Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 55
MENNING 55 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2013 Frumleg sýn á ævintýrin Grimmsystur: Úlfur í sauðargæru bbbbn Texti: Michael Buckley. Teikningar: Peter Ferguson. Íslensk þýðing: Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir. Bókabeitan, 2013. 289 bls. Hér komin önnur bók- in í níu bóka seríu Mich- aels Buckley um Grimm- systurnar Sabrínu og Dagnýju sem kom út í Bandaríkjunum á ár- unum 2005-2012 við afar góðar viðtökur. Syst- urnar búa hjá ömmu sinni, Reldu, í Álftavík eftir að foreldrar þeirra hurfu sporlaust. Eina vísbendingin var blóð- rautt handarfar sem mun vera merki Skarlats- rauðu handarinnar, sem er uppreisnarflokkur Eilífinga, en þeir eru ævintýra- og þjóðsagna- persónur sem Vilhjálmur Grimm, forfaðir Sa- brínu og Dagnýjar, fangaði með galdri í Álfta- vík með aðstoð galdranornarinnar Böbu Jögu. Úlfur í sauðargæru segir frá upphafi skóla- göngu Sabrínu og Dagnýjar í grunnskóla Álftavíkur. Þegar einn kennari skólans finnst myrtur og allt virðist benda til þess að risa könguló sé þar að verki er úr vöndu að ráða og stórhættulegt verkefni bíður systranna. Buckley vinnur í þessum vandaða og skemmtilega bókaflokki sínum á skapandi hátt með ævintýra- og þjóðsagnaarfinn og mega lesendur seríunnar búast við því að sjá sumar af ástsælustu sem og alræmdustu ævintýra- persónum bókanna í nýju ljósi. Höfundur er lunkinn við að halda uppi spennu með hæfilegu magni af eltingarleikjum og átökum. Ekki er nauðsynlegt að lesa bækur seríunnar í réttri röð, því höfundi tekst vel að rifja á hnitmið- aðan hátt upp það sem á undan er gengið, en vissulega er ánægjulegast að lesa bækurnar í réttri röð og fylgjast þannig með þróun systr- anna í afstöðu þeirra til ævintýraheimsins. Myndir Peters Ferguson eru skemmtilegar. Þýðing Birgittu Elínar Hassell og Mörtu Hlín- ar Magnadóttur er sérlega vönduð og frágang- ur allur á bókinni til mikillar fyrirmyndar. Enginn áhugamaður um klassísk ævintýri ætti að láta Grimmsystur framhjá sér fara, enda sannkallaður yndislestur hér á ferð. Flaustursleg spennusaga Möltugátan bbmnn Eftir Jørn Lier Horst. Íslensk þýðing: Sigurður Helgason. Draumsýn bókaforlag, 2013. 171 bls. Möltugátan er önnur bókin í CLUE-bóka- flokknum um táningsvin- ina Ceciliu, Leo og Une og hundinn Egon sem lenda í ótrúlegum æv- intýrum í smábænum Skútuflóa í Noregi. Ce- cilia vinnur á gistiheimili sem faðir hennar rekur í bænum og þar fylgist hún með dularfullum gestum sem hafa mikinn áhuga á ársgömlu, umfangsmiklu ráni á skartgripaverslun í Osló. Eini ræninginn sem náðist, þó án ránfengsins, ólst upp í Skútuflóa og þegar hann flýr út fangelsinu grunar táningana að hann leiti í fel- ur í heimabæ sínum og hafi jafnvel falið ráns- fenginn þar. Samhliða þessu er Cecilia að reyna að komast að því hvort drukknun móður hennar í fyrstu bókinni hafi verið slys eða morð. Jørn Lier Horst er laginn við að byggja upp spennu og bókin því hinn ágætasta afþreying. Stundum fer höfundur þó fram úr sér við að skapa spennu og undirbyggir plottið ekki nógu vel. Þessi fljótaskrift frá höfundarins hendi er því miður líka einkennandi þegar kemur að ís- lensku útgáfunni, því þar úir og grúir af inn- sláttarvillum sem auðveldlega hefði mátt laga í prófarkalestri. Vel heppnað samstarf Gummi fer í fjöruferð bbbbn Texti: Dagbjört Ásgeirsdóttir. Myndir: Karl Jóhann Jónsson. Óðinsauga, 2013. 34 bls. Mikill fengur er að bókum Dagbjartar Ás- geirsdóttur og Karls Jóhanns Jónssonar um ævintýri Gumma og Rebba. Í þessari þriðju bók um þá félaga fara þeir í fjöruferð og finna löngu gleymdan helli þar sem leynast gömul mannabein. Þegar flæðir að lokast þeir inni í hellinum og þá eru góð ráð dýr. En þegar neyðin er stærst er hjálpin ævinlega næst. Meðan Gummi bíður björgunar birtist honum sjávardís sem segir honum sögu af tröllkarli sem varð hug- fanginn af heimasætu í sveitinni. Dagbjört skrifar lipran og skemmtilegan texta og á auðvelt með að setja sig í spor að- alsögupersónunnar. Hún leggur sig greinilega fram um að nota blæbrigðaríkt tungumál sem gefur foreldrum kærkomið tækifæri til að út- skýra ýmis orð og orðasambönd fyrir ungum lesendum. Myndir Karls Jóhanns eru afar tjáningarríkar og líflegar. Vonandi heldur hið góða og gefandi samstarf Dagbjartar og Karls Jóhanns áfram sem lengst. Glæpir og ævintýri Yfirlit yfir nýútkomnar íslenskar og erlendar barna- og unglingabækur Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Samstarf „Vonandi heldur hið góða og gefandi samstarf Dagbjartar og Karls Jóhanns áfram sem lengst,“ segir m.a. í umsögn um nýjustu bók þeirra sem nefnist Gummi fer í fjöruferð. Lækjargata 2a og Vesturgata 2a 101 Reykjavík. Opið frá 9 - 22 alla daga 14.995 4.995 4.395 5.995 4.9952.995 3.495 16.995 10.995 4.995 Opnunartími IÐU í Lækj rgötu 20. - 23. desemb r 9.00 - 23.00. Aðfangadagur 9.00 - 14.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.