Morgunblaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2013 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, voru kynntar í Aðalsafni Borgarbóka- safns Reykjavíkur í gær. Alls eru níu bækur tilnefndar til verð- launanna, þrjár í hverjum flokki, þ.e. flokki fagurbókmennta, fræðibóka og barna- og unglingabóka. Í flokki barna- og unglingabóka eru tilnefndar bækurnar: Freyju saga – Múrinn eftir Sif Sigmars- dóttur sem Mál og menning gefur út; Strokubörnin á Skuggaskeri eftir Sigrúnu Eldjárn sem Mál og menn- ing gefur út og Stína stórasæng eftir Lani Yamamoto sem Crymogea gef- ur út. Í umsögn dómnefndar um Freyju sögu - Múrinn segir m.a.: „Hún er listavel skrifuð og Sif nær að halda lesendum í heljargreipum.“ Um bók Sigrúnar segir: „Stroku- börnin á Skuggaskeri er sammann- leg saga um málefni sem skipta alla máli.“ Um Stínu stórasæng segir: „Bókin er óvenju falleg, ljúf og vönduð að allri gerð og er kærkomin viðbót í íslenska myndabókaflóru.“ Í flokki fagurbókmennta eru til- nefndar bækurnar: Af hjaranum eft- ir Heiðrúnu Ólafsdóttur sem Ung- mennafélagið Heiðrún gefur út; Dísusaga – Konan með gulu töskuna eftir Vigdísi Grímsdóttur sem JPV gefur út og Stúlka með maga – skál- dættarsaga eftir Þórunni Erlu- og Valdimarsdóttur sem JPV gefur út. Í umsögn dómnefndar um Af hjar- anum segir m.a.: „Ljóðin eru ort af smekkvísi, kímni og hlýju og verða lesendum sérlega eftirminnileg fyrir vikið.“ Um bók Vigdísar segir: „Dísusaga opnar öll fyrri verk höf- undar því Dísa segir frá. Hún vill engu leyna og opnar ýmis sár og hittir lesandann í hjartastað.“ Um Stúlkuna með maga segir: „ Rödd sögukonunnar er sterk og frumleg, eins og sagan sjálf, hæðin þegar það á við, en líka elsku- og hugg- unarrík.“ Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis eru tilnefndar bækurnar: Sag- an af Guðrúnu Ketilsdóttur. Ein- sögurannsókn á ævi 18. aldar vinnu- konu eftir Guðnýju Hallgrímsdóttur sem Háskólaútgáfan gefur út; Prjónabiblían eftir Grétu Sörensen sem Vaka Helgafell gefur út og Önnur skynjun – ólík veröld. Lífs- reynsla fólks á einhverfurófi eftir Jarþrúði Þórhallsdóttur sem Há- skólaútgáfan gefur út. Í umsögn dómnefndar um bók Guðnýjar segir m.a.: „Guðný sýnir hvernig hægt er að gera áhugaverða sögu úr heimild sem virðist harla brotakennd og hafði af mörgum fyrri fræðimönnum verið talin lítils virði.“ Um Prjónabi- blíuna segir: „Bókin veitir nýtt sjón- arhorn á prjónaskap.“ Um bók Jar- þrúðar segir: „Bókin er skrifuð af næmum skilningi á einhverfu.“ Níu bækur tilnefndar til Fjöruverðlaunanna  Bókmenntaverðlaun kvenna afhent í febrúar á næsta ári Morgunblaðið/Árni Sæberg Tilnefning F.v. Heiðrún Ólafsdóttir, Þóra S. Ingólfsdóttir f.h. Vigdísar, Jar- þrúður Þórhallsdóttir, Guðný Hallgrímsdóttir, Gréta Sörensen, Sigrún Eld- járn, Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir, Sif Sigmarsdóttir og Lani Yamamoto. Jólatónleikar Söngfjelagsins verða haldnir í Grafarvogskirkju laugar- daginn 14. desember kl. 17 og sunnudaginn 15. desember kl. 18. Á efnisskránni verða þekkt og sígild jólalög í bland við nýrri tónlist frá ýmsum löndum. Gestir Söngfjelagsins eru að þessu sinni kórinn Vox Populi og kvartettinn Mr. Norrington, Björg Þórhallsdóttir sópran, Kristjana Arngrímsdóttir alt og Ragnheiður Gröndal, ásamt kammersveit. Stjórnandi er Hilmar Örn Agn- arsson. Frumflutt verður nýtt jóla- lag eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson tónskáld, sem samið var fyrir Söngfjelagið af þessu tilefni, og Ragnheiður Gröndal frumflytur einnig nýtt jólalag. Miðasala á midi- .is og við innganginn. Jólatónleikar Söngfjelagsins Sópran Björg Þórhallsdóttir. HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS leikhusid.is ÓVITAR – „Kraftmikil og litskrúðug sýning.“ JVJ Fréttablaðið Pollock? (Kassinn) Lau 14/12 kl. 19:30 24.sýn Sun 15/12 kl. 19:30 25.sýn Vel skrifað verk og frábærir karakterar. Aukasýnigar komnar í sölu! Englar alheimsins (Stóra sviðið) Lau 28/12 kl. 19:30 58.sýn Fim 2/1 kl. 19:30 60.sýn Mið 22/1 kl. 19:30 62.sýn Sun 29/12 kl. 19:30 59.sýn Lau 18/1 kl. 19:30 61.sýn Fim 23/1 kl. 19:30 63.sýn Leikrit ársins 2013 - fullkomið leikhús. ÓVITAR (Stóra sviðið) Lau 28/12 kl. 13:00 21. sýn Mán 30/12 kl. 13:00 23. sýn Sun 12/1 kl. 13:00 25.sýn Sun 29/12 kl. 13:00 22. sýn Sun 5/1 kl. 13:00 24.sýn Sun 19/1 kl. 13:00 26.sýn Kraftmikil og litskrúðug sýning, þar sem börn á öllum aldri fara á kostum! Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) Lau 14/12 kl. 11:00 Sun 15/12 kl. 12:30 Lau 21/12 kl. 14:30 Lau 14/12 kl. 13:00 Sun 15/12 kl. 14:00 aukas. Sun 22/12 kl. 11:00 Lau 14/12 kl. 14:30 Lau 21/12 kl. 11:00 Sun 22/12 kl. 12:30 Sun 15/12 kl. 11:00 Lau 21/12 kl. 13:00 Sun 22/12 kl. 14:00 aukas. Uppselt á allar sýningar! Þingkonurnar (Stóra sviðið) Fim 26/12 kl. 19:30 Frums. Lau 4/1 kl. 19:30 4.sýn Mið 15/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 27/12 kl. 19:30 2.sýn Mið 8/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 3/1 kl. 19:30 3.sýn Fim 9/1 kl. 19:30 6.sýn Jólafrumsýning Þjóðleikhússins í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Englar alheimsins (Menningarhúsinu Hofi) Fös 10/1 kl. 20:00 Lau 11/1 kl. 15:00 Englar alheimsins í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í janúar! Karíus og Baktus (Kúlan) Lau 4/1 kl. 13:30 Lau 18/1 kl. 13:30 Lau 4/1 kl. 15:00 Lau 18/1 kl. 15:00 Síðustu sýningar fyrir jól - sýningar hefjast aftur í janúar. Fetta bretta (Kúlan) Lau 14/12 kl. 14:00 Lau 14/12 kl. 15:30 Ný barnasýning fyrir áhorfendur á aldrinum 6 mánaða til 3ja ára. Mary Poppins –★★★★★ „Bravó“ – MT, Ftíminn Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Mary Poppins (Stóra sviðið) Fös 13/12 kl. 19:00 Fös 27/12 kl. 19:00 Lau 4/1 kl. 13:00 Lau 14/12 kl. 19:00 Lau 28/12 kl. 13:00 Sun 5/1 kl. 13:00 Sun 22/12 kl. 13:00 Sun 29/12 kl. 13:00 Sun 12/1 kl. 13:00 Fim 26/12 kl. 13:00 Fös 3/1 kl. 19:00 Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala. Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið) Fim 12/12 kl. 20:00 37.k Fim 19/12 kl. 20:00 Sun 12/1 kl. 20:00 Gamla bíó Fös 13/12 kl. 20:00 38.k Fös 20/12 kl. 20:00 Mið 15/1 kl. 20:00 Gamla bíó Lau 14/12 kl. 20:00 39.k Lau 28/12 kl. 20:00 Fim 16/1 kl. 20:00 Gamla bíó Sun 15/12 kl. 20:00 40.k Sun 29/12 kl. 20:00 Fös 17/1 kl. 20:00 Gamla bíó Þri 17/12 kl. 20:00 Fös 10/1 kl. 20:00 Gamla bíói Lau 18/1 kl. 20:00 Gamla bíó Mið 18/12 kl. 20:00 Lau 11/1 kl. 20:00 Gamla bíó Sun 19/1 kl. 20:00 Gamla bíó Flytur í Gamla bíó í janúar v. mikilla vinsælda Hamlet (Stóra sviðið) Lau 11/1 kl. 20:00 Frums. Lau 18/1 kl. 20:00 4.k. Sun 26/1 kl. 20:00 7.k. Sun 12/1 kl. 20:00 2.k Sun 19/1 kl. 20:00 5.k. Fös 31/1 kl. 20:00 8.k. Fim 16/1 kl. 20:00 3.k. Fim 23/1 kl. 20:00 6.k. Þekktasta leikrit heims Refurinn (Litla sviðið) Lau 21/12 kl. 20:00 12.k Lau 4/1 kl. 20:00 Fim 9/1 kl. 20:00 Sun 22/12 kl. 20:00 Sun 5/1 kl. 20:00 Fim 9/1 kl. 20:00 Glænýtt verðlaunaverk. Spennuþrungið, reifarakennt og margrætt Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið) Lau 14/12 kl. 11:00 aukas Lau 21/12 kl. 13:00 Fös 27/12 kl. 13:00 Lau 14/12 kl. 13:00 Lau 21/12 kl. 14:30 Fös 27/12 kl. 14:30 Lau 14/12 kl. 14:30 Lau 21/12 kl. 16:00 aukas Lau 28/12 kl. 13:00 Sun 15/12 kl. 11:00 Sun 22/12 kl. 13:00 Lau 28/12 kl. 14:30 Sun 15/12 kl. 13:00 Sun 22/12 kl. 14:30 Sun 29/12 kl. 13:00 Sun 15/12 kl. 14:30 Sun 22/12 kl. 16:00 aukas Sun 29/12 kl. 14:30 aukas Bestu vinkonur barnanna koma okkur í hátíðarskap Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á moggaklubburinn.is og fá tilboðin send í tölvupósti með því að skrá sig á póstlistann. Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér. FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á EÐA Í SÍMA Tilboðin gilda sunnudaga til fimmtudaga. Munið að framvísa Moggaklúbbskortinu. Borðapantanir í síma 445 9500 2 FYRIR 1 AF MATSEÐLI EÐA 25% AFSLÁTTUR AF JÓLAMATSEÐLI Á VEITINGASTAÐNUM MADONNA TIL 19. DES.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.