Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 1. D E S E M B E R 2 0 1 3  297. tölublað  101. árgangur  LISTAVERKIÐ ÞÚFAN VÍGT Á HB GRANDA INNBLÁSTURINN JAPÖNSK HÚÐFLÚR VINSÆLASTA EFNIÐ Í BLÖÐUNUM INSULA HÖNNUNARVERSLUN 10 KROSSGÁTAN 100 ÁRA 22ÓLÖF NORDAL 52 ÁRA STOFNAÐ 1913 dagar til jóla 3 Gáttaþefur kemur í kvöld www.jolamjolk.is MIÐBORGIN OKKAR BÝÐUR ÞÉR HEIM HÁTÍÐARDAGSKRÁ VÍÐA UM BORG ALLA HELGINA  Íslenska ríkið gerir kröfu um að Geitland i Borgarfirði verði þjóð- lenda, einnig afréttur Lunddæla og Andkílinga ásamt vesturhluta Þór- isjökuls. Þá er gerð þjóðlendukrafa um Langjökul miðað við stöðu jök- ulsins 1. júlí 1988. Í Mýrasýslu eru gerðar kröfur til þess að nokkur afréttarsvæði verði þjóðlendur, m.a. afréttarsvæði Hraunhrepps, Álftaneshrepps, Hrafnabjarga og Borgarhrepps ásamt Staðartungu og Beilárheiði. Þetta kemur fram í nýrri þjóð- lendukröfu á svæði 8 vestur. »12 Þjóðlendukröfur gerðar í Borgarfirði Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is „Þetta er þröng staða og tíminn er orðinn knappur. Menn hafa talið sam- eiginlegan skilning vera kominn á, en málið snýst þá um hvort það dugi til eða ekki,“ sagði Þorsteinn Víglunds- son, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins (SA), í gærkvöldi, en samningaviðræður SA og ASÍ stóðu enn yfir þegar Morgunblaðið fór í prentun. Fundi Alþingis var ítrekað frestað fram eftir degi, og um kvöld- matarleytið var ákveðið að boða til fundar kl. 10 í dag. Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra segir það hafa verið gert til að skapa svigrúm fyrir aðila vinnumark- aðarins til að ræða sín á milli. Ein- ungis þurfi um tvo tíma til að ljúka þingstörfum. Samninganefndir verkalýðsfélaga funda snemma í dag. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir útspil ríkisstjórnarinnar koma að ein- hverju leyti til móts við samningsaðila í því sem þá greindi á um. Varð vel ágengt „Okkur [samningsaðilum] varð í fyrradag býsna vel ágengt, en engu að síður enduðum við með gjá á milli okkar,“ sagði Gylfi. „Ég vildi kanna hvort ríkisstjórnin væri tilbúin að hækka mörkin milli lægsta skatt- þrepsins og milliþrepsins,“ sagði Gylfi en vilji er fyrir því, samkvæmt orðum fjármálaráðherra í Morgunblaðinu í dag. „Að sama skapi var ljóst að það ber í milli okkar og atvinnurekenda, bæði gagnvart millitekjuhópunum og lágtekjuhópunum. Það verður að við- urkennast að í efnahagsaðgerðum stjórnvalda fer ekki mikið fyrir að- gerðum fyrir lágtekjuhópa, þó svo þær séu vissulega til staðar,“ og vísar Gylfi þar til framlenginga á hækkun- um barnabóta og vaxtabóta. „For- sætisráðherra lét hins vegar í það skína að sér hugnaðist að gera þetta í gegnum skattleysismörk. Á fundi í gærmorgun með fjármálaráðherra og efnahagsráðgjafa könnuðum við hvort ríkisstjórnin væri tilbúin að brúa þetta bil.“ Fjármálaráðherra segir slíkar breytingar ekki hafa verið ræddar eins og staðan er núna en úti- lokar þær ekki, væri stefnt að mun lengri samningum. Stefnt er að samn- ingi til eins árs. Gylfi segir lengri samning ekki inni í myndinni. Magnús Pétursson ríkissáttasemj- ari sagði gott hljóð í mönnum en bjóst við að fundir stæðu fram á nótt. Hann vildi hins vegar ekkert tjá sig um hve- nær hann teldi líklegt að kjarasamn- ingar myndu nást. Tíminn orðinn knappur  Aðilar vinnumarkaðarins reyndu að ná samningum í gær  Ríkisstjórnin býður skattabreytingar til að liðka fyrir Morgunblaðið/Golli Fram á nótt Magnús, Þorsteinn og Gylfi ræddu kjaramál, bæði á fundum og í kaffihléum. Þinglokum var frestað til að gefa tækifæri til að ljúka kjarasamn- ingum. Ríkisstjórnin er tilbúin að hækka lægsta skattþrep verði það til þess að kjarasamningar náist. Hækkun persónuafsláttar er ekki til skoðunar. MHækka lægsta þrepið »6  Alls hafa ríf- lega 88 millj- arðar króna ver- ið teknir auka- lega út af sér- eignarsjóðum landsmanna frá því að sérstök út- tekt séreignar- sparnaðar var heimiluð í ársbyrjun 2009. Þar af hafa um 10 milljarðar verið teknir út á þessu ári. Til samanburðar námu almennar greiðslur úr sér- eignarlífeyrissjóðum tæplega 40 milljörðum á árunum 2008-2012. Úttektirnar eru ekki sagðar hafa neikvæð áhrif á stöðu séreignar- lífeyrissjóða. »6 88 milljarðar teknir af séreignarsparnaði „Það stóð einungis eftir eins til tveggja klukkutíma vinna til að ljúka þingi í gærkvöldi,“ segir Bjarni um frestun þingloka. Ríkis- stjórnin býður hækkun lægsta skattþreps til að liðka fyrir kjarasamningum, en hækkun persónuafsláttar væri háð lengri kjarasamningum. Útspil leiði til samnings FJÁRMÁLARÁÐHERRA Bjarni Benediktsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.