Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2013 Bæjarstjórn Kópa- vogs samþykkti sam- hljóða í síðasta mánuði að stofna starfshóp sem hefur það hlutverk að fara yfir stöðu hús- næðismarkaðar. Hóp- urinn skal meðal ann- ars skoða fyrirkomulag fjármögnunar til kaupa á eigin húsnæði, upp- byggingu og stöðuna á leigumarkaðnum og stöðu fé- lagslegs húsnæðis. Nú ber svo við að bæjarfulltrúarnir Gunnar Ingi Birgisson og Guðríður Arnardóttir, sem hvorugt mun bjóða sig fram til áframhaldandi setu í bæjarstjórn, gera lítið úr þeirri vinnu sem fram- undan er enda telja þau sig bæði hafa hina einu réttu lausn og botna ekkert í okkur hinum að vilja fara betur ofan í málin! Það er svo sem ekki í fyrsta skiptið sem við heyr- um þann tón frá þeim skötuhjúum. Bæði saka þau mig um að vera seinan til ákvarðanatöku í þessum málum. Vel má vera að ég taki mér lengri tíma en þau kjósa til að sam- þykkja meiriháttar fjárfestingar Kópavogsbæjar í húsnæði og finna má mörg dæmi þar sem þau hafa tekið ákvarðanir í flýti. En dæmin eru líka mörg þar sem flumbru- gangur Gunnars og Guðríðar hefur leitt til afdrifaríkra afleiðinga fyrir bæði tvö. Ég mun ekki endilega taka þau mér til fyrirmyndar. Vandamál á landsvísu Íslenski húsnæðismarkaðurinn er ekki aðeins til skoðunar hjá Kópa- vogsbæ. Önnur sveitarfélög standa frammi fyrir sams- konar aðstæðum og af hálfu ríkisstjórnar Ís- lands er nú unnið að framtíðarskipan hús- næðismála. Að því verkefni koma fjöl- margir aðilar, þar á meðal fulltrúar sveit- arfélaganna. Málin eru flóknari en svo að þau verði leyst með því að Kópavogsbær byggi tvö fjölbýlishús, eins og tillaga Gunnars Birgissonar gengur út á og Guðríður Arn- ardóttir vill taka undir en þó ekki! Þá virðist Guðríður alltaf gleyma því að hún var oddviti síðasta meirihluta hér í Kópavogi og á þeim tíma gerðist ekkert í lof- orðum Samfylkingarinnar í hús- næðismálum. Ekkert var unnið í því loforði frekar en svo mörgum öðrum. Í svo stórum og fjárfrekum mál- um sem húsnæðismálin eru þarf að vanda til verka enda er verið að horfa til langrar framtíðar af hálfu ríkisstjórnar. Sem ég tel að sé rétt nálgun. Ákvæði laga um fjármál sveitarfélaga setja þeim miklar skorður. Kópavogsbær er enn of skuldsettur, þótt vel hafi gengið að lækka skuldir undanfarið, og það gengur þvert gegn gildandi lögum að ráðast í miklar fjárfestingar í íbúðarhúsnæði. Þetta vita bæði Gunnar og Guðríður en láta sig litlu varða. Óperunefnd Gunnars kostaði 44 milljónir Gunnar Birgisson gerir mikið úr því að tillögu hans hafi verið vísað til nefndar og lætur að því liggja að það sé nánast regla að svæfa mál í nefnd. Þessu vísa ég alger- lega til föðurhúsanna. Stjórn- unarstíll okkar Gunnars er eflaust um margt ólíkur en í tíð núverandi meirihluta hefur miklu verið áork- að. Það sem helst hefur tafið störf okkar er þó það að Gunnar Birg- isson hefur lítinn þátt tekið í störf- um meirihlutans, spilað sóló á fundum bæjarstjórnar og nánast ekki mætt á vikulega samráðsfundi bæjarfulltrúa meirihlutans á þessu ári. Samstarfsflokkar okkar sjálf- stæðismanna í meirihlutanum hafa sýnt okkur ótrúlega þolinmæði vegna þessa. Gunnar er þó ekki óvanur að vinna mál í nefndum. Skemmst er að minnast óperu- nefndarinnar frægu, sem Gunnar stýrði, og vann að byggingu óp- eruhúss sem aldrei reis þó. Kostn- aður við nefndina nam 44 millj- ónum króna á verðlagi dagsins í dag. Einu get ég lofað. Starfshópur um húsnæðismarkað mun ekki kosta bæjarsjóð tugi milljóna króna en árangur af starfi hans verður meiri en af starfi óperu- nefndar Gunnars. Gunnar og Guðríður á hraðferð Eftir Ármann Kr. Ólafsson » Íslenski húsnæðis- markaðurinn er ekki aðeins til skoðunar hjá Kópavogsbæ. Önnur sveitarfélög og ríkisstjórnin standa frammi fyrir samskonar aðstæðum. Ármann Kr. Ólafsson Höfundur er bæjarstjóri Kópavogs. Jólagjöfin vínilplötur næst mesta úrval landsins plötulspilarar frá 36.700.- hljomsyn.com Ármúla 38 | Sími 588 5010 | Opið alla daga til jóla til kl. 20.00 Sjá nánar um tónleikana á www.rotary.is. Miðasala: midi.is Alina Dubik og Jónas Ingimundarson flytja efnisskrá með söngvum eftir Tsjækovski, Glinka, Chopin o.fl. og Sígaunalögin eftir Dvorák. Afhending tónlistarverðlauna Rótarý 2014. Verðlaunahafinn, Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti, leikur d moll Tokkötu Bachs. Sveinn Einarsson leikstjóri og rithöfundur flytur þýðingar á öllum textum kvöldsins. í Langholtskirkju Föstudaginn 3. janúar kl. 20 Stórtónleikar Rótarý2014 Aukablað alla þriðjudaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.