Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 60
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 355. DAGUR ÁRSINS 2013 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Á svartan markað í stað förgunar 2. Löggan stoppaði jólasveinana 3. Stúlka fann veski með peningum 4. Þriggja ára drengur vann málið  Pale Green Ghosts, nýjasta breið- skífa Johns Grants, er sú næstbesta sem gefin var út á árinu sem er að líða, skv. úttekt breska dagblaðsins The Guardian. Plötuna tók Grant upp á Íslandi og nær eingöngu með ís- lenskum tónlistarmönnum. Besta plata ársins, að mati blaðsins, er Yee- zus með Kanye West. Plata Grants í 2. sæti á árslista Guardian  Leikritið The Heart of Robin Hood, í leikstjórn Gísla Arnar Garð- arssonar, sem sýnt er í American Repertory Thea- ter í Cambridge í Massachusetts í Bandaríkjunum, hlýtur lofsamlegan dóm í dagblaðinu The Boston Globe. Í honum segir m.a. að lífi sé blásið í útjaskaða sögu og að hún sé með hjartað á réttum stað. Lofsamleg umfjöllun um Hjarta Hróa  Hið árlega Jólaplögg, jólaútgáfu- fögnuður Record Records, verður haldið í kvöld á Gamla Gauknum og Harlem við Tryggvagötu. Hleypt verð- ur inn kl. 21 og fram koma Ojba Rasta, Lay Low, Vök, Hymnalaya, Mammút, Leaves og Moses Hightower. Þá mun skemmt- araútgáfa af Botnleðju einnig koma fram. Jólaplögg á Gamla Gauknum og Harlem FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæglætisveður og sums staðar skúrir eða él, en norðaustan 10-18 m/s og slydda eða snjókoma norðvestantil. Hiti 0 til 5 stig en vægt frost inn til landsins. Frá árinu 1993 hefur alþjóðaknatt- spyrnusambandið, FIFA, birt reglu- lega styrkleikalista allra karlalands- liða heims. Ísland er í 49. sæti listans í lok árs 2013 sem er besta staða liðsins í fjórtán ár. Kvennalandsliðið er aftur á móti neðar á sínum lista en það hefur verið undanfarin fjögur ár. Karlarnir hafa hæst náð 39. sæti en það var árið 1994. »4 Besta staða karla- landsliðsins í fjórtán ár Serbía og Brasilía mætast í úrslitum heimsmeistara- keppni kvenna í handbolta í Serbíu á sunnudaginn. Serbar völtuðu yfir Pólverja í undanúrslitum og Brassar lögðu Dani. Hvorugt liðið hefur áður leikið til úrslita á HM og verður því nýtt nafn ritað á bikarinn. Mikill upp- gangur hefur verið hjá báð- um þjóðum í kvenna- handbolta. »1 Serbía og Brasilía leika til úrslita Luis Suárez er besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu frá hausti til jóla, að mati Morgunblaðs- ins, og Arsene Wenger er besti stjór- inn. En hver hefur komið mest á óvart, hver er vanmetnasti leikmað- urinn, hver er á síð- asta séns, hver hef- ur valdið mestum vonbrigðum, hver var klókastur í inn- kaupum, hver getur bætt sig mest og hver voru verstu kaupin? »2-3 Suárez og Wenger bestir í úrvalsdeildinni Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Gísli Ólafur Pétursson fór ríðandi inn í Þórsmörk fyrir 60 árum – þá 14 ára. Það var árið 1954 og kominn grunnurinn að Skagfjörðsskála. Þórsmörkin, varin jöklum og straumvötnum, hefur átt hug hans síðan. Hann hefur farið í ótal jeppa- ferðir um landið, venjulega með fleiri félögum, sem nota um sig samheitið Gíslavinir, og næst er það þrett- ándaferð í Þórsmörk aðra helgina í janúar. Ferðirnar hafa staðið yfir í áratugi en nafn hópsins varð til fyrir til- viljun. „Einu sinni vorum við í fjalla- ferð, fórum í Nýjadal, þaðan norðan við Hofsjökul yfir á Hveravelli. Við vorum liðlega 100 saman. Á Hvera- völlum ræddu menn að erfitt væri að skýra öðrum frá því hvaða hópur væri á ferðinni. Ungur maður stakk þá upp á því að kalla þátttakendur Gíslavini og hópinn Gíslavinafélagið og þessi nöfn hafa haldist síðan. Sjálfur var ég utanhúss og heyrði bara klapp og fagnaðarlæti.“ Tækin og hugleysið Gísli var skálavörður í Þórsmörk 1965-1973 og fór fyrstu vetrarferðina í Þórsmörk fyrir 50 árum. Í æsku var hann í Stórumörk og horfði á ferða- hópa Ferðafélags Íslands leggja það- an ríðandi inn á hina dularfullu Þórs- mörk. Átta til tíu ára átti hann heima í Fljótshlíðinni og var næstu fimm sumrin í Árkvörn í Fljótshlíð – í sjón- máli við Mörkina. Þaðan var riðið í fyrstu heimsóknina inn yfir Mark- arfljótið árið 1954 – undir forsögn Hreiðars Jónssonar í Árkvörn. „Þetta var mikið ævintýrasvæði á þeim tíma og það að heimsækja það hefur ekki dregið úr ævintýrinu,“ segir hann. „Eini munurinn er að nú er ég á betri tækjum en áður en er orðinn gamall og huglaus í staðinn.“ Hugleysið er ekki meira en svo að Gísli er þekktur fyrir að fara fyrir hópum og finna besta vaðið hverju sinni. „Ég hef vissulega vaðið árnar og fundið vöðin,“ viðurkennir hann. Í því sambandi má nefna að hann hef- ur haldið námskeið fyrir Ferðafélag Íslands, þar sem fólki er kennt að vaða og finna vöð. „Það er alltaf hættulegt að vaða þegar maður er í stórum fljótum,“ áréttar hann og bendir sérstaklega á að Krossá geti verið lífshættuleg og að Mark- arfljótið leyfi ekkert kæruleysi. Gísli segir að þegar menn fari um landið á stórum bílum með 38 tommu dekkjum þurfi ansi mikið að ganga á til þess að hætta sé á ferðum, en engu að síður þurfi alltaf að hafa var- ann á. Þetta viti þeir sem fari oft um landið. „Við höfum aldrei lent í slysi,“ segir hann. Veður árnar og finnur vöðin  Hefur skipulagt jeppaferðir um landið í áratugi Ljósmynd/Sturla Þengilsson Vöð í Þórsmörk Gísli Ólafur Pétursson er þekktur fyrir að finna besta vaðið og leiðbeinir á námskeiðum í Krossá. Gísli Ólafur Pétursson kenndi lengi við Menntaskólann í Kópavogi. Hann bendir á að það sé ekki almennilega viðurkennt að venjulegt fólk, almenningur, geti farið um fjöll sér til ánægju og lífsviðauka og því þurfi að breyta. Hann skipuleggur ferðirnar en aðrir þátttakendur hafa líka sitt að segja og valkostum er raðað með raðvali á vefsíðu hans (gopfrettir.net ). „Þessar skipulögðu ferðir byrjuðu vegna þess að ég var kunnugri öðrum þarna en það er skynsamra manna háttur að vera smeykir við að fara í Þórsmörkina og menn vildu að ég færi með þeim,“ segir Gísli. „Ferðunum hefur fjölgað og viðfangsefnin eru oft sérlega spennandi, ekki síst á veturna. Lengst af hafa veturnir búið ferðafólki margvíslega erfiðleika með samspili snævar, ísa og straumvatna. Jafn- vel minnstu lækjarsprænur geta stöðvað öflugustu tækin.“ Sprænur stöðva tæki GÍSLI ÓLAFUR PÉTURSSON ÁVALLT KENNARI Á sunnudag og mánudag (Þorláksmessa) Norðaustan 8-15 m/s og snjókoma með köflum á Vestfjörðum. Annars mun hægari vindur og él á víð og dreif, einkum við strönd- ina. Frost 0 til 8 stig, kaldast í innsveitum. Vaxandi norðaustanátt á mánudagskvöld. Á þriðjudag (aðfangadagur jóla) Norðaustan 15-23 m/s og snjókoma. Frost 0-6 stig. VEÐUR » 8 www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.