Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ ÁkvörðunVladimírsPútíns um að náða Míkhaíl Khodorkovskí og láta hann lausan úr fangelsi hefur að vonum vakið athygli. Khodorkovskí sat í tíu ár í fangelsi. Hann var dæmdur fyrir fjár- og skattsvik, en dóm- urinn yfir honum hefur verið umdeildur og hefur því verið haldið fram að hann hafi verið settur bak við lás og slá vegna þess að Pútín vildi losna við pólitískan andstæðing. Hann var gripinn um borð í einka- flugvél sinni skömmu eftir að Pútín hafði varað rússneska auðmenn, hina svokölluðu olíg- arka, við því að vera með nefið í stjórnmálum. Khodorkovskí var ríkasti maður Rússlands þegar honum var varpað í fangelsi fyrir tíu árum. Hann auðgaðist þegar Sovétríkin liðuðust í sundur, rak banka og notaði peninga úr honum til að kaupa olíufélagið Yukos. Margt er óljóst í kringum náðun Khodorkovskís. Vitað er að hann skrifaði Pútín bréf þar sem hann biður um náðun vegna veikinda aldraðrar móð- ur sinnar. Í gær þvertók hann fyrir að hafa gengist við þeim sökum, sem hann hefur verið borinn, í bréfinu. Athygli vekur að eftir að hann var látinn laus úr fanga- nýlendu í bænum Segesa í Kar- elíu hélt hann til Berlínar og var sagt að móðir hans kæmi þangað í dag til læknismerð- ferðar. Einnig kom í ljós er leið á daginn að Þjóðverjar höfðu átt þátt í að fá hann lausan og var eins og leiftur úr fortíðinni að sjá Hans-Dietrich gamla refnum Genscher, sem var ut- anríkisráðherra í 18 ár, fyrst Vestur-Þýskalands og svo sam- einaðs Þýskalands, taka á móti Khodorkovskí í Berlín. Þakkaði Merkel Genscher sérstaklega fyrir hlut hans í að fá Khodor- kovskí náðaðan. Khodorkovskí hefur verið lýst sem píslarvætti og glæpa- manni. Sjálfur hefur hann sagt að auðkýfingar eigi enga sam- úð. Á alþjóðlegum vettvangi var meðferðin á honum for- dæmd, en heima fyrir var af- staðan blendnari og töldu margir að hann hefði fengið makleg málagjöld. Khodorkovskí jós fé í kosn- ingasjóði Borís Jeltsíns á sín- um tíma og hefur það ekki stað- ið eignasöfnun hans fyrir þrifum. Hann var sagður harð- ur við að eiga og margir töpuðu á viðskiptum við hann. Khodorkovskí átti að sitja í fangelsi fram í ágúst, en vanga- veltur höfðu komið fram um að nýjar kærur yrðu lagðar fram á hendur honum til að tryggja að hann losnaði ekki úr fangelsi. Pútín tók allan vafa af því þegar hann náðaði Khodorkovskí og sagði að hann yrði ekki settur í fangelsi að nýju. Ekki var ljóst hvort hann myndi snúa aftur til Rússlands og heyrðust jafnvel vangavelt- ur um að hluti af samkomulag- inu um lausn hans væri að hann settist að í útlöndum. Sú spurning vaknar hvers vegna Pútín leysi Khodor- kovskí nú úr haldi. Ný kynslóð leiðir nú stjórnarandstöðuna og ólíklegt að gamlir auðkýf- ingar eigi upp á pallborðið hjá henni. Pútín gæti því verið þeirrar hyggju að hann sé orð- inn áhrifalaus eftir áratug bak við rimla og orð hans hafi enga vigt. Pútín hefur á árinu stimplað sig rækilega inn í heimspólitík- inni. Hann veitti uppljóstr- aranum Edward Snowden hæli og átti lykilþátt í að stjórn Bas- hirs Assads Sýrlandsforseta féllst á að eyða eiturvopnum. Hann heldur nágrönnum sínum á mottunni ef þeir ætla að kom- ast af sporbaugnum umhverfis Rússlands eins og sást í Úkra- ínu. Gagnrýni á harkalegar að- gerðir gegn pólitískum and- stæðingum Pútíns hefur farið vaxandi. Bloggarinn Alexander Navalní, sem hefur leitt stjórn- arandstöðuna og bauð sig fram til borgarstjóra Moskvu, var sóttur til saka fyrir að misfara með fé. Tveir meðlimir úr hljómsveitinni Pussy Riot, sem hefur gagnrýnt stjórnvöld, hafa setið í fangelsi, en verða nú látnir lausir. Einnig hafa lög, sem banna „samkynhneigðan áróður“ og óttast er að verði notuð til a skerða réttindi þeirra, vakið deilur. Lögin eru reyndar óum- deild í rússneska stjórnkerfinu, fyrir dómstólum og á þingi, en utan Rússlands hafa þau valdið hneykslan. Tónninn í um- ræðum í fjölmiðlum í garð sam- kynhneigðra er einnig fram úr hófi herskár og hefur nýr yf- irmaður nýstofnaðs ríkisfjöl- miðils gengið einna lengst. Pútín hefði kannski ekki áhyggjur af þessu ef ekki væri fyrir þá staðreynd að á næsta ári halda Rússar vetrarólymp- íuleikana. Í febrúar verður blásið til mikillar sýningar í Sochi. Tilkostnaðurinn hefur verið ærinn, tæplega sex þús- und milljarðar króna. Pútín vill ekki að deilur um mannrétt- indabrot, andófsmenn og brot gegn samkynhneigðum rispi glansmyndina. Lausn Khodor- kovskís er því athyglisvert og óvænt útspil refsins Pútíns. Khodorkovskí laus eftir tíu ár í fangelsi}Óvænt útspil Pútíns Í kvikmyndinni Eternal Sunshine of the Spotless Mind er fjallað um tvo ein- staklinga sem láta eyða minningum sínum eftir að ástarsamband þeirra fer í vaskinn. Þetta er gert í einhvers konar aðgerð, þar sem völdum minningum er eytt en aðrar varðveittar. Myndin snýr stað- hæfingu Tennysons, að það sé betra að hafa elskað og misst en aldrei elskað, í spurningu en afdráttarlaust svar er ófáanlegt. Þar sem mönnum hefur enn ekki tekist að ferðast aftur í tíma, hafa þeir reynt ýmislegt til að taka til baka orðna hluti með því að af- neita þeim og gleyma. Með framþróun lækna- vísindanna hafa opnast nýir möguleikar til að breyta upplifun fólks á fortíðinni, með öðrum ráðum en að grafa þær djúpt í fylgsnum hug- ans eða leitast við að deyfa þær með áfengi og öðrum sljóvgandi efnum. Vísindamenn við MIT hafa til að mynda fundið gen sem þeir segja að leiki lykilhlutverk í eyðingu minninga, það er að segja því ferli þegar nýjar minningar koma í stað gamalla. Þeir segja að takist að finna leið til að auka virkni gensins, Tet1, gæti það leitt til nýrra meðferða við fíknisjúkdómum og áfallastreituröskun. Þá hafa um nokkurt skeið staðið yfir rannsóknir á lyfjum á borð við betablokkarann própranólól, sem er meðal annars ávísað vegna háþrýstings og hjartsláttartruflana. Það hefur einnig verið notað gegn sviðsskrekk og rannsóknir benda til að það dragi úr einkennum áfallastreituröskunar. Hið endanlega markmið er auðvitað þetta: að draga úr eða gera út um áhrifamátt erfiðra minninga, hvort sem um er að ræða vand- ræðalegt augnablik á djamminu, nístandi ást- arsorg eða hörmulegt áfall, sem enginn vill endurupplifa við tilhugsun. En eins þægilegt og það gæti verið að gleyma eða skera á tengslin milli minninga og tilfinninga, vakna ýmsar spurningar, s.s. hvort við erum ekki enn verr stödd þegar við höfum þurrkað út eða dregið úr áhrifum einnar minningar sem óhjákvæmilega tengist öðrum minningum og tilfinningum. Og hvað verður um lærdóminn sem við drögum af reynslunni? Verður hann sömuleiðis að engu? Í poppmenningunni hefur þessi hugmynd um óminnispillu skotið upp kollinum í tengslum við hræðilega glæpi. Einhver sjón- varpsþátturinn fjallaði til dæmis um unga konu sem vildi fá að taka lyf til að gleyma hrottalegri árás sem hún hafði orðið fyrir. Í þessu samhengi veltir maður því fyrir sér hvaða annarri heilastarfsemi sé hægt að stjórna með lyfjum. Á síðustu misserum hefur til að mynda borið á gleymsku hjá sakborningum við réttarhöld. Og hvað er ömurlegra en að vera fórnarlamb, sem vill ekkert meira en að gleyma, og standa frammi fyrir geranda sem man ekki neitt? Í framtíðinni munum við ef til vill geta bæði gleymt og munað betur með hjálp töfrapilla, og ef það dugir ekki til, magnað tilfinningar á borð við hluttekn- ingu og ást. holmfridur@mbl.is Hólmfríður Gísladóttir Pistill Í gleymskunnar dá STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landsvirkjun hefur sótt umvirkjanaleyfi vegna fyr-irhugaðrar Þeista-reykjavirkjunar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að virkja en Landsvirkjun er að búa sig undir að geta hafið framkvæmdir með stuttum fyrirvara. Jarðgufuvirkjanir á Þeista- reykjum og í Barnarflagi í Þingeyj- arsýslu eru hugsaðar fyrir orkufrek- an iðnað sem áform eru um að koma upp í nágrenni Húsavíkur. Lengst er kominn undirbúningur að bygg- ingu kísilvers á Bakka á vegum þýska fyrirtækisins PCC. Eftir því sem næst verður komist hefur verið gengið frá öllum samningum en vegna fyrirvara virkjast samning- arnir ekki fyrr en kapallinn í heild gengur upp. Nú virðist helst stranda á nið- urstöðu ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, á því hvort fjárfesting- arsamningur sem ríkið gerði við þýska fyrirtækið og lóðar- og hafn- arsamningur sem bæjaryfirvöld gerðu samrýmast reglum EES- samningsins um ríkisstyrki. Fulltrúar stjórnvalda hafa svar- að fyrirspurnum ESA um einstök atriði og í gær var enn verið að svara einhverjum atriðum. Vonast var eft- ir niðurstöðu fyrir árslok en það verður varla úr þessu. Útboðsgögn nánast tilbúin Samningar PCC við Lands- virkjun og Landsnet um útvegum orku til verkefnisins eru með fyr- irvara um fjármögnun. Ekki er hægt að taka endanlegar ákvarðanir um virkjanir eða hefja framkvæmdir fyrr en fyrirvörum hefur verið af- létt. Unnið hefur verið að undirbún- ingi jarðhitavirkjunar á Þeistareykj- um og í Bjarnarflagi. Umhverfismat á Þeistareykjum miðaðist við allt að 200 MW virkjun sem reist yrði í 50 MW einingum. Boraðar hafa verið allmargar rannsókna- og vinnsluhol- ur og samkvæmt upplýsingum Landsvirkjunar er nú þegar til reiðu gufuafl sem svarar til 50 MW raf- magnsframleiðslu. Það dugar fyrir fyrri hverfil væntanlegrar virkjunar og fyrsta áfanga kísilvers. Lands- virkjun samdi fyrir tveimur árum við tvær verkfræðistofur um hönnun og gerð útboðsgagna auk end- anlegrar hönnunar vegna fram- kvæmda við allt að 90 MW virkjun í Bjarnarflagi og 90 MW virkjun á Þeistareykjum ásamt aðstoð við eft- irlit með uppsetningu vél- og raf- búnaðar. Vinnu við gerð útboðs- gagna er að ljúka. Á hverju ári hafa vegirnir út frá virkjanasvæðinu ver- ið bættir, meðal annars nýr vegur til Húsavíkur, og rafmagni komið á svæðið. Skipulag er tilbúið. Umsókn auglýst Landsvirkjun sótti nýlega um virkjanaleyfi til Orkustofnunar vegna Þeistareykjavirkjunar og miðast hún við 100 MW í rafafli. Orkustofnun gefur þeim sem málið varðar kost á að kynna sér áformin og koma sjónarmiðum sínum á fram- færi fyrir 24. janúar næstkomandi. Ragna Árnadóttir, aðstoðarfor- stjóri Landsvirkjunar, segir að ekki hafi verið ákveðið að ráðast í virkj- unina. Umsókn um virkjanaleyfi sé liður í frekari undirbúningi Landsvirkjunar til að geta hafið virkjanaframkvæmdir með stuttum fyrirvara. Þess má geta að hafi framkvæmdir við virkj- un ekki hafist tíu árum eftir að virkjanaleyfi er gefið út eða rekstur innan fimmtán ára, fellur leyfið úr gildi. Þurfa að virkja með stuttum fyrirvara Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Borteigur Jarðhitinn á Þeistareykjum hefur verið rannsakaður í fjörutíu ár. Þeistareykir ehf. og Landsvirkjun hafa látið bora allmargar holur. Verði af byggingu kísilvers PCC á Bakka við Húsavík mun skapast markaður fyrir raf- orku fyrir virkjun með 52 MW afl, í fyrsta áfanga. Fram- leiðslan er orkufrek og telur PCC sig hafa náð hagstæðum orkusamningum við Lands- virkjun. Kísilverið mun í upphafi framleiða 33 þúsund tonn af kísilmálmi á ári og 12 þúsund tonn af kísildufti. Vegna auk- innar eftirspurnar eftir kís- ilmálmi er gert ráð fyrir þeim möguleika að stækka verk- smiðjuna á komandi árum. Til að flytja orkuna til Bakka þarf kísilverið að tengjast flutningskerfi með 132 kV spennu. Háspennulínan frá virkjun að Húsavík hefur verið hönnuð með það í huga og fyrir hugs- anlega tvöföldun framleiðslunnar í öðrum áfanga. Kísilver þarf 52MW rafafl IÐNFYRIRTÆKI Á BAKKA Borað á Þeistareykjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.