Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2013 ✝ Hulda Jóns-dóttir fæddist á Sléttu í Jökul- fjörðum 16. ágúst 1933, Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði 12. desember 2013. Foreldrar hennar voru María Emilía Albertsdóttir frá Hesteyri, f. 16.2. 1911, d. 23.2. 1989, og Jón Guðnason frá Sléttu, f. 18.12. 1889, d. 29.6. 1968. Systk- ini Huldu eru Guðni, f. 1931, d. 2001; Hanna, f. 1935; Gísli, f. 1937, d. 2013; Hermann, f. 1940; Ingvi, f. 1943, d. 2008. Hulda giftist 27.12. 1952 Arnóri L. Sigurðssyni skipstjóra frá Bæjum á Snæfjallaströnd, f. 4.10. 1927, d. 14.9 1993. Hulda og Arnór eignuðust fimm börn: 1) Gunnar Albert, f. 1952, kvæntur Sigurborgu Þorkelsdóttur, f. 1952, og eiga þau fjögur börn, Arnór Þorkel, Jóhann Bæring, Hansínu Þóru og Guðrúnu Huldu og ellefu barnabörn. 2) Jóna Em- ilía, f. 1956, gift Gunnari M. Gunnarsyni, f. 1952, og eiga þau sex börn, Atla Má Rún- arsson, Huldu Mar- íu, Ásu Maren, Tinnu Björgu, Arn- ór Þór og Aron Ein- ar og tíu barna- börn. 3) Sigurður G., f. 1959, kvæntur Sophaporn S. Arn- órsson, f. 1950, og eiga þau tvö börn, Leó og Perlu. 4) Sölvi Arnar, f. 1962, í sambúð með Sigríði Sig- urðardóttur, f. 1972, eiga þau tvö börn, Hafþór og Katrínu. Úr fyrra sambandi á Sölvi tvö börn, Sigurð og Margréti, og eitt barnabarn. 5) Marinó Freyr, f. 1971, ókvæntur og barnlaus. Hulda ólst upp á Sléttu í Jökul- fjörðum fram yfir fermingu og fluttist þá til Ísafjarðar. Hún gift- ist þar ung Arnóri og bjuggu þau þar allan sinn búskap. Hulda vann við ýmis störf, þ.á m. fisk- vinnslu og umönnun. Útför Huldu fer fram frá Ísa- fjarðarkirkju í dag, 21. desember 2013, og hefst athöfnin kl. 14. Móðir mín, mig langar til að kveðja þig með nokkrum orðum og minnast síðustu ára þinna þar til þú kvaddir okkur. Ég var að takast á við erfiðleika og af gam- alli venju leitaði ég til þín með ráð, fann ég þá að þú varst til staðar fyrir mig, en ég fann líka að líf mitt varstu búin að leggja í mínar hendur, það var eins og þú værir byrjuð að undirbúa þinn loka- áfanga í þessu lífi. Það rann upp fyrir mér að það sem þú hafðir kennt mér í lífinu var það sem mestu máli skiptir, ekkert meira, ekkert minna, þú varst búin að skila þínu og er ég þér afar þakklátur. Ég flutti aftur vestur stuttu eftir það, þá heim- sótti ég þig reglulega, þú sast allt- af og varst að prjóna eða það voru gestir þegar ég kom, því þú áttir mikið af vinafólki og vinkonum og sumar frá bernskutíð. Mér fannst þú eiga svo fallegt líf, svo rík af af- komendum og vinum. En veikindi voru farin að þjaka þig, þér var illt í fætinum og þú fékkst ekki að njóta alls þess góða sem þér þótti svo gaman að gera. Þú varst svo félagslynd og dugleg að fara í göngutúra og berjamó og tók það mjög á þig að geta ekki gert það og einnig tók þetta á okkur ætt- ingjana að sjá þig dofna svona. En þú gafst ekki upp, vildir láta þér líða vel og reyndir allt til þess en veikindin urðu þrálát. En þú hætt- ir ekki að hafa fyrir okkur þegar við komum og gestum þínum og gekkst frá öllum þínum málum sjálf en veikindin áttu eftir að versna. Þú fékkst í bakið og á end- anum lagðistu inn á sjúkrahús, það var erfitt að koma til þín og sjá þig ekki stolta heimafyrir, þú varst heldur ekki vongóð og jafn- vel vissir að það var eitthvað meira í vændum. Síðan veiktist þú illa af lungnabólgu stuttu eftir það og þá var tvísýnt um þig og við hópuðumst til þín, fyrst ættingj- arnir og svo vinir og svo margir komu að færa þurfti þig í stærra herbergi. En þú vissir hvað koma skyldi. Þú vaknaðir og varst að stríða okkur og varst hrókur alls fagnaðar en sofnaðir svo út af aft- ur eins og þú værir að undirbúa okkur fyrir það síðasta. Eftir stutta en erfiða legu kvaddir þú þennan heim í faðmi okkar systk- ina, svo fallega eins og þú varst. Ég er þér svo þakklátur, þú hefur gefið mér svo mikið með þessu. Takk. Þinn Marinó Freyr. Hinn 12. desember sl. kvaddi ég ömmu Huldu í síðasta sinn eftir að hún hafði glímt við stutt en erf- ið veikindi. Á þeirri stundi upplifði ég mikla sorg og efst í huga er mikið þakklæti fyrir allt sem hún gaf okkur. Er ég hugsa til baka minnist ég þess er ég geng upp stigann í Fjarðarstræti 17. Lykt af kæstri skötu tekur á móti mér í hádeginu ásamt pylsulykt, en pylsur voru eldaðar fyrir börnin. Afi er kom- inn í land og maður sér eftirvænt- inguna í svipnum á ömmu. Það er komin Þorláksmessa og mann- dómsvígsla fjölskyldunnar að hefjast. Er skatan nógu kæst, skyldi hún vera betri en í fyrra, skyldu börnin eða nýju fjölskyldu- meðlimirnir fá sér að smakka skötu? Í skötuveislunni hjá ömmu var alltaf mikil stemning, þar sem allir voru saman komnir til að borða skötu og þá gátu jólin kom- ið? Á þessu heimili voru jólin eini tími ársins þar sem öruggt var að allir kæmu saman enda er þetta sjómannsfjölskylda. Næstu daga yfir jólahátíðina er maður meira eða minna á heimili ömmu og afa ásamt fullu húsi gesta og aldrei skorti ást eða umhyggju fyrir okk- ur krökkunum sem á staðnum voru. Er líður að sumri er amma far- in að tala um Sléttu. Á næstu dög- um skal haldið á æskuslóðir ömmu og mér er boðið með ásamt öllum barnabörnunum og nokkrum aukabörnum. Er til Sléttu er kom- ið byrjar amma á því að hita vatn í potti, sópa flugur af gólfinu og reka okkur krakkana í fótbolta eða niður í fjöru. Þess á milli var amma inni að elda fyrir okkur rab- arbaragraut, útbúa brauð með mysingi eða í gönguferð með okk- ur börnin á hina ýmsu staði á svæðinu. Á fótboltavöllinn þurfti hún stundum að koma til þess að dæma vafaatriði sem upp komu á vellinum. Alltaf tókst henni að snúa á okkur með því að bjóða okkur inn að borða og vorum við lögnu búnir að gleyma deiluefninu er við mættum á völlinn aftur eftir hressingu hjá ömmu. Á helgum hringdi amma oft og spurði hvort við værum ekki að koma því hún væri byrjuð að gera pönnukökur sem mér þykja ennþá þær bestu sem ég hef smakkað. Þegar við bræður vorum búnir að raða í okk- ur nokkrum tugum af pönnukök- um og vorum gjörsamlega að springa þá koma amma og spurði hvort við vildum ekki fá okkur meira eða „mér þykir þið bara al- veg lystarlausir, fáið ykkur nú svolítið meira“. Síðustu árin hef ég getað boðið henni ömmu með okk- ur fjölskyldunni í Góuholtinu á Sléttu. Það hefur verið yndislegt að eiga þessar stundir með þessari góðu konu sem hefur gefið okkur og börnunum mínum ógleyman- legar minningar. Elsku amma, okkur í Góuholt- inu langar til að þakka fyrir þær frábæru stundir sem við áttum saman og þér fyrir að hafa verið ávallt til staðar fyrir okkur. Við munum öll geyma ljúfar minning- ar í hjarta okkar. Kveðja Jóhann Bæring Gunnarsson og fjölskylda. Elsku hjartans amma mín. Það er erfitt að kveðja þig þegar ég hugsa til allra góðu stundanna sem við áttum saman. Amma, mig dreymdi draum nóttina áður en ég skrifa þetta til þín. Í draumnum varstu farin en svafst engu að síð- ur við hlið mér, þú vaknaðir og kallaðir á mig, ég var hjá þér. Það er gott að finna að þú ert hjá mér. Mér verður oft hugsað til þess hversu undarlegt það er að hafa átt bæði börnin mín á afmælisdög- um barna þinna. Frá þér fór maður aldrei svang- ur og pönnukökurnar þínar voru með því besta sem ég fékk hjá þér. Það var notalegt að geta hlaupið til þín, amma, hvort sem var í há- deginu í skólanum eða á milli æf- inga, og alltaf var eitthvað til. Það var alltaf svo skemmtilegt að opna jólagjafirnar frá þér, því það voru yfirleitt svo skemmtilegar gjafir og oftast eitthvað sem þú hafðir föndrað sjálf. Takk fyrir allar góðu stundirn- ar amma mín. Kveðja. Þín nafna, Guðrún Hulda. „Vertu sæl mín kæra, við þökk- um þér.“ Þessi ljóðlína kemur upp í hugann er við kveðjum vinkonu okkar hana Huldu Jóns. Ljóðlínan er úr gömlu ljóði sem oft var sung- ið þegar við vorum ungar konur og kannski raulað þegar við vor- um að sauma og prjóna á börnin okkar fyrir jólin. Fyrir sextíu og þremur árum stofnuðum við, fjórar ungar sjó- mannskonur á Ísafirði, sauma- klúbb, ýmsir sögðu að sauma- klúbbar væru bara samkunda kvenna til að tala um náungann. En þannig var það nú ekki, heldur þvert á móti. Ein okkar komst svo að orði að við byggjum til allt sem börnin okkar þyrftu, nema skóna, og var það rétt lýst. Fljótlega fjölgaði í hópnum okkar og ein þeirra var hún Hulda sem við kveðjum í dag. Ýmislegt brölluð- um við saman í þessum góða hópi og léttleikinn sveif yfir vötnum. Einn veturinn tókum við okkur til og fórum saman til Reykjavíkur, gistum á Hótel Esju og skemmt- um okkur alveg konunglega. Það var á þeim tímum sem ekki var sjálfgefið að fólk færi í slíkar ferð- ir, að gista á hóteli og borða úti á veitingahúsum. En við áttum góða að og vorum dyggilega studdar í þessu tiltæki okkar. Lífið á Ísa- firði var með öðrum brag en nú er og afkoma fjölskyldna þá byggðist að mestu leyti á sjósókn og fisk- vinnslu. Fjölskyldur voru barn- margar og tilveran snerist um að koma þaki yfir fjölskylduna og að allir hefðu nóg að bíta og brenna. Börnin urðu fljótt þátttakendur í atvinnulífinu enda nátengd því frá blautu barnsbeini. Við áttum það sameiginlegt sjómannskonurnar í klúbbnum að menn okkar stund- uðu rækjuveiðar í Ísafjarðadjúpi á veturna. Veðrið á Vestfjörðum er óblítt stundum. Djúpið, sem skart- ar sínu fegursta á góðviðrisdög- um, getur breytt um svip á ör- skammri stund. Það gat verið erfitt að bíða fregna af sjómönn- unum okkar, við vissum að sjórinn gat tekið sinn toll, sem allt of oft gerðist. En lífið hélt áfram hvern- ig sem allt velktist og skókst í ver- öldinni og það gerði saumaklúbb- urinn líka. Hulda var glöð og yndisleg kona sem hafði gaman af því að syngja. Hún stóð dyggilega við hlið hans Adda síns (Arnórs Sigurðssonar skipstjóra). Saman eignuðust þau fjóra syni og eina dóttur sem öll eru á lífi. Eftir lát Arnórs bjó Hulda áfram í íbúð þeirra í Fjarðarstræti en fyrir nokkrum árum flutti hún á Hlíf, íbúðir aldraðra á Torfnesi. Það er mikið átak að breyta lífi sínu og þannig var með Huldu en með tímanum undi hún hag sínum vel á Hlíf innan um gamla vini og sam- ferðafólk. Heilsan var farin að bila og síðasta ár hefur verið henni erf- itt. Hún lést á Sjúkrahúsi Ísafjarð- ar í byrjun aðventu þegar jólaljós- in komu eitt af öðru til að minna okkur á að jólin nálgast. Börnum Huldu, barnabörnum og öllum öðrum aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum þeim blessunar Guðs. Við kveðjum nú okkar góðu vinkonu með upphafsorðunum: Vertu sæl mín kæra, við þökkum þér. Saumaklúbburinn, Sigríður Aðalsteinsdóttir. Það var ekki amalegt að alast upp í neðri hluta Fjarðarstrætis á Ísafirði á sjöunda áratug síðustu aldar. Í flestum húsum var sægur af börnum og allar heimsins lysti- semdir innan seilingar. Miðbær- inn, fjaran, prammarnir, skúrarn- ir, frystihúsin, bryggjurnar og skólarnir. Okkur var gefinn laus taumurinn og stundum veltir mað- ur fyrir sér hvers vegna ekki fór verr í sumum tilfellum í uppátækj- um okkar. Mæðurnar réðu ferðinni heima fyrir og í seinni tíð hefur maður áttað sig á því að þær höfðu trú- lega með sér ósýnilegt öryggis- og tengslanet börnunum til verndar. Stjórnuðu fæstar með hrópum á tröppunum heldur fylgdust með barnaskaranum í heild sinni hvort sem það voru þeirra eigin eða ann- arra. Gripu síðan inn í atburða- rásina þegar þess þurfti með. Þær ólu því upp sín börn sem og ann- arra. Hulda Jónsdóttir var ein þess- ara mæðra. Sjómannskonan sem hélt utan um sitt fólk á efri hæð- inni á nr. 17. Það lá því beint við að drengur af nr. 19 yrði þar dagleg- ur gestur enda jafnaldri Sigga Gumma. Þar mætti manni glað- værð hennar, umhyggja og já- kvæðni. Nú skal það játað hér að umburðarlyndi þurfti hún talsvert enda Siggi Gummi og þeir sem honum fylgdu afar hugmyndaríkir og athafnasamir. Hulda og Arnór voru samrýnd hjón og komu fimm börnum til manns. Arnór féll frá alltof snemma og það varð Huldu án efa mjög erfitt þótt hún leysti það verkefni vel af hendi eins og önn- ur. Sjávarseltan var áberandi í genum barnanna og sjórinn fang- aði hug þeirra flestra snemma. Þegar barnabörnin og barna- barnabörnin komu til sögunnar útvatnaðist seltan og í ljós komu íþróttagen. Fjölmargir afreks- menn í ólíkum íþróttagreinum litu dagsins ljós. Hulda var stolt af sínu fólki og hafði fulla ástæðu til. Við fráfall Huldu er mér efst í huga þakklæti fyrir áratuga tryggð og vináttu hennar. Afkom- endum hennar sendi ég innileg- ustu samúðarkveðjur. Halldór Jónsson. Hulda Jónsdóttir virðing reynsla & þjónusta allan sólarhringinn www.kvedja.is 571 8222 82o 3939 svafar 82o 3938 hermann ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar frænku okkar, UNNAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Túni í Flóa, áður Stigahlíð 88, Reykjavík. Við viljum sérstaklega færa starfsfólki hjúkrunarheimilisins Grundar þakkir fyrir mjög góða umönnun og hlýju, sem hún naut allan þann tíma, sem hún dvaldi þar. Systkinabörnin. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall ástkærra foreldra okkar, tengdaforeldra, ömmu, afa, langömmu og langafa, UNNAR KRISTINSDÓTTUR og VALGEIRS JÓNS EMILSSONAR. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Droplaugarstaða og Land- spítalans við Hringbraut fyrir frábæra umönnun. Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Aðalheiður Valgeirsdóttir, Erlendur Hjaltason, Sigríður Valgeirsdóttir, Einar Olavi Mäntylä, Emil Hannes Valgeirsson, Arna Björk Stefánsdóttir, Hjalti Geir Erlendsson, Valgeir Erlendsson, Valgeir Einarsson Mäntylä, Kristín Einarsdóttir Mäntylä, Sigurður Einarsson Mäntylä, Stefanía Emilsdóttir, Vigdís Valgeirsdóttir Mäntylä. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, RUT INGIMARSDÓTTIR, Víðilundi 18, Akureyri, lést að heimili sínu fimmtudaginn 19. desember. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Viktor Gestsson og Edda Hjörleifsdóttir. ✝ Elsku móðir okkar, dóttir, tengdamóðir, amma, systir, frænka, mágkona og barna- barn, MÁLFRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Dvergholti 3, Hafnarfirði, lést á heimili sínu mánudaginn 9. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, Sigurður T. Tryggvason, Valgerður K. Bjarnadóttir, Sigurður Guðmundsson, Fanney Lára Einarsdóttir, Þórður Jónasson, Þórdís Sigurðardóttir, Óskar Magnússon, Birna Sigurðardóttir, Helgi Þór Hjálmsson, Guðmundur Ó. Guðmundsson, barnabörn og frændsystkini. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLFRÍÐUR ÁSMUNDSDÓTTIR frá Kverná í Grundarfirði, síðar Háaleitisbraut 151, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 16. desember. Jarðarförin fer fram frá Digraneskirkju á Þorláksmessu kl. 11.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Finnbogi Grétar Kristinsson, Ásmundur Kristinsson, Svava Loftsdóttir, Kristinn Finnbogason, Friðrik Heiðar Ásmundsson, Hildur Helga Sævarsdóttir, Loftur Ásmundsson, Bergdís Heiða Eiríksdóttir og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.