki. Þrátt fyrir nokkur þreytu- merki vegna Elli kerlingar sýndi hann áhuga á högum mínum og minntist góðra stunda. Fyrir nokkru hittumst við, börn systkinanna af Hávalla- götu, og skoðuðum saman gaml- ar myndir. Þar á meðal voru ein- staklega fallegar myndir sem Þorgeir Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.