Morgunblaðið - 21.12.2013, Side 1

Morgunblaðið - 21.12.2013, Side 1
L A U G A R D A G U R 2 1. D E S E M B E R 2 0 1 3  297. tölublað  101. árgangur  LISTAVERKIÐ ÞÚFAN VÍGT Á HB GRANDA INNBLÁSTURINN JAPÖNSK HÚÐFLÚR VINSÆLASTA EFNIÐ Í BLÖÐUNUM INSULA HÖNNUNARVERSLUN 10 KROSSGÁTAN 100 ÁRA 22ÓLÖF NORDAL 52 ÁRA STOFNAÐ 1913 dagar til jóla 3 Gáttaþefur kemur í kvöld www.jolamjolk.is MIÐBORGIN OKKAR BÝÐUR ÞÉR HEIM HÁTÍÐARDAGSKRÁ VÍÐA UM BORG ALLA HELGINA  Íslenska ríkið gerir kröfu um að Geitland i Borgarfirði verði þjóð- lenda, einnig afréttur Lunddæla og Andkílinga ásamt vesturhluta Þór- isjökuls. Þá er gerð þjóðlendukrafa um Langjökul miðað við stöðu jök- ulsins 1. júlí 1988. Í Mýrasýslu eru gerðar kröfur til þess að nokkur afréttarsvæði verði þjóðlendur, m.a. afréttarsvæði Hraunhrepps, Álftaneshrepps, Hrafnabjarga og Borgarhrepps ásamt Staðartungu og Beilárheiði. Þetta kemur fram í nýrri þjóð- lendukröfu á svæði 8 vestur. »12 Þjóðlendukröfur gerðar í Borgarfirði Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is „Þetta er þröng staða og tíminn er orðinn knappur. Menn hafa talið sam- eiginlegan skilning vera kominn á, en málið snýst þá um hvort það dugi til eða ekki,“ sagði Þorsteinn Víglunds- son, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins (SA), í gærkvöldi, en samningaviðræður SA og ASÍ stóðu enn yfir þegar Morgunblaðið fór í prentun. Fundi Alþingis var ítrekað frestað fram eftir degi, og um kvöld- matarleytið var ákveðið að boða til fundar kl. 10 í dag. Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra segir það hafa verið gert til að skapa svigrúm fyrir aðila vinnumark- aðarins til að ræða sín á milli. Ein- ungis þurfi um tvo tíma til að ljúka þingstörfum. Samninganefndir verkalýðsfélaga funda snemma í dag. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir útspil ríkisstjórnarinnar koma að ein- hverju leyti til móts við samningsaðila í því sem þá greindi á um. Varð vel ágengt „Okkur [samningsaðilum] varð í fyrradag býsna vel ágengt, en engu að síður enduðum við með gjá á milli okkar,“ sagði Gylfi. „Ég vildi kanna hvort ríkisstjórnin væri tilbúin að hækka mörkin milli lægsta skatt- þrepsins og milliþrepsins,“ sagði Gylfi en vilji er fyrir því, samkvæmt orðum fjármálaráðherra í Morgunblaðinu í dag. „Að sama skapi var ljóst að það ber í milli okkar og atvinnurekenda, bæði gagnvart millitekjuhópunum og lágtekjuhópunum. Það verður að við- urkennast að í efnahagsaðgerðum stjórnvalda fer ekki mikið fyrir að- gerðum fyrir lágtekjuhópa, þó svo þær séu vissulega til staðar,“ og vísar Gylfi þar til framlenginga á hækkun- um barnabóta og vaxtabóta. „For- sætisráðherra lét hins vegar í það skína að sér hugnaðist að gera þetta í gegnum skattleysismörk. Á fundi í gærmorgun með fjármálaráðherra og efnahagsráðgjafa könnuðum við hvort ríkisstjórnin væri tilbúin að brúa þetta bil.“ Fjármálaráðherra segir slíkar breytingar ekki hafa verið ræddar eins og staðan er núna en úti- lokar þær ekki, væri stefnt að mun lengri samningum. Stefnt er að samn- ingi til eins árs. Gylfi segir lengri samning ekki inni í myndinni. Magnús Pétursson ríkissáttasemj- ari sagði gott hljóð í mönnum en bjóst við að fundir stæðu fram á nótt. Hann vildi hins vegar ekkert tjá sig um hve- nær hann teldi líklegt að kjarasamn- ingar myndu nást. Tíminn orðinn knappur  Aðilar vinnumarkaðarins reyndu að ná samningum í gær  Ríkisstjórnin býður skattabreytingar til að liðka fyrir Morgunblaðið/Golli Fram á nótt Magnús, Þorsteinn og Gylfi ræddu kjaramál, bæði á fundum og í kaffihléum. Þinglokum var frestað til að gefa tækifæri til að ljúka kjarasamn- ingum. Ríkisstjórnin er tilbúin að hækka lægsta skattþrep verði það til þess að kjarasamningar náist. Hækkun persónuafsláttar er ekki til skoðunar. MHækka lægsta þrepið »6  Alls hafa ríf- lega 88 millj- arðar króna ver- ið teknir auka- lega út af sér- eignarsjóðum landsmanna frá því að sérstök út- tekt séreignar- sparnaðar var heimiluð í ársbyrjun 2009. Þar af hafa um 10 milljarðar verið teknir út á þessu ári. Til samanburðar námu almennar greiðslur úr sér- eignarlífeyrissjóðum tæplega 40 milljörðum á árunum 2008-2012. Úttektirnar eru ekki sagðar hafa neikvæð áhrif á stöðu séreignar- lífeyrissjóða. »6 88 milljarðar teknir af séreignarsparnaði „Það stóð einungis eftir eins til tveggja klukkutíma vinna til að ljúka þingi í gærkvöldi,“ segir Bjarni um frestun þingloka. Ríkis- stjórnin býður hækkun lægsta skattþreps til að liðka fyrir kjarasamningum, en hækkun persónuafsláttar væri háð lengri kjarasamningum. Útspil leiði til samnings FJÁRMÁLARÁÐHERRA Bjarni Benediktsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.