Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2013 ✝ Ásta IngibjörgÁrnadóttir húsfreyja fæddist í Ölversholtshjá- leigu, Holtum, hinn 23. janúar 1923. Hún lést föstudaginn 6. des- ember 2013 á Kirkjuhvoli, Hvols- velli. Foreldrar hennar voru hjón- in Marsibil Jó- hannsdóttir húsfreyja, f. 23.3. 1893, d. 26.12. 1980, og Árni Árnason, kennari og bóndi, f. 2.11. 1886, d. 4.9. 1949. Systk- ini Ástu voru Ólafur Örn, f. 12.8. 1919, d. 28.10. 1919, Ólaf- ur Örn, f. 11.1. 1921, d. 24.4. 2012, Baldur, f. 3.2. 1922, d. 11.1. 1992, Jóhanna Sigrún, f. 30.12. 1923, og Sigríður, f. 16.9. 1926. Hinn 4. júní 1946 giftist Ásta Sveinbirni Sigurjónssyni bifreiðastjóra, f. 19. mars 1920, d. 17. júlí 2011, frá Torfastöðum í Fljótshlíð. For- eldrar hans voru hjónin Sigur- jón Jónsson bóndi, f. 24.6. 1898, d. 18.9. 1947, og kona hans Ólína Sigurðardóttir, f. 21.9. 1882, d. 19.3. 1963. Systkini Sveinbjarnar voru börn, b. Árni, f. 28.4. 1967, giftur Karen Eiríksdóttur Kinchin, f. 25.11. 1969, eiga þau eina dóttur en Árni á eina dóttur af fyrra sambandi, c. Margrét, f. 3.7. 1977, gift Juan Pulgar, f. 26.1. 1975, eiga þau tvö börn. 3) Árni, f. 30.8. 1950, d. 4.3. 1951. 4) Óskar Örn, f. 3.12. 1953, d. 12.7. 1954. 5) Margrét Þóra, f. 22.11. 1959, d. 1.7. 1960. Langalang- ömmubörnin eru orðin þrjú. Ásta og Sveinbjörn áttu samleið í sextíu og átta ár. Þau bjuggu fyrst á Torfastöð- um, 1946 keyptu þau Höfða sem var nýbýli í Torfastaða- landi. Þar bjuggu þau til 1962 er þau fluttu til Reykjavíkur, síðast bjuggu þau í Sólheimum 27. Í apríl 2011 fluttu þau austur að Kirkjuhvoli á Hvols- velli þar sem þau bæði nutu einstakrar aðhlynningar til hinstu stundar. Um árið 1994 hófu þau ræktun trjáa á lítilli spildu í landi Torfastaða og byggðu þar síðan sumarbústað ásamt dætrum sínum. Ásta tók virkan þátt í heim- ilis- og bústörfum frá unga aldri. Eftir að hún flutti til Reykjavíkur starfaði hún á þessum sviðum, fyrst við hönn- un prjónafatnaðar og síðan við matseld, síðast í Mennta- skólanum við Sund. Útför Ástu fer fram frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljóts- hlíð í dag, 21. desember 2013, og hefst athöfnin kl. 14. Sigurjón, f. 24.3. 1921, d. 31.7. 1994, Anna Sigríður, f. 17.9. 1923, d. 6.10. 1985, Óskar, f. 16.8. 1925, d. 15.10. 2012. Hálf- bróðir Svein- bjarnar, sam- mæðra, var Sigurður Svein- björnsson, f. 30.8. 1907, d. 23.7. 1967. Börn Ástu og Sveinbjarnar eru 1) Erna Marsibil, fv. skóla- stjóri, f. 5.6. 1944, gift Jóni Sverri Garðarssyni mjólk- urfræðingi, f. 24.9. 1945. Börn þeirra eru a. Sveinbjörn, f. 28.8. 1965, giftur Marcosu Me- dico, f. 25.4. 1970 og eiga þau þrjú börn, b. Sigrún Eugenio, f. 21.9. 1970, gift Vitor Hugo Eugenio, f. 16.12. 1975 og eiga þau einn son, c. Ásta Björg, f. 14.8. 1971, gift Jóhanni Ólafi Steingrímssyni, f. 29.11. 1963, og eiga þau fimm börn. 2) Sig- urlín skólastjóri, f. 3.7. 1947, var gift Gylfa Gunnarssyni endurskoðanda, f. 2.7. 1943, d. 21.4. 2011. Börn hennar eru a. Ásbjörn, f. 23.6. 1965, sam- býliskona hans er Kristi Lysa- ker, f. 26.11. 1966, á hann átta Í dag, þann 21. desember, á vetrarsólstöðum, fylgjum við til grafar móður okkar, Ástu Ingi- björgu Árnadóttur. Hún hafði verið mjög veik í fáeinar vikur en fram að þeim tíma verið hress og haldið andlegu atgervi. Móðir okkar fæddist í byrjun þriðja áratugar síðustu aldar. Hún var fjórða barn foreldra sinna sem voru bændur en höfðu bæði ung brotist til mennta sem var fremur fátítt í þá daga, hún var lærður klæðskeri en hann kennari. Mikil fátækt var á upp- vaxtarárum mömmu en hún tók þátt í heimilis- og bústörfum frá unga aldri eins og þá tíðkaðist. En þrátt fyrir fátækt var heimilið menningarheimili og mikil sam- heldni ríkti og náið samband var milli þeirra systkinanna alla ævi. Þau sýndu vel hversu vandað uppeldi þau höfðu fengið og voru trú þeim gildum sem þeim voru kennd í æsku. Mamma þráði alla tíð að mennta sig en varð ung að fara að vinna utan heimilis. Hún var list- ræn og mikil hagleikskona í hvers konar hannyrðum og listmálun og var einnig bæði bókelsk og ljóðelsk. Auk þess var hún frá- bær í matargerð og hafði unun af að bjóða gestum til veislu. Eftir að hún flutti til Reykjavíkur starfaði hún á þessum sviðum, fyrst við hönnun prjónafatnaðar og síðan við matseld, síðast í Menntaskólanum við Sund. Um tvítugt kynntist mamma föður okkar og áttu þau samleið í sextíu og átta ár, alla tíð afar samrýnd og samhent hjón. Það var henni mikið áfall þegar hann féll frá fyrir rúmum tveimur ár- um. Þau byrjuðu búskap á Torfa- stöðum í Fljótshlíð en 1946 keyptu þau Höfða sem var nýbýli í Torfastaðalandi. Sama ár keyptu þau vörubíl og nóg var að gera auk þess að sinna smábú- skap. Mamma var í kvenfélaginu og í saumaklúbbi með góðum vin- konum. Árin í Höfða voru í mörgu góð en þó lituð af sorg, þau misstu þrjú af börnum sínum aðeins fárra mánaða gömul. Það sýnir best hve vel gerðar mann- eskjur þau voru að komast heil frá því. Árið 1962 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Þá hófst nýr kafli í sögu foreldra okkar sem varaði í um hálfa öld. Það var góður tími í huga mömmu, þau voru virk á vinnumarkaði og ferðuðust mik- ið, fóru margar ferðir til útlanda og flökkuðu víða um landið. Um árið 1994 hófu þau ræktun trjáa á lítilli spildu í landi Torfastaða og byggðu þar síðan sumarbústað ásamt dætrum sínum. Þar lögðu þau gjörva hönd á plóginn þó að fullorðin væru. Seinustu ár sín var pabbi orðinn mjög veikur og árið 2011 fluttu þau austur að Kirkjuhvoli á Hvolsvelli. Þar nutu þau bæði einstakrar að- hlynningar til hinstu stundar. Það sem einkenndi móður okk- ar einna mest var hve hún var einstaklega umhyggjusöm og kærleiksrík við börn og unglinga, sín eigin börn og barnabörn og annarra. Hún hvatti okkur og studdi til mennta og var alltaf til taks ef á þurfti að halda í lífinu og öllum vildi hún gott gera. Við kveðjum hana með söknuði og þakklæti í huga, það breytist margt þegar hennar nýtur ekki lengur við. Nú er það okkar að skila áfram umhyggjunni og kær- leikanum til yngri kynslóða. Blessuð sé minning góðrar konu og móður. Erna Marsibil og Sigurlín Sveinbjarnardætur. Í dag kveð ég hana langömmu mína, Ástu Ingibjörgu Árnadótt- ur. Margar góðar og fallegar minningar koma fram í huga mér þegar ég hugsa til baka og rifja upp þær góðu stundir sem ég átti með Ástu ömmu. Úr fallega hús- inu hjá langömmu og langafa í Heiðargerðinu á ég mínar fyrstu minningar. Sem strákpjakkur lék mér oft í litla kofanum í bakgarð- inum og svo voru það allar gömlu teiknimyndirnar sem amma átti á spólu. Í stóru blokkina í Sólheim- unum var gaman að koma. Ég bjó með foreldrum mínum vestur á Patreksfirði á mínum yngri árum þannig að ekki hitti ég langömmu og langafa oft en í hverri bæjar- ferð til Reykjavíkur var alltaf komið í heimsókn. Langamma tók alltaf svo vel á móti mér og öllum sem heimsóttu hana. Alltaf átti hún nóg að bjóða þeim gest- um er til hennar komu, kökur og kræsingar. Á fallegum sumar- dögum var gaman að fara austur í Fljótshlíðina, þar sem langamma og langafi áttu lítinn fallegan sumarbústað í einni fegurstu sveit landsins. Síðar fluttu þau á dvalarheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli. Í fyrrasumar vann ég við afleysingarlöggæslu á Hvols- velli, nýtti ég þá tækifærið og heimsótti langömmu eins oft og ég gat. Þótti Ástu ömmu ekki slæmt að fá lögreglumann í full- um skrúða í heimsókn til sín. Ég er gríðarlega þakklátur fyrir all- ar þær góðu stundir sem ég átti með henni langömmu minni. Hún var einstaklega æðrulaus og góð kona sem kenndi og sagði mér svo margt. Ég mun geyma þá visku sem hún gaf mér í hjarta mínu. Ég er einkar þakklátur fyr- ir að Ásta amma var með okkur fjölskyldunni síðustu tvenn jólin sem hún lifði. Að síðustu er ég mjög ánægður með að ég og Sig- rún Gróa, kærasta mín, ákváðum ásamt Hannesi bróður og kær- ustu hans að taka okkur bíltúr á fallegum laugardegi nú í lok nóv- embermánaðar. Ég er þakklátur fyrir að hafa farið austur þennan dag að hitta þig í síðasta sinn og sýna þér sónarmyndir af litla krílinu okkar Sigrúnar. Guð geymi þig elsku langamma mín. Jón Árni Jóhannsson. Ásta Ingibjörg Árnadóttir Þá er komið að leiðarlokum hjá þér, Helgi minn, og þinni stuttu ævi hér á jörðu er lokið. Þú hefðir orðið þrítugur núna 22. desember ef þitt ótímabæra andlát hefði ekki borið að. Ég átti því láni að fagna að fá að kynnast þér á fyrstu árum ævi þinnar og fram á unglingsárin. Saman áttum við margar gleði- og ánægjustundir. Ég man sundferðirnar sem við fórum sem þú hafðir svo gaman af. Mér fannst líka gaman þegar þú hringdir í mig þegar sólin skein og minntir mig á að nú væri gott að skreppa í sund. Mér er líka minnisstætt hvað þú varst glaður og tókst vel á móti mér þegar ég var að koma heim eftir langa fjarveru á sjónum. Það voru skemmtilegir Helgi Rafn Ottesen ✝ Helgi RafnOttesen fædd- ist á Akureyri 22. desember 1983. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 12. nóv- ember 2013. Útför Helga Rafns fór fram frá Fossvogskirkju 19. nóvember 2013. endurfundir. þegar við fórum eitt sinn að heim- sækja ömmu á Blönduósi talaði hún um hvað þú værir myndarleg- ur, skemmtilegur og líflegur strákur og þar var ég henni hjartanlega sammála. Það kom líka í ljós er við gengum sam- an á Esjuna þegar þú varst aðeins ellefu ára gam- all að það var kraftur í þér og okkur fannst ekkert erfitt að ganga á fjallið. Stuttu seinna fórum við dagsferð með Ferða- félaginu og þá gengum við fjór- tán kílómetra. Ég veit að lífið hefur ekki verið auðvelt hjá þér, elsku drengurinn, minn. En ég mun ávallt minnast þín með hlýju í hjarta. Hafðu þökk fyrir allar stundirnar sem við fengum að vera saman, Helgi minn. Ég varðveiti þá minningu vel. Megi Guð geyma þig. Foreldrum, systur og öðrum aðstandendum sem eru að takast á við sorgina sendi ég mínar bestu samúðar- kveðjur. Einar Guðmundsson. Elsku Viðar frændi. Ég minn- ist þín sem góðhjartaðs og skemmtilegs manns, sem sárt verður saknað. Það átti bæði við þig og Stínu þína, sem, eins og þú, yfirgaf okkur allt of fljótt. Lífið getur verið svo óútreikn- anlegt og óréttlátt. En núna ertu laus við allan sársauka og kom- inn á betri stað. Það var alltaf gaman að hitta ykkur fjölskylduna. Það var svo góð nærvera sem fylgdi ykkur. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa hitt þig í sumar þegar ég var í heimsókn á Íslandi. Þú varst samur við þig þrátt fyrir erfið veikindi, stutt í húmorinn. Ég mun ekki gleyma því þegar þú komst í heimsókn til mömmu og Jóns í Veghúsin, þegar við höfð- um það huggulegt og spjölluðum allt kvöldið. Vertu ekki grátinn við gröfina mína góði, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér – gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér. (Þýð. Ásgerður Ingimarsdóttir) Elsku Andrés, Margrét, Telma Svava og aðrir aðstand- endur: Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Viðar skilur eftir sig stórt skarð, en minningin um góðan mann mun alltaf lifa. Kristín Stefánsdóttir. Viðar Gíslason ✝ Viðar Gíslasonfæddist í Reykjavík 21. des- ember 1957. Hann lést á gjörgæslu- deild Landspít- alans við Hring- braut 23. nóvember 2013. Útför Viðars fór fram frá Graf- arvogskirkju 4. desember 2013. Í Austurgerðinu var gott að vera. Æska okkar var yndisleg og vart er hægt að hugsa sér betra hlutskipti en það sem okkur var fært. Viðar, frændi minn, var eitt af „börnunum niðri“ og ég eitt af „börn- unum uppi“, mæður okkar voru systur og feður okk- ar voru vinir sem reistu húsið okkar. Við bjuggum í fallegu tvíbýlis- húsi í Kópavoginum, á besta stað í bænum. Og uppvaxtarárin voru í alla staði óaðfinnanleg. Við vor- um báðir stríðnir grallarar; fikt- uðum í öllu sem hægt var að fikta í. Uppátæki okkar voru fullkomlega óútreiknanleg og prakkarastrikin af ýmsum og ólíkum toga. Við frændurnir rifumst og slógumst, eins og alvöru frændur gera. En ég man alltaf eftir ein- beitninni sem var í andliti Viðars þegar við smíðuðum kofa. Hann lagði allt í augnablikið, starði á naglann eins og dáleidd- ur og úr fasi hans skein einhver ólýsanleg aðdáun, eins og hann gæti séð kofann verða til af ein- um nagla. Saman áttum við æskuna. En síðan hafa leiðir okkar ekki legið saman. Við höfum farið hvor í sína áttina. Að eiga minningu um þennan frænda minn, sem núna er farinn yfir móðuna miklu, er mér afar dýrmætt. Ég á minningar þar sem fjölskyldur okkar eru saman á jólum; Dæja og Gísli, mamma og pabbi og við öll; börnin sjö. Æskan er það sem fylgir okk- ur alla ævi, hvort sem við kveðj- um seint eða snemma. Í vindi hljómar dauðans æðsta öskur og engill næturinnar fer á sveim; um regnvot stræti fólk með ferðatöskur í fölri birtu kveður þennan heim. Vertu sæll, kæri frændi, þín er sárt saknað. Kristján Hreinsson. ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is útfararstjóri útfararþjónusta Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson Frímann Andrésson útfararþjónusta Jón Bjarnason útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir uðmundur Baldvinsson útfararþjónusta G Þorsteinn Elíasson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vináttu og hlýju við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR ÁRNÍNU ÁRNADÓTTUR, Skarðshlíð 13c, Akureyri. Sérstakar þakkir sendum við stelpunum í Heimahlynningu á Akureyri og Dvalarheimilinu Hlíð fyrir frábæra umönnun og hlýju. Ingvi Rafn Flosason, Guðbjartur Árni Guðnason, Amalía Guðnason, Anna Guðrún Guðnadóttir, Rúnar Egilsson, Berglind Sigurlaug Guðnadóttir, Indriði Jóhannsson, Jóhannes Rafn Guðnason, Karlína Sigríður Ingvadóttir, Marinó Marinósson, ömmu- og langömmubörn. ✝ Innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur vináttu, hlýhug og samúð við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengda- föður, afa og langafa, BOGA GUÐBRANDAR SIGURBJÖRNSSONAR, Eyrarflöt 4, Siglufirði. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar á Siglufirði fyrir hlýju og góða umönnun. Sigurhelga Stefánsdóttir, Kristín Bogadóttir, Kristján Björnsson, Sigurbjörn Bogason, Kristrún Snjólfsdóttir, barnabörn og langafabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.