Morgunblaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2013 VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is Reitir fasteignafélag undirbýr stækk- un Kringlunnar til vesturs innan nokkurra ára. Um er að ræða bygg- ingarreiti í Kringlunni 1 og 3 og yrði kostnaður við framkvæmdir talinn í milljarðatugum. Rætt er um að stækka Kringluna um 20.000 fer- metra en horft er til framkvæmda upp á allt að 100.000 fermetra af nýju húsnæði á svæðinu öllu. Eft- ir stækkunina verður Kringlan um 60.000 fer- metrar. Reitir eiga nú um 52.000 fermetra af versl- unar-, þjónustu- og skrifstofu- húsnæði á Kringlusvæðinu. Guðjón Auðunsson, fram- kvæmdastjóri Reita, segir áformin eiga sér langan aðdraganda. „Í mínum huga er ekki spurning hvort heldur hvenær farið verður í þetta. Það hefur þegar verið tekið til- lit til ákveðinna þátta í væntanlegum framkvæmdum í gildandi aðal- skipulagi borgarinnar.“ Kynnt hjá skipulagsyfirvöldum „Það hafa lengi legið fyrir hug- myndir um uppbyggingu á Kringlu- svæðinu og hafa þær nú fengið ágæt- is kynningu hjá borgarskipulaginu. Það hefur hins vegar engin ákvörðun verið tekin um nákvæma útfærslu, eða hvenær framkvæmdir hefjast. En hlutaðeigandi aðilar eru sammála um markmiðin í þessu, að skapa nú- tímalegt, 21. aldar borgarumhverfi með blandaðri byggð, þar sem saman fara verslun, þjónusta, afþreying og íbúðir sem skapa heildstætt samfélag ólíkra eininga þar sem grænum gild- um er gert hátt undir höfði. Þetta er líka spurning um á hvaða tíma þeir sem munu koma með eigið fé og lánsfé í þessa framkvæmd telja heppilegt að fara af stað. Ég held að sá tími sé að nálgast. Hann er ekki talinn í vikum eða mánuðum en ég held að hann sé talinn í fáum árum. Þetta er tugmilljarða verkefni ef allt er talið. Auðvitað yrði þetta byggt upp í áföngum. Þegar leigutakar fóru inn í gamla Morgunblaðshúsið fyrir þremur ár- um var það vitandi vits að það voru ekki gerðir mjög langir leigusamn- ingar svo hægt væri að fara í fram- kvæmdir ef menn væru komnir á þann stað í tilverunni.“ Einn sá áhugaverðasti „Vonandi gerist þetta fyrr en síðar, öllum til hagsbóta. Kringlusvæðið er einn áhugaverðasti þróunarreitur innan höfuðborgarinnar. Hér er hver fermetri fullnýttur og það er mikil eftirspurn eftir því að komast inn í Kringlu. Það er eftirspurn eftir því að búa á svæðinu,“ segir Guðjón sem úti- lokar ekki byggingu íbúða. „Þær hugmyndir sem eru á borð- inu núna fela í sér að verslunarrými Kringlunnar verði aukið verulega til vesturs með viðbyggingu frá gömlu Borgar-Kringlunni og yfir Kringluna, eins og vegurinn heitir milli Húss verslunarinnar og Kringlunnar, og yfir á svæðið þar sem nú er Kringlan 1 og 3. Í sinni róttækustu mynd eiga prentsmiðjan og gamla Morg- unblaðshúsið að hverfa,“ segir Guð- jón og bætir því aðspurður við að gert hafi verið ráð fyrir hóteli í „norður- turni“ sem rísa átti norðanmegin við Kringluna. Kringlan stækki til vesturs  Reitir fasteignafélag stefnir á tugmillljarða framkvæmdir á Kringlusvæðinu innan nokkurra ára  Gamla Morgunblaðshúsið og prentsmiðjan yrðu að líkindum rifin til að rýma fyrir nýbyggingum Tölvuteikning/THG verkfræðistofa Nýtt verslunarhúsnæði í pípunum Myndin sýnir drög að uppbyggingu á svæðinu þar sem nú er að finna gamla Morgunblaðshúsið. Prentsmiðjuhús blaðsins var tekið í notkun árið 1984. Morgunblaðið flutti í nýtt hús við prentsmiðjuna vorið 1993. Prentun blaðsins fluttist upp í Hádegismóa árið 2004 og blaðið fylgdi með 2006. Búið er að teikna svonefndan norðurturn á myndina hér fyrir ofan. Reitir eiga stóran hlut í Kringlunni, 40% í Húsi verslunarinnar og reitina Kringlan 1, 3 og 5 að fullu. Morgunblaðið/RAX Byggingarsvæðið Áformað er að Kringlan stækki til vesturs og að byggt verði yfir götuna þannig að innangengt sé úr gömlu Kringlu yfir í þá nýju. Guðjón Auðunsson Tölvuteikning/THG verkfræðistofa Á teikniborðinu Fyrirhuguð stækkun Kringlunnar er hér sýnd með fjólu- bláum lit. Við viðbygginguna á að reisa íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Guðjón Auðunsson segir fleiri hugmyndir til skoðunar. „Á ekki að horfa á framtíðar- uppbyggingu Kringlunnar í víð- ara og stærra samhengi en sem uppbyggingu á Kringlunni? Á hér til dæmis að verða endastöð lestarsamgangna frá alþjóða- flugvelli í Keflavík? Eða á hún að vera annars staðar? Á hér að verða miðstöð skipti- tenginga almennings- samgangna, hvort sem það er strætó, lestir eða eitthvað ann- að? Í mínum huga er ekki spurn- ing hvort heldur hvenær komið er að flutningi fólks á höfuð- borgarsvæðinu á lestarteinum. Hvort það gerist á næstu tíu, tuttugu eða fimmtíu árum veit hins vegar enginn,“ segir Guðjón um fýsileika lestarsamgangna. Lestarstöð kunni að rísa FRAMTÍÐARÁFORM AFP Framtíðin í Reykjavík? Ein margra neðanjarðarlestarstöðva í París. YTRA MAT Á LEIKSKÓLUM Námsmatsstofnun mun láta gera ytra mat á sex leikskólum árið 2014, sbr. lög nr. 90/2008 um leikskóla, gildandi reglugerðir um mat og eftirlit og þriggja ára áætlanir mennta- og menningarmálaráðuneytisins um úttektir á þessu skólastigi. Hér með er auglýst eftir sveitarfélögum sem hafa áhuga á því að fram fari ytra mat á starfi leikskóla innan þeirra, bæði þeirra sem reknir eru af sveitarfélaginu og öðrum aðilum. Í matinu felst að utanaðkomandi aðili leggur mat á starfsemi viðkomandi skóla með hliðsjón af gildandi lögum, reglugerðum og aðalnámskrá. Verður það gert m.a. með því að skoða fyrirliggjandi gögn um starfsemi skóla, vettvangsathugunum, heimsóknum úttektaraðila og viðtölum við nemendur, starfsfólk skóla, foreldra og fulltrúa sveitarstjórnar. Kostnaður vegna matsins greiðist úr ríkissjóði. Vakin er athygli á að endurnýja þarf fyrri umsóknir. Umsóknir skulu berast Námsmatsstofnun frá sveitarstjórnum fyrir 31. desember 2013. Umsókn skal fylla út á heimasíðu Námsmatsstofnunar, tengill er undir Ytra mat skóla. Nánari upplýsingar gefur Þóra Björk Jónsdóttir thora@namsmat.is hjá matsdeild Námsmatsstofnunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.