Morgunblaðið - 12.12.2013, Side 24

Morgunblaðið - 12.12.2013, Side 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2013 th or ri@ 12 og 3. is /3 1. 31 3 ...sem þola álagið! TRAUSTAR VÖRUR... VIFTUR Í MIKLU ÚRVALI Það borgar sig að nota það besta! www.falkinn.is • Bor›viftur • Gluggaviftur • I›na›arviftur • Loftviftur • Rörablásarar • Ba›viftur • Veggviftur Bækur, pakkningar með garni og uppskrift og margt fleira Verið velkomin Þönglabakka 4, sími 571-2288, www.gauja.is ÚRVAL JÓLAGJAFAHUGMYNDA FYRIR PRJÓNARANN SJÓN ER SÖGU RÍKARI! Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Fjöldi mótmælenda særðist þegar óeirðalögregla réðst gegn þeim á Sjálfstæðistorginu í Kíev í Úkraínu í fyrrinótt. Mótmælendur létu þó ekki deigan síga, enda barst þeim liðsauki þúsunda til viðbótar og fór svo að lok- um að lögregluliðið hörfaði, við mik- inn fögnuð viðstaddra. „Við höfum ekki unnið stríðið en við höfum ótvírætt unnið þennan bar- daga. Yfirvöld örvænta. Við munum halda áfram að berjast fyrir landinu okkar,“ sagði einn mótmælenda við AFP í gær. Harkaleg framganga óeirðalög- reglunnar gegn mótmælendum vakti mikla athygli í gær. John Kerry, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, var meðal þeirra sem lýstu vanþóknun sinni á tilburðunum. Washington „lýsir andstyggð sinni á ákvörðun úkraínskra stjórnvalda að mæta frið- samlegum mótmælum á Maidan- torgi í Kíev með óeirðalögreglu, jarð- ýtum og kylfum, frekar en virðingu fyrir lýðræðislegum réttindum og mannlegri reisn,“ sagði Kerry. „Þetta andsvar er hvorki ásættanlegt né sæmandi lýðræðisríki.“ Aðgerðir lögreglu komu á einkar sérkennilegum tíma þar sem Victoria Nuland, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Catherine Ashton, utanríkismálastjóri Evrópusam- bandsins, voru staddar í Kíev á sama tíma, til að eiga viðræður við forset- ann, Viktor Janúkóvítsj. Ashton lýsti sömuleiðis áhyggjum af aðgerðum gegn mótmælendum. „Ég hef verið afar snortin af friðsam- legu og hugdjörfu eðli yfirstandandi mótmæla til stuðnings evrópskri sam- vinnu,“ sagði hún í yfirlýsingu. „Ég fordæmi valdbeitingu og ofbeldi, sem getur ekki verið svarið við friðsam- legum mótmælum, og ég kalla eftir ýtrustu stillingu,“ sagði Ashton. Æðsti biskup úkraínsku rétttrún- aðarkirkjunnar, Filaret, varaði við því í gær að mótmælin þróuðust í borg- arastríð og kallaði eftir því að stjórn- völd undirrituðu samstarfssamning við Evrópusambandið. Hann sagði að ákvörðun forsetans um að hætta við undirritun hefði komið mótmælunum af stað og að skynsamlegasta lausnin í stöðunni væri að ljúka viðræðum og skrifa undir. AFP Afl Óeirðalögregla réðst gegn mótmælendum í fyrrinótt. Mótmælin höfðu að mestu farið friðsamlega fram. Harkalegar aðgerðir lögreglu fordæmdar  Andstyggilegar aðfarir, segir Kerry  Vara við borgarastríði Átök » Þrettán lögreglumenn særð- ust í átökunum við mótmæl- endur, sem beittu m.a. bruna- slöngum gegn yfirvaldinu. » Óeirðarlögreglan hörfaði á endanum, þegar mótmælendum á torginu fjölgaði til muna. Svo virðist sem maðurinn sem stóð við hlið Bar- acks Obama við minningarathöfn um Nelson Man- dela í Soweto á þriðjudag, og virtist túlka ávarp Banda- ríkjaforseta fyrir heyrnarskerta, hafi lítið annað gert en að banda höndunum út í loftið. Heyrnarlausir í Suður-Afríku botnuðu a.m.k. hvorki upp né niður í handahreyf- ingum mannsins og heyrnarskert fólk víðsvegar um heim hefur sett sig í samband við táknmálsmiðstöð í Suður-Afríku og spurt hvað í ósköpunum maðurinn var að gera. „Hann var ekki að gera neitt. Það var ekki eitt tákn þarna. Ekkert. Hann var bókstaflega að blaka höndunum,“ segir Cara Loening, framkvæmdastjóri táknmáls- miðstöðvarinnar í Höfðaborg. „Samfélag heyrnarlausra í Suður- Afríku er stórhneykslað og enginn veit hver maðurinn er,“ segir hún. Samskiptaskrifstofa ríkis- stjórnar Suður-Afríku sagði í gær að von væri á yfirlýsingu vegna málsins en ekki hafði náðst í stjórn- endur ríkisfjölmiðilsins sem sýndi frá viðburðinum. SUÐUR-AFRÍKA Táknmálstúlkurinn veifaði bara höndunum Engin veit hver maðurinn er. Heilbrigðisráðherrar G8-ríkjanna fund- uðu með sérfræðingum í Lundúnum í gær og ræddu andlega hrörnun, vitglöp, sem eru ólæknanleg en þjá 44 milljónir manna um allan heim, sérstaklega eldra fólk. Vonir standa til að fundurinn, og samstillt átak ríkjanna, muni marka þáttaskil í baráttunni gegn vitglöpum. Algengasta form vitglapa er Alzheim- ers-sjúkdómurinn en hann hefur áhrif á minni fólks, rökhugsun og aðra heila- starfsemi og veldur því að margt fólk þarf umönnun allan sólahringinn. Alþjóðabandalag Alzheimers-samtaka gerir ráð fyrir að fjöldi þeirra sem þjást af sjúkdómnum muni þrefaldast á næstu 40 árum en samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni nam kostn- aðurinn við sjúkdóminn 604 milljörðum evra árið 2010. ALÞJÓÐLEGT SAMSTARF Ráðherrar G8-ríkjanna funda um vitglöp Jarðarbúar eru að eldast.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.