Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2013 KOLAPORTIÐ Opið um helgina kl. 11-17 Verðum í jólafríi 29.-30. desember Óskum öllum gleðilegrar hátíðar Kristján Jónsson kjon@mbl.is Veturinn hefur fram til þessa verið harðari en mörg undanfarin ár en nú geta landsmenn glaðst yfir því að skammdegið er að ná há- marki. Daginn fer aftur að lengja, langþráðar vetrarsólstöður verða klukkan 17.11 í dag. Heitið sólstöður er notað vegna þess að sólin hættir að lækka á himni. Breytingin er þó lítil fyrst í stað, sólargangurinn lengist aðeins um nokkrar sekúndur í Reykjavík fyrsta daginn en ívið meira á Norðurlandi. Hröðust er breytingin rétt fyrir jafndægur í mars, nokkrar mínútur á dag en um jafndægur eru dagur og nótt nær jafnlöng um alla jörð- ina. Sólin er þá beint yfir miðbaug. Síðari jafn- dægur eru svo í september, dagsetning beggja er dálítið breytileg sem stafar einkum af hlaupárunum. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur segist ekki muna eftir neinum íslenskum hefðum varðandi vetrarsólstöður en jólin sjálf tengist að sjálfsögðu þessum dögum. Jólin séu mun eldri hátíð en kristin jól en ekki sé vitað með vissu hvenær í desember heiðnir menn hafi haldið sín jól. „Áður en kristilega hátíðin kom til sögunnar voru skammdegishátíðir alls staðar á norður- hveli jarðar en menn voru ekki með neitt ná- kvæmt almanak fyrr en Rómverjar fóru að reikna þetta út,“ segir Árni. „Yfirleitt hefur slík hátíð verið haldin á fullu tungli í kringum sólhvörf.“ Hann segir að í Hákonar sögu Aðalsteins- fóstra í Noregi, sem reyndi að kristna þjóð sína, standi skýrum stöfum að hann hafi sett í lög að færa skyldi jólahald til sama tíma og kristnir menn í álfunni héldu jól. Þar sé því upphaf kristinna jóla á Norðurlöndum. Lengist strax um nokkrar sekúndur  Langþráðar vetrarsólstöður eru um klukkan 17 í dag og skammdegið nær hámarki Morgunblaðið/RAX Vetrarsólstöður Reynisfjara laðar jafnan til sín fjölda ferðamanna en í gær var heldur þungbúið og horfa yfir ólgandi Atlantshafið. Nú tekur daginn að lengja á ný. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vinnumálastofnun áætlar að þegar árið er gert upp hafi 1.110 einstak- lingar misst rétt til atvinnuleysis- bóta á árinu 2013. Bætast þeir við 775 einstaklinga sem misstu rétt til atvinnuleysisbóta við síðustu ára- mót, alls um 1.900 einstaklingar. Byggjast tölurnar fyrir tímabilið ágúst til september í ár á spá sér- fræðinga stofnunarinnar. Að sögn Karls Sigurðssonar, sér- fræðings hjá Vinnumálastofnun, hef- ur rétturinn verið 36 mánuðir frá 2006. Í kjölfar hrunsins haustið 2008 var rétturinn lengdur í 48 mánuði og gilti það til 31. desember 2012. Þegar það rann út misstu sem fyrr segir 775 einstaklingar bótaréttinn. Frá og með síðustu áramótum hef- ur rétturinn verið að hámarki 36 mánuðir og 6 mánuðir til viðbótar til svonefnds biðstyrks. Er honum ætl- að að styrkja stöðu atvinnulausra á vinnumarkaði í gegnum átaksverk- efni á borð við Liðsstyrk. Samtals eru þetta 42 mánuðir og hafa alls 1.110 einstaklingar misst réttinn til atvinnuleysisbóta og biðstyrks í ár. Af þeim 1.885 sem Vinnumála- stofnun áætlar að hafi misst bóta- réttinn frá 31. desember 2012 og til 1. janúar næstkomandi eru lang- flestir búsettir á höfuðborgarsvæð- inu, eða alls 1.387 einstaklingar. Aðeins átta búa á Vestfjörðum Næsti landshluti í röðinni er Suðurnes en þar búa 236 af þessum hópi. Eftir standa 262 einstaklingar sem dreifast á Vesturland, Vestfirði, Norðurland vestra og eystra, Aust- urland og Suðurland. Má nefna að aðeins átta búa á Vestfjörðum og að- eins 10 á Norðurlandi vestra. Vand- inn er því fyrst og fremst bundinn við höfuðborgarsvæðið og Suðurnes. Spurður hvort Vinnumálastofnun hafi gögn um hversu margir þeirra sem misst hafa bótarétt hafa fengið vinnu á þessu ári segir Karl Sigurðs- son að slík gögn séu ekki tiltæk. Samkvæmt tölum Vinnumála- stofnunar voru 6.525 einstaklingar á atvinnuleysisskrá í nóvember sl. Væri réttur til atvinnuleysisbóta ótímabundinn, mætti ætla að ein- hver hluti þeirra 1.885, sem misst hafa réttinn frá síðustu áramótum myndi bætast við tölu atvinnulausra. Samkvæmt gögnum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þáðu að meðaltali 145 karlar og 48 konur fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum á mánuði á fyrstu tíu mánuðum þessa árs, eftir að hafa misst rétt til at- vinnuleysisbóta. Til samanburðar þáðu 887 konur fjárhagshagstoð frá sveitarfélögum í október og 1.103 karlar, alls 1.990 einstaklingar. Sækja þarf um fjárhagsaðstoð og er veiting hennar háð skilyrðum. 1.900 hafa misst bótarétt á einu ári  VMST veit ekki hversu margir hafa fengið vinnu aftur Fjöldi einstaklinga sem misst hafa bótarétt* *Samkvæmt áætlun Vinnumálastofnunar. Tölur fyrir ágúst-desember 2013 byggjast á spá. Alls 1.885 31. 12. 2012 1. 1. - 31. 12. 2013 775 1.110 Vegur við nýja brú á Jökulsá á Fjöllum mun þvera hina fornu þjóðleið á milli Möðrudals og Grímsstaða. Þetta var ein af aðalleiðunum milli Austurlands og Norðurlands og einnig verleið til Hornafjarðar. Vegagerðin getur þess í áætlun að 22 vörður séu í minna en 100 metra fjarlægð frá framkvæmdasvæði, austan ár. Mun þurfa leyfi Minjastofnunar Íslands til að raska eða fjarlægja eina vörðu sem lendir innan öryggissvæðis vegarins. Annars verða vörðurnar merktar vandlega og afmarkaðar áður en framkvæmdir hefjast og öll umferð vinnuvéla bönnuð í nágrenni þeirra. Áformað hefur verið að byggja brú og veg á árunum 2015 og 2016. Skipu- lagsstofnun telur umhverfisáhrif ekki mikil og umhverfismat óþarft. Þurfa að raska einni vörðu til að leggja veg að nýrri brú yfir Jökulsá á Fjöllum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.