Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2013 Hugljúfar gjafir Kimmidoll á Íslandi | Ármúla 38 | Sími 588 5011 TOMONA „True Friend” spirit is direct but respectful. Maxi doll með swarovski kristöllum 4,500.- Bolli 2,590.- Allar starfsstöðvar ríkisskattstjóra verða opnar um jól og áramót sem hér segir: Þorláksmessa 23. des. - 930 - 1200 Aðfangadagur 24. des. - LOKAÐ Föstudagur 27. des. - 930 - 1530 Mánudagur 30. des. - 930 - 1530 Gamlársdagur 31. des. - LOKAÐ Fimmtudagur 2. jan. - 930 - 1530 VIÐTAL Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Þessi kröfugerð kemur gríðarlega mikið á óvart. Hún gengur mjög langt. Við fyrstu sýn virðist manni að rökstuðningurinn sé mjög fá- tæklegur, sérstaklega þar sem far- ið er inn á eignarlönd,“ sagði Óð- inn Sigþórsson, bóndi í Einarsnesi í Borgarfirði. Hann hefur unnið fyrir landeigendur og sveitarfélög að undirbúningi viðbragða við kröfugerð ríkisins um þjóðlendur í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Óðinn sagði að hann hefði búist við vandaðri vinnubrögðum og skýrari línum í þjóðlendukröfum en þarna birtast. Hann benti á að búið væri að úrskurða um þjóð- lendur á um helmingi landsins og kveða upp um 60 hæstaréttardóma í þjóðlendumálum. Mjög ágengar kröfur Óðinn sagði ljóst að margar jarðir yrðu fyrir mjög ágengum kröfum í þessari nýjustu kröfu- gerð ríkisins. Hann nefndi til dæmis jarðirnar Kalmanstungu, Húsafell og nokkrar fleiri jarðir í Hvítársíðu sem ættu töluvert und- ir niðurstöðunni. Óðinn sagði ljóst að farið væri inn á eignarlönd nokkurra jarða samkvæmt þing- lýstum landamerkjabréfum. Eftir er að fá kröfur ríkisins hnitsettar og verða þær bornar saman við hnitsett gögn um landareignir heima í héraði. Það versta við kröfugerð rík- isins, að mati Óðins, er að hæsta- réttardómar sem kveðnir hafa ver- ið upp um eignarréttindi, til dæmis varðandi Arnarvatnsheiði og Reyð- arvatn, eru að engu hafðir og jafn- vel reynt að snúa út úr þeim að því er Óðni sýndist. Óðinn kvaðst ekki vita til þess að ríkið hefði áður gert þjóðlendu- kröfur sem brytu í bága við jafn nýlega dóma Hæstaréttar og dæmi eru um í kröfugerðinni nú. Þar er um að ræða hæstaréttardóma frá 8. áratug síðustu aldar. „Þessi kröfugerð gengur svo langt, miðað við fyrirliggjandi dóma, að manni sýnist ríkið álíta að það geti fengið hæstaréttar- dóma tekna upp og þeim breytt. Það er mjög alvarlegt að mínu mati og jaðrar við að ógna rétt- aröryggi í landinu ef ríkið telur sig eiga meiri rétt en einstaklingarn- ir,“ sagði Óðinn. Hann sagði venj- una hafa verið þá að einstaklingar þyrftu að sætta sig við niðurstöður Hæstaréttar. Hart verður brugðist við „Það er deginum ljósara að hér í héraði munu menn bregðast mjög hart við kröfum ríkisins,“ sagði Óðinn. „Við teljum að þessar kröf- ur um þjóðlendur gangi miklu lengra en til dæmis kröfugerðin í Húnavatnssýslu.“ Þar er búið að skila inn gagnkröfum en óbyggða- nefnd á eftir að úrskurða um þær. „Miðað við hvernig farið er með gögn og dóma í þessari kröfugerð sýnist mér að það sé einbeittur vilji hjá fjármálaráðherra, sem setur fram kröfugerðina, til þess að þjóðnýta allt sem hægt er að þjóðnýta hér. Það er almenn skoð- un meðal þeirra sem hér eiga hagsmuna að gæta eftir að hafa hlaupið yfir þessa kröfugerð í fyrstu atrennu,“ sagði Óðinn. Þegar er hafinn undirbúningur að því í Mýra- og Borgarfjarð- arsýslu að lýsa kröfum landeig- enda fyrir óbyggðanefnd. Þjóðlendukröfur þykja ganga langt  Borgfirðingar og Mýramenn ætla að bregðast hart við kröfum ríkisins um þjóðlendur  Hæstarétt- ardómar um eignarréttindi eru sagðir að engu hafðir og jafnvel reynt að snúa út úr þeim í kröfugerðinni Staða þjóðlendumála Málsmeðferð ekki hafin Málsmeðferð hafin Málsmeðferð óbyggðanefndar lokið og úrskurðir kveðnir upp Svæði 10 Vestfirðir Svæði 9 Vesturland Svæði 8b Mýrar- og Borga- fjarðarsýsla Svæði 8a Norðvestur- land Svæði 7b Vestanvert Norðurland (nyrðri hluti) Svæði 4 Suðvesturland Svæði 3 Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla Svæði 7a Vestanvert Norðurland (syðri hluti) Svæði 1 Uppsveitir Árnessýslu Svæði 6 Austanvert Norðurland Svæði 5 Norðaustur- land Svæði 11 Austfirðir Svæði 2 Sveitarfélagið Hornafjörður Grunnkort/Loftmyndir ehf. Fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir hönd ríkisins, hefur afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, svæði 8 vestur, að undanskildum fyrrverandi Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli. Á svæðinu eru sveitarfélögin Akraneskaup- staður, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur og Borgarbyggð. Tilkynning óbyggðanefndar um kröfur ríkisins var birt í Lögbirtinga- blaðinu 18. desember sl. Þeir sem telja sig eiga land innan þjóðlendukröfusvæðisins geta lýst kröfum sínum skriflega fyrir óbyggðanefnd í síðasta lagi 20. mars 2014. Málsmeðferð óbyggðanefndar er lokið á átta svæðum af 13 og hafa úrskurðir verið kveðnir upp. Málsmeðferð er hafin á tveimur svæðum til við- bótar, svæði 8a á Norðvest- urlandi og svæði 8b í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Málsmeðferð er ekki hafin á norðanverðu Vesturlandi, Vestfjörðum og Aust- fjörðum. Óbyggðanefnd er sjálf- stæð úrskurðarnefnd á stjórnsýslustigi. Hún hefur það hlutverk að skera úr um hvaða land telst til þjóðlenda, hver eru mörk þess hluta þjóð- lendu sem nýttur er sem afréttur og að úr- skurða um eignarréttindi innan þjóðlenda. Málin ganga þannig fyrir sig að lögmenn fjár- málaráðherra lýsa kröfum fyrir hönd ríkisins. Þeir sem hagsmuna eiga að gæta geta brugðist við, gert athugasemdir við kröfurnar, lýst yfir eigin kröfum og lagt fram gögn þeim til stuðn- ings. Óbyggðanefnd sker síðan úr um kröf- urnar. Þorsteinn Magnússon, framkvæmdastjóri óbyggðanefndar, taldi raunhæft að miða við að lokið yrði við eitt svæði á hverju ári næstu ár- in. Líklegast er að númeraröð ráði því í hvaða röð svæðin verða tekin. Óbyggðanefnd var með fjárheimild upp á 80,4 milljónir á þessu ári. Gert var ráð fyrir að hún yrði 82,7 milljónir á árinu 2014. Meirihluti fjárlaganefndar lagði til lækkun um 20 millj- ónir sem á endanum varð 10 milljóna lækkun þannig að útlit er fyrir að óbyggðanefnd fái 73 milljónir á næsta ári. Þorsteinn sagði að nið- urskurður fjárheimilda upp á 20 milljónir á næsta ári hefði líklega tafið framvindu verk- efna óbyggðanefndar um allt að því eitt ár. Hann kvaðst vera vongóður um að hægt yrði að halda þokkalegum dampi á starfsemi óbyggðanefndar á næsta ári. Þorsteinn benti á að fjárheimild sem óbyggðanefnd fær vænt- anlega 2014 yrði innan við helmingur af raun- virði þess sem nefndin hafði úr að spila á hverju ári fyrir efnahagshrunið. gudni@mbl.is Stefnt á að ljúka svæði á ári næstu árin  Eftir er að hefja málsmeðferð á þremur svæðum  Dregið úr fjárveitingu til óbyggðanefndar Þorsteinn Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.