Morgunblaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2013 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Ef áform bandaríska loftskipafram- leiðandans Aeroscraft ganga eftir gætu loftskip farið að sveima yfir Íslandi innan nokkurra ára. Aerosc- raft undirritaði nýverið viljayfirlýs- ingu með Icelandair Cargo um sam- starf en bandaríska félagið hefur áhuga á að gera Ísland að miðstöð frakflutninga um norðurslóðir fyrir þessi risavöxnu loftför. Áformin eru farin að vekja at- hygli erlendis og m.a. fjallað um þau á vef CNN í vikunni. Loftskip af þessu tagi þurfa ekki hefðbundinn flugvöll, aðeins lendingarsvæði og aðstöðu til að lesta og losa frakt. Í frétt CNN er haft eftir forstjóra Aeroscraft, Igor Pasternak, að loft- skipin geti í framtíðinni leyst mörg vandamál sem við er að glíma í dag á svæðum eins og norðurslóðum hvað fraktflutninga varðar. Tilraunaflug hafið Loftförin muni með auðveldari og hagkvæmari hætti geta flutt gáma til staða eins og Síberíu, Alaska, Grænlands og norðurhéraða Kan- ada. Er m.a. horft til þess að loft- skipin geti nýst fyrirtækjum sem stunda olíuleit og námavinnslu á norðurslóðum, sem og í flutningum á fiski og öðrum vörum. Aeroscraft hefur þegar smíðað loftskip í tilraunaskyni sem flogið hefur nokkrar ferðir frá höfuðstöðv- unum í Kaliforníu. Fyrirtækið ráð- gerir að hefja fjöldaframleiðslu árið 2016 og árið 2020 verði um 24 loft- skip komin í umferð. Flutningageta þessara loftfara er mun meiri en hefðbundinna frakt- flugvéla. Aeroscraft undirbýr hönn- un á tveimur gerðum og stærðum, önnur á að geta borið 66 tonn og hin að hafa 250 tonna burðargetu. Minna loftskipið yrði um 170 metrar að lengd og hið stærra 235 metra langt. Flughraðinn getur orðið um 100 mílur og flughæðin allt að 12 þúsund fet. Flugdrægni stærri gerðarinnar er hátt í 10 þúsund kílómetrar. Til samanburðar taka fraktvélar Icelandair Cargo um 37 tonn í hverri ferð og stærstu frakt- vélar í umferð í dag geta flutt allt að 130 tonn. Loftskipin eyða jafnframt mun minna eldsneyti en hefðbundnar flugvélar gera. Ísland miðstöð fyrir loftskip?  Bandarískur framleiðandi loftskipa í samstarf við Icelandair Cargo  Ísland gæti orðið miðstöð fraktflutninga um norðurslóðir  Áformin vekja athygli  Meiri burðargeta og minni eldsneytisnotkun Ljósmynd/Vince Bucci-Aeroscraft Loftskip Aeroscraft hefur smíðað tilraunaloftfar sem hér er við flugskýli í Kaliforníu í Bandaríkjunum. „Það er ver- ið að kanna hvort grundvöllur sé fyrir svona starf- semi, enn er þetta bara á hugmynd- astigi en eiginleg framleiðsla ekki hafin. Við fáum að fylgj- ast með og sjá hvaða tækifæri eru á þessum markaði. Í þessu samstarfi felst engin skuldbinding af okkar hálfu og engar fjárfestingar ákveðnar,“ segir Gunnar Már Sigurfinns- son, framkvæmdastjóri Ice- landair Cargo, um samstarfið við Aeroscraft. Hann segir tilraunaflug hafa gengið vel en enn séu mörg atriði óljós. Loftskipin hafi marga kosti í för með sér en eftir eigi að koma í ljós hvort þessi tækni henti Icelandair Cargo eða öðrum flugfélögum. Enn bara hugmyndir ICELANDAIR CARGO Gunnar Már Sigurfinnsson Gjöfin hennar Sími 553 7355 • www.selena.is Bláu húsin v/Faxafen Póstsendum • Næg bílastæði Opið alla daga til jóla: mánudaga til laugardaga opið kl. 11-18, sunnudaga opið kl. 13-17. Nýtt kortatímabil• Undirföt • Náttföt • Náttkjólar • Sloppar • Gjafakort

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.