Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2013 VM-FÉLAG VÉLSTJÓRA OG MÁLMTÆKNIMANNA STÓRHÖFÐA 25 - 110 REYKJAVÍK 575 9800 - WWW.VM.IS Nánari upplýsingar á heimasíðu VM, www.vm.is. AKUREYRI 27. desember kl. 16:00 Fundarstaður: Bryggjan, Strandgötu 49 REYÐARFJÖRÐUR 28. desember kl. 12:00 Fundarstaður: Tærgesen REYKJAVÍK 27. desember kl. 17:00 Fundarstaður: Í húsi VM að Stórhöfða 25 - 4. hæð Dagskrá: Málefni vélstjóra á sjó VESTMANNAEYJAR 3. janúar kl. 13:00 Fundarstaður: Alþýðuhúsið FÉLAGS- FUNDIR VM Eðal áhöld í eldhúsið LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2800 · ORMSSON.IS ZWILLING HNÍFAR Tilvalin gjöf frá afa og ömmu Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta er mjög brýn framkvæmd. Maður sér alveg hvað er að gerast þarna. Ósinn brýtur sig alltaf lengra og lengra til norðurs og núna eru ekki nema fimm kílómetrar hingað að fjöllum, að ósi Fögruhlíðarár,“ segir Stefán Geirsson, bóndi á Ketilsstöð- um í Jökulsárhlíð, um færslu á ós Lagarfljóts og Jöklu. Ós jökulfljótanna í Héraðsflóa hef- ur frá aldamótum færst norðar en hann var oftast á árunum 1945 til 2000. Hann var byrjaður að færast áður en meginhluta af vatni Jöklu var veitt í Lagarfljót eftir byggingu Kárahnjúkavirkjunar en hraðinn hef- ur aukist. „Ósinn hefur alltaf færst aðeins fram og til baka en stökk- breytingar hafa orðið eftir að minnk- aði í Jökulsá. Hún ruddist alltaf beint út,“ segir Stefán. Náttúran tekur við Ósinn er nú 3,2 kílómetrum norðar en hann var á seinni hluta síðustu ald- ar. Hætta er á stórfelldum spjöllum á grónu landi og veiði í Fagrahlíðará er í hættu, eins og kom fram í miklum flóðum síðastliðið vor. Landsvirkjun hefur gert áætlun um færslu óssins til fyrra horfs, að beiðni landeigenda og ábúenda, og notið til þess stuðnings sveitarstjórn- ar Fljótsdalshéraðs. Ætlunin er að grafa um 200 metra langan og 10 m breiðan skurð í gegnum fjörukamb- inn um 3,5 kílómetra suðaustan við núverandi ós Lagarfljóts. Skurðurinn mun ná um einn metra niður fyrir meðalsjávarhæð og gert er ráð fyrir að árvatnið grafi síðan nýja ósinn út og að brimið loki núverandi ósi. Stefáni líst vel á framkvæmdina og segir hana tilraunarinnar virði. „Það getur enginn sagt fyrir um niðurstöð- una með fullri vissu. Því skyldi þetta ekki geta tekist? Það er þá búið að prófa það.“ Landsvirkjun hugðist ganga í verkið í haust og taldi sig hafa leyfi stjórnvalda til þess en Skipulags- stofnun krafðist þess að metið yrði hvort verkið þyrfti að fara í umhverf- ismat. Stofnunin hefur nú staðfest að það þurfi ekki. Stefán vonast til að Landsvirkjun grafi skurðinn strax í janúar til þess að áin flytji sig fyrir vorflóðin. Ós Lagarfljóts fluttur um þrjá kílómetra til suðurs  Reynt að minnka skemmdir á grónu landi og vernda laxveiði í Fögruhlíðará Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Héraðssandur Ós Lagarfljóts / Jöklu sem er fjærst á myndinni verður færður um þrjá kílómetra til suðurs. Undirritaður hefur verið kaupsamn- ingur milli Eik- ar fasteigna- félags hf. og Arion banka hf. um kaup Eikar á öllu hlutafé í fasteignafélag- inu Land- festum ehf. Eik mun greiða fyrir kaupin með nýju hlutafé og verður Arion banki þar með stærsti hluthafi Eikar. Hlutafjárhækkun vegna kaupanna verður lögð fyrir hluthafafund Eikar í janúar næstkomandi en samning- urinn er gerður með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Eikar, nið- urstöðu áreiðanleikakannana og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Á sama tíma var undirritaður við- auki við kaupsamning Eikar á ákveðnum eignum SMI ehf. frá 23. ágúst síðastliðnum. Eftir kaupin verður Eik með um eitt hundrað eignir, samtals um 272 þúsund fermetra. Efnahagur sam- einaðs félags verður um 60 millj- arðar króna þar sem helstu eign- irnar verða meðal annars Borgartún 21 og 26, Smáratorg 1 og 3, Gler- ártorg, Skútuvogur 16, Austurstræti 5, 6, 7 og 17 og Þingholtsstræti 3-5. Meirihluti tekna sameinaðs félags verður af eignum miðsvæðis á höf- uðborgarsvæðinu. Eik kaupir Landfestar  Verður eitt stærsta fasteignafélagið Tólf þingmenn úr öllum flokkum hafa óskað eftir að fjármála- og efnahagsráðherra gefi Alþingi skýrslu um Dróma hf. Í beiðni þingmannanna er ráð- herra beðinn um að gera Alþingi grein fyrir öllum ákvörðunum sem opinberir aðilar, þ.m.t. stofnanir ríkisins og dómstólar, hafa tekið varðandi Dróma hf. með vísan í heimildir til slíkra ákvarðana. Jafn- framt skulu í skýrslunni koma fram stjórnunar- og eignatengsl allra að- ila sem umræddar ákvarðanir tóku og yfirstjórnar Dróma hf., þ.e. stjórnar og stjórnenda. Einnig vilja þingmennirnir að upplýst verði hvers vegna tekin var ákvörðun um að stofna Dróma hf. en ekki farin sambærileg leið og gert var með aðra banka og lána- stofnanir. Þá vilja þeir vita hvers vegna ríkisábyrgð sé á skuldabréfi útgefnu af Dróma til Arion banka. Vilja að ráðherra flytji skýrslu um Dróma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.