Morgunblaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2013 Við bjóðum góða þjónustu Skuldabréf FAST-1 slhf. Birting lýsingar Útgefandi: FAST-1 slhf., kennitala 450112-0620, Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík. FAST-1 hefur birt lýsingu, sem samanstendur af samantekt og verðbréfalýsingu, dagsett 11. desember 2013 og útgefandalýsingu, dagsett 27. desember 2012. Lýsingin er birt í tengslum við stækkun skuldabréfaflokksins FAST-1 12 1, útgefnum af FAST-1 og umsókn um töku stækkunarinnar til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. Lýsingin er gefin út á íslensku. Útprentuð eintök af lýsingunni má nálgast á skrif- stofu útgefanda að Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík í 12 mánuði frá birtingu hennar. Rafræn eintök má nálgast á vefsíðu félagsins, http://fast1.co.is/fjarhagsupplysingar. Nafnverð útgáfu Gefin voru út og seld skuldabréf að nafnverði 980.360.000 kr. Áður höfðu verið gefin út bréf að nafnvirði 1.420.000.000 kr. og er stærð flokksins, eftir stækkun, því 2.400.360.000 íslenskra króna. Heildarstærð flokksins getur mest orðið 17.000.000.000 íslenskra króna. Taka til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. Sótt hefur verið um töku skuldabréfanna til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. sem mun tilkynna um slíkt með að lágmarki eins viðskiptadags fyrirvara. Skilmálar skuldabréfanna Skuldabréfin eru verðtryggð með vísitölu neysluverðs og bera fasta 4,2% árlega vexti. Vextir og afborgun af höfuðstóli greiðast fjórum sinnum á ári, 15. september, 15. desember, 15. mars og 15. júní fram að lokagjalddaga sem er 15. júní 2042. Útgáfudagur viðbótarbréfanna var 7. febrúar 2013. Fyrsti greiðsludagur vaxta og afborgunar var 15. mars 2013. Auðkenni skuldabréfaflokksins Auðkenni skuldabréfaflokksins í viðskiptakerfi NASDAQ OMX Iceland hf. er FAST-1 12 1, ISIN númer bréfanna er IS0000021889. Skuldabréfin eru gefin út rafrænt hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. í 10.000 kr. einingum. Reykjavík, 12. desember 2013. Stjórn FAST-1 slhf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Velta erlendra greiðslukorta á fyrstu tíu mánuðum ársins sló met og var ríflega 81 milljarður króna. Er það um sjö milljörðum króna meiri velta en allt árið í fyrra, sé velta á verðlagi hvers árs borin sam- an. Þróun veltunnar frá 2007 er sýnd á grafinu hér til hliðar en í hnot- skurninni hafa tölurnar verið fram- reiknaðar. Er það gert með því að bera saman vísi- töluna í október sl. við meðaltal hvers árs í vísitöl- unni. Má út frá þeim tölum sjá að veltan af erlend- um greiðslukort- um á fyrstu tíu mánuðum ársins var um átta millj- örðum króna meiri en núvirt velta innlendra greiðslukorta allt árið 2007. Þá má nefna að veltan af er- lendum greiðslukortum er ríflega tvöfalt meiri á tímabilinu frá 1. jan- úar til 1. nóvember í ár en allt árið 2007. Má í því efni rifja upp að gengi evru var 89,97 kr. 11. desember 2007 en 161,71 kr. sama dag ársins í gær. Mikil aukning milli ára Guðný Atladóttir er fram- kvæmdastjóri Café París við Austur- stræti. Spurð hvernig hún merki aukna kortaveltu í rekstrinum hjá sér segir Guðný að það muni orðið umtalsvert um erlenda ferðamenn. „Veltuaukningin hjá okkur í vetur og í haust mælist í tugum prósenta. Það má segja að það sé ekki lengur neinn dauður tími á árinu. Það má frekar tala um að hluti ársins sé nú daufari en annar árstími.“ Spurð hvaða þjóðir séu duglegast- ar að sækja staðinn segir Guðný að Norðmenn séu áberandi í kúnna- hópnum yfir veturinn og haustið. Þeir líti gjarnan inn þegar þeir komi hingað í helgarferðir. Á sumrin komi erlendu ferðamennirnir víðar að en á haustin og veturna. Breytingar á ferðamynstri Að sögn Guðnýjar er eftirtektar- vert hversu mikið er að gera á Café París áður en ferðamenn fara í flug og telur hún sig greina breytingar á tilhögun flugferða frá því í fyrra. Hún segir erlenda ferðamenn hafa orð á því að verðlag á staðnum sé þeim hagstætt, sérstaklega Norð- mennirnir. Guðný segir að sumarið hafi verið gott fyrir rekstur staðarins en samt mátt vera talsvert betra. Tengir hún það við votviðrasamt veður á fyrri hluta sumarsins, sem aftur dró úr fjölda gesta sem sitja undir berum himni norður af Austurvelli. Hún segir að vegna aukinnar veltu yfir haustið og veturinn séu starfs- menn í fullu starfi allt árið og minna um ráðningar aðeins yfir sumarið. Erlendu kortin velta 81 milljarði króna  Metvelta erlendra greiðslukorta fyrstu 10 mánuði ársins  Jafngildir 268 milljóna króna veltu á dag yfir allt árið Kortavelta og ferðaþjónusta Velta í milljónum króna á verðlagi hvers árs *Tímabilið 1. 1. - 1. 11. 2013 Heimild: Hagstofa Íslands 90.000 80.000 70.000 60.000 50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 0 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013* Innlend greiðslukort, heimili erlendis Erlend greiðslukort, innanlands 4 8. 21 4 23 .0 86 62 .0 44 32 .3 31 4 6. 46 1 4 8. 31 5 56 .0 52 4 8. 37 8 6 7. 10 8 62 .0 61 73 .5 34 74 .4 45 64 .3 53 81 .1 34 Stöðug aukning » Framreiknuð velta erlendra greiðslukorta allt árið 2007 er 35 milljarðar króna, 43,6 millj- arðar 2008, 58,2 milljarðar 2009, 55,3 milljarðar 2010, 68,2 milljarðar 2011 og 77,8 milljarðar króna 2012. » Framreiknuð velta innlendra greiðslukorta erlendis allt árið 2007 er 73,14 milljarðar króna. Guðný Atladóttir „Ég er undrandi á þeim viðbrögðum sem tilboðið fékk hjá stjórn Eirar,“ segir Kristján Sigurðsson viðskipta- fræðingur, en hann hefur gert til- boð í allan rekstur hjúkrunarheim- ilis Eirar. Stjórn Eirar hafnaði tilboðinu. Kristján hefur starfað sem verk- efnisstjóri hjá Grund í fjögur ár og var áður framkvæmdastjóri Hrafn- istu í 9 ár. Hann tekur skýrt fram að Grund komi ekki nærri tilboðinu. Nú standa yfir nauðasamningar á Eir, en íbúðaréttarhöfum hefur ver- ið boðið að íbúðaréttur þeirra verði greiddur með skuldabréfi til 30 ára með 3,5% vöxtum. „Ég tel að stjórn Eirar hafi aldrei skoðað þetta tilboð af neinni alvöru. Ég er hissa á því vegna þess að þarna var verið að bjóða upp á aðra leið en skuldabréfaleiðina. Mér finnst óviturlegt í þessari stöðu að skoða ekki annan valkost,“ sagði Kristján. Jón Sigurðsson, stjórnarformað- ur Eirar, sagði við mbl.is í vikunni, að margt væri óljóst í tilboðinu. Stjórnin hefði metið það svo að hagsmunir íbúa yrðu ekki tryggari en nú er og því hefði tilboðinu verið hafnað. Kristján sagði að tilboðið sem hann lagði fram gerði ekki ráð fyrir að lífeyrissjóðirnir, Íbúðalánasjóður eða aðrir kröfuhafar þyrftu að sætta sig við verri kjör en fælust í skuldabréfaleiðinni. Þar er miðað við að ógreiddar kröfur í greiðslu- stöðvun bætist við höfuðstól lána. Kristján sagði að sitt tilboð gerði ráð fyrir sömu útfærslu. „Einn af þeim fyrirvörum sem við settum í viljayfirlýsingu um kaup- tilboðið væri að íbúarnir vildu fá okkur og samþykktu að við tækjum að okkur reksturinn. Ef íbúar segj- ast ekki vilja að við komum að rekstrinum þá verður ekki farið lengra með málið. Ég geri mér alveg grein fyrir því að þegar aðstæður breytast hjá fólki, t.d. ef fólk er í stórri íbúð og maki fellur frá og þarf að fara í minni íbúð þá leysum við það eins og við höfum t.d. gert á Grund. Sama ef íbúi veikist og þarf að fara á hjúkrunarheimili þá getur hann að sjálfsögðu skilað íbúðinni. Ég finn í því starfi sem ég er í að það er eftirspurn eftir íbúðum, en stjórn fyrirtækisins og stöðugleiki í rekstri verður að vera með þeim hætti að fólk beri traust til þín. Annars vill enginn koma til þín,“ sagði Kristján. egol@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Eir Kristján Sigurðsson viðskiptafræðingur, hefur gert tilboð í allan rekstur hjúkrunarheimilisins en stjórn Eirar hafnaði tilboðinu. Býðst til að taka yfir rekstur Eirar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.