Morgunblaðið - 21.12.2013, Side 31
Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2013
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Þekktasti fangi Rússlands, Míkhaíl
Khodorkovskí, var leystur úr haldi í
gær eftir að hafa setið í fangelsi í
rúman áratug. Khodorkovskí var
auðugasti maður Rússlands áður en
hann féll í ónáð í Kreml þegar hann
vogaði sér að veita andstæðingum
Vladímírs Pútíns forseta fjárhags-
legan stuðning. Hann var tvisvar
sinnum dæmdur fyrir fjársvik en
stuðningsmenn hans, vestræn
stjórnvöld og mannréttindasamtök
telja að fangelsisdómarnir hafi verið
runnir undan rifjum Pútíns og emb-
ættismanna hans í Kreml.
Tilkynning Pútíns í fyrradag um
að hann hygðist veita Khodorkovskí
sakaruppgjöf kom mörgum stjórn-
málaskýrendum á óvart. Tildrög
sakaruppgjafarinnar eru enn óljós,
t.a.m. er ekki vitað hvort Khodor-
kovskí hafi gert einhvers konar
samning við Kremlverja um að hann
hafi ekki afskipti af rússneskum
stjórnmálum. Hins vegar telst það
alveg víst að Pútín hefði aldrei fallist
á sakaruppgjöfina teldi hann að hon-
um stafaði hætta af auðkýfingnum
fyrrverandi.
Khodorkovskí átti að vera í fang-
elsi þar til í ágúst á næsta ári en
rússneskir saksóknarar sögðu fyrr á
árinu að hann kynni að verða sak-
sóttur í þriðja skipti fyrir peninga-
þvætti. Pútín sagði í fyrradag að
hann teldi engar líkur á að Khodor-
kovskí yrði dreginn fyrir rétt aftur.
Rússneska dagblaðið Kommers-
ant hafði eftir ónafngreindum heim-
ildarmönnum í gær að Khodor-
kovskí hefði ákveðið að óska eftir
sakaruppgjöf eftir að embættismenn
öryggisstofnana hefðu komið til
hans í fangelsið og hótað honum
þriðju réttarhöldunum.
Pútín kvaðst hafa ákveðið að
veita Khodorkovskí sakarupp-
gjöf af mannúðarástæðum
vegna veikinda móður
hans sem er 79 ára og
þjáist af krabbameini.
Fáir taka mark á
þeirri skýringu.
Stjórn-
málaskýr-
endur og
hagfræð-
ingar
telja að
ákvörðun Pútíns sé liður í tilraunum
hans til að draga úr gagnrýni á rúss-
nesk stjórnvöld fyrir mannréttinda-
brot og bæta ímynd landsins fyrir
vetrarólympíuleikana í Sochi í febr-
úar.
Slakar ekki á klónni
Stjórnmálaskýrandinn Pierre Bri-
ancon telur að ekki sé hægt að túlka
ákvörðun Pútíns sem merki um að
hann hyggist slaka á klónni.
Khodorkovskí hafi orðið að tákni um
pólitískt einræði Pútíns og tangar-
hald Kremlverja á stærstu fyrir-
tækjum landsins en einræðiskerfið
hverfi ekki þótt holdgervingur oks-
ins hafi fengið frelsi.
„Þetta er mjög mikilvægt merki. Í
sjálfu sér breytir þetta engu en fær-
ir fjárfestum von,“ sagði þó hag-
fræðingurinn Sergej Gúríev, sem
flutti búferlum til Frakklands fyrr á
árinu eftir að hafa gagnrýnt síðari
fangelsisdóminn yfir Khodorkovskí.
Hermt er að Gúríev hafi flúið frá
Rússlandi eftir að rússnesk yfirvöld
hafi hafið rannsókn á stuðningi hans
við stjórnarandstæðinga.
Rússneska viðskiptablaðið Ve-
domosti lýsti sakaruppgjöfinni sem
óvæntu „trompi“ er Pútín hefði spil-
að út fyrir vetrarólympíuleikana.
„Kerfinu stafar ekki lengur hætta af
Khodorkovskí,“ sagði blaðið. Það
bætti við að sakaruppgjöfin myndi
ekki „græða sárin sem viðskiptalíf-
inu og samfélaginu var veitt fyrir tíu
árum“ þegar hann var hnepptur í
fangelsi.
Áður hafði dúman, neðri deild
þingsins, samþykkt sakaruppgjöf
sem nær til a.m.k. 20.000 fanga, m.a.
fanga undir lögaldri, fatlaðra, barns-
hafandi kvenna, mæðra og fyrrver-
andi hermanna. Pútín hefur staðfest
að sakaruppgjöfin nái til tveggja
kvenna í pönkhljómsveitinni Pussy
Riot, sem voru fangelsaðar fyrir
mótmæli gegn Pútín, og Grænfrið-
unga sem mótmæltu olíuvinnslu
Rússa í Norður-Íshafi.
EPA
Frjáls í Berlín Míkhaíl Khodorkovskí (t.v.) ræðir við Hans-Dietrich Genscher, fyrrverandi utanríkisráðherra Þýska-
lands, á flugvelli í Berlín. Khodorkovskí kom þangað í gær eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Rússlandi.
Míkhaíl Khodorkovskí er mjög um-
deildur í Rússlandi; sumir líta á
hann sem þjóf sem hafi stórauðg-
ast á einkavæðingunni eftir hrun
Sovétríkjanna en aðrir telja hann
vera píslarvott og fórnarlamb kúg-
unar ráðamannanna í Kreml. Lík-
lega er hann hvort tveggja.
Khodorkovskí, sem er fimm-
tugur, stofnaði Menatep-banka
þegar hann var 26 ára
og notaði hann til
að kaupa olíu-
fyrirtækið Yuk-
os á lágu verði í
forsetatíð Borís
Jeltsíns. Hann
var á meðal svo-
nefndra
olíg-
arka
sem dældu peningum í kosn-
ingasjóði Jeltsíns til að hjálpa hon-
um að ná endurkjöri árið 1996
þegar vinsældir hans höfðu
snarminnkað. „Í staðinn lét stjórn-
in Khodorkovskí bestu bitana í té
fyrir litla peninga [í einkavæðing-
unni],“ sagði Matthias Schepp,
blaðamaður Der Spiegel í Moskvu.
Khodorkovskí féll hins vegar í
ónáð hjá Pútín eftir að auðkýf-
ingurinn tók að dæla peningum í
andstæðinga forsetans. Eftir að
Khodorkovskí var dæmdur í fang-
elsi fyrir tíu árum var olíufyrirtæki
hans lýst gjaldþrota og eignir þess
seldar fyrirtækjum í eigu ríkisins,
m.a. Rosneft sem er nú stærsta
olíufyrirtæki heims sem skráð er á
hlutabréfamarkaði. Rússneska rík-
ið á enn meirihluta í Rosneft og
fyrirtækið er undir stjórn eins af
nánustu bandamönnum Pútíns,
Ígors Setsjíns, sem er talinn hafa
beitt sér fyrir handtöku Khodor-
kovskís.
Þjófur og/eða píslarvottur
KHODORKOVSKÍ ER UMDEILDUR Í RÚSSLANDI
Vladímír Pútín
Óvænt útspil Pútíns
talið breyta sáralitlu
Okið hverfur ekki þótt holdgervingur þess fái frelsi
4
4
Tengimögul.,iPod/MP3 / Plötuspilara!
Tengimögul.,iPod/MP3 / Plötuspilara!
Tengimögul.,iPod/MP3 / Plötuspilara!
Tengimögul.,iPod/MP3 / Plötuspilara!
Jólagjöfin
á einstöku verði
www.tivoliaudio.de
thdan@simnet.is