Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2013 Undanfarna daga hefurgengið á með kvein-stöfum fólks vegnaþess að í ljós hefur komið að margir unglingar ljúka svo grunnskólanámi sínu að þeir lesa sér vart til fulls skilnings. Eins og við er að búast leita menn nú að heppilegum sökudólgi en hann er ekki fundinn enn og finnst kannski aldrei. Sumir kenna tölvum um og þeirri fíkn sem þær hafa hrundið af stað, aðrir foreldrunum sem ekki sinna börnum sínum sem skyldi. Flestir horfa þó ásökunaraugum til skól- anna og saka þá um glæpinn. All- ir eru þó sammála um að ástandið sé ekki þeim sjálfum að kenna. Það er ástæða til að benda á að í grunnskólum landsins er víða unnið frábært starf, ekki síst í því að lyfta undir móðurmálið. Nú nýverið fékk ég í hendur ritið Ljóðabók 7. bekkjar í Hörðuvalla- skóla frá kennara bekkjarins, Leifi H. Leifssyni. Bókin er undra skemmtileg og leiðir í ljós að börn í 7. bekk grunnskóla geta orðið frábær skáld sé þeim leið- beint og þau fái hvatningu. Bókin sýnir að börnin hafa lært á galdur tungumálsins sem án efa mun fylgja þeim lengi og efla þau til dáða. Það vakti athygli mína hversu vel börnin fara með myndmálið, myndhverfingar, viðlíkingar. Þannig yrkir t.d. Anton um snjó- inn: Snjórinn Snjórinn er eins og hveiti sem allir vilja baka úr. Sólin er ofninn sem sér um baksturinn. Og geri aðrir betur! Snorri Sturluson hefði án efa fengið gæsahúð og notað ljóðið sem dæmi um nýgervingu; myndinni, sem hefst á „hveiti“ og lýkur á „baksturinn“, er haldið allt til loka ljóðsins. Anton hefur þannig kynnst þeim töfrum sem leynast í tungumálinu þegar því er beitt af listfengi. Þeir sem lesið hafa Hávamál muna líklega hversu vináttan veg- ur þar þungt, hvernig við varð- veitum hana og hversu brothætt hún getur verið. Höfundur Háva- mála fær hér verðugan eftirmann í Patriki Snæ sem finnur sér heppilegt myndmál til að lýsa vin- áttunni: Vinátta Vinátta er eins og egg, ef þú gleymir að hugsa um hana eyðileggst hún. Ef þú heldur of fast um hana brotnar hún. Ef þú heldur of laust gætir þú misst hana. Vinátta er merkilegasti hlutinn í lífi allra. Íris sest við hlið Tómasar Guð- mundssonar og gerist Reykjavík- urskáld: Reykjavík Reykjavík er eins og lítil geymsla. Fólksbílar eru pínulitlar mýs en jepparnir eru ljótar rottur. Húsin eru lítil og falleg dúkkuhús. Tjörnin er vatnið sem Anna hellti niður í gær. Harpan er glerbrotahrúga af brotnum glösum og vösum. Það er ástæða til að óska 7. bekk Hörðuvallaskóla og kennara hans til hamingju með þessa skemmtilegu ljóðbók. Pisa- könnunin heldur ekki fyrir manni vöku þegar bókin er lesin. Snjórinn er eins og hveiti Tungutak Þórður Helgason thhelga@hi.is Það er haft fyrir satt, að Jónas frá Hriflu hafikennt nokkrum kynslóðum Íslendinga að hataDani. Sennilega er mín kynslóð ein sú síðastasem ólst upp við þær tilfinningar. Og tæpast fer á milli mála, að þær urðu að einhverju leyti til við lestur námsbóka, m.a. Jónasar. En vafalaust hefur andrúms- loftið og umræðurnar hér síðustu árin fyrir lýðveldis- stofnun átt þátt í þessari innrætingu svo og lýðveld- isstofnunin sjálf og það sem á eftir fylgdi. Og víst er um það, að þegar ég kom 17 ára gamall til Danmerkur sum- arið 1955 að vinna þar á búi við að hirða svín og rækta korn var mitt fyrsta verk úti á ökrunum að krefjast þess af dönskum landbúnaðarverkamönnum, að þeir skiluðu handritunum heim. Þeir skildu ekki hvað ég var að tala um. Smátt og smátt fjaraði hatrið á Dönum út og sögu- kennsla í skólum breyttist. Og svo eignuðumst við nýjan óvin, þegar Bretar sendu brezk herskip hvað eftir annað inn í íslenzka fiskveiðilögsögu til þess að verja veiðiþjófn- að togara frá Grimsby og Hull. Stundum getur verið gott fyrir nýfrjálsar þjóðir að eiga svona óvini. Það herðir baráttuandann. Um tuttugu árum eftir að síðasti brezki togarinn hvarf af Íslands- miðum upplýsti ungt fólk á ritstjórn Morgunblaðsins mig um að það væri úrelt og gamaldags að hugsa í þjóð- ríkjum. Þau heyrðu sögunni til. Og í byrjun þessarar ald- ar mátti helzt ekki nota orðin þjóðlegt eða þjóðern- iskennd. Það var talin þjóðremba eða hættulegar öfgar. En nú eru breyttir tímar og tími þjóðríkjanna að renna upp á ný. Sameiningarþróunin í Evrópu er að stöðvast og smátt og smátt er ráðamönnum í Evrópu að verða ljóst að lengra verði ekki komizt. Þjóðir Evrópu hver um sig vilja halda sínum sérkennum og sérstöðu. Þau sjónarmið sem unga fólkið á ritstjórn Morgunblaðsins hélt fram fyrir tæpum tveimur áratugum um stöðu þjóðríkisins eru sjálf orðin gömul og úrelt. Það er í þessu ljósi og samhengi sem ákvörðun Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, um að setja á fót í forsætisráðuneytinu skrifstofu menningar- arfs er alveg sérstakt fagnaðarefni. Allt í einu er kominn fram á vettvang stjórnmálanna maður, sem er óhræddur við að sýna áhuga sinn á því sem þjóðlegt er í verki. Mar- grét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður, hefur tekið að sér í eitt ár að fylgja þessu verkefni úr hlaði og hefði tæpast verið hægt að fá betri starfsmann til þessa verks eins og störf hennar í Þjóðminjasafninu eru til marks um. Í þessu sambandi er ástæða til að minna á þingsálykt- unartillögu sem fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokks flytja á þessu þingi undir forystu Ragnheiðar Ríkharðsdóttur um varðveizlu menningararfleifðar á stafrænu formi en í greinargerð hennar segir: „Með mótun markvissrar, heildstæðrar og metnaðar- fullrar stefnu þarf að tryggja að bókmenntaverk, tón- verk, myndverk og önnur menningarverðmæti fyrri alda, áratuga og ára verði alltaf tiltæk almenningi á stafrænu formi. Tækniframfarir eru hraðar og miklar og ný tæki, t.d. til lestrar eru að ryðja sér til rúms … Þess vegna þarf að hefja þetta verk og koma menningararfleifð okkar í það form, sem nýjasta tækni gefur kost á. Slíkt menningarverkefni er umfangsmikið og krefst verulegra fjármuna en með því að setja raunhæf mark- mið til nokkurra ára ætti verkefnið að geta orðið fjár- hagslega framkvæmanlegt. Í náinni framtíð eru tvö stór- afmæli á Íslandi, 100 ára afmæli fullveldis 1. desember 2018 og 1100 ára afmæli Alþingis 2030. Þjóðargjöfin gæti verið sú að hefjast handa við þetta verkefni í ár og ljúka því árið 2030.“ Hér er augljóslega kjörið verkefni fyrir hina nýju skrifstofu menningararfs í forsætisráðuneytinu. Þótt ný tækni skipti miklu máli í þessu sambandi hefur Benedikt Erl- ingsson, leikari, sýnt með snilld- arlegum hætti að hægt er að koma menningararfleifð fortíðarinnar til skila með nýjum hætti við nýjar kyn- slóðir. Og er þá átt við leikverk hans byggð á Íslendingasögum. En fleira er að gerast um þessar mundir, sem sýnir að menningararfurinn verður okkur sífellt hugstæðari. Hinn nýi sjónvarpsþáttur Brynju Þorgeirsdóttur og Braga Valdimars Skúlasonar, Orðbragð, þar sem fjallað er um íslenzkt mál með skemmtilegum hætti er frábær- lega vel gerður og til marks um þá menningarlegu þýð- ingu sem Ríkisútvarpið hefur í okkar samfélagi, hvað sem líður deilum um það að öðru leyti. Umræður um tungu okkar og menningu á borð við þær sem fram fara í Orðbragði og þátturinn hvetur til úti í samfélaginu skipta miklu máli og eru líklegar til að stuðla að því að íslenzkan „nái vopnum sínum“ (svo vitnað sé til orðbragðs Sverris Hermannssonar, fyrrverandi alþingis- manns og ráðherra) gagnvart enskunni, sem sækir of mikið á í okkar samfélagi. Gamall vinur minn hafði ým- islegt við umfjöllun þáttarins um norðlenzku að athuga en skiptar skoðanir um málið og líflegar umræður um þær stuðla að því að styrkja það. Við eigum að umgangast málið af meiri virðingu en við gerum. Stundum er það virðingarleysi, sem málinu er sýnt á vettvangi fjölmiðla, þar sem almanna-umræður fara fram, yfirgengilegt og vekur spurningar um skóla- kerfið. Alvarlegar málvillur í Morgunblaðinu á ritstjóraárum Matthíasar Johannessen höfðu þau áhrif á hann að hann var ekki mönnum sinnandi þann dag. Ég gat ekki betur séð en að hann verkjaði ekki bara andlega heldur lík- amlega af þeim sökum. Þannig þarf þjóðinni að líða þegar illa er farið með ís- lenzkt mál. Áhugi forsætisráðherrans á menningararfinum er sérstakt fagnaðarefni Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Þjóðlegt og þjóðerniskennd ekki lengur bannorð Fræg eru ummæli BjörnsSigfússonar háskóla-bókavarðar: „Þögnin er fróðleg, þó að henni megi ekki treysta um hvert atriði.“ Stundum segja menn margt með því að þegja. Á sama hátt eru tveir fund- ir, sem boðaðir voru, en ekki haldnir, merkilegir í íslenskri stjórnmálasögu síðari tíma. Menningartengsl Íslands og Ráðstjórnarríkjanna, MÍR, héldu venjulega hátíðarfund í Reykjavík á afmæli rússnesku byltingarinnar 7. nóvember, enda nutu samtökin ríflegs fjárhagsstuðnings að aust- an. Miðvikudagskvöldið 7. nóv- ember 1956 hafði slíkur fundur verið auglýstur á Hótel Borg, og ræðumaðurinn skyldi vera sjálfur Halldór Kiljan Laxness, sem hlot- ið hafði Nóbelsverðlaun í bók- menntum árið áður. Hljóta dygg- ustu ráðstjórnarvinirnir í Sósíalistaflokknum eins og þeir Jón Rafnsson og Eggert Þor- bjarnarson, starfsmenn Sósíal- istaflokksins, og Vilhjálmur Þor- steinsson, gjaldkeri Dagsbrúnar, að hafa hlakkað til. En Kremlverj- ar gerðu þeim þann óleik að ráð- ast inn í Ungverjaland nokkrum dögum áður og kæfa í blóði upp- reisn gegn kommúnistastjórninni. Hætt var þegjandi og hljóðalaust við fundinn. Leið nú rösk hálf öld. Íslenskir vinstri menn höfðu haft hús- bóndaskipti. Kremlverjar voru farnir veg allrar veraldar, en breski Verkamannaflokkurinn stjórnaði Bretlandi, hafði sett hryðjuverkalög á Íslendinga og krafist þess, að íslenskir skatt- greiðendur greiddu skuldir, sem nokkrir athafnamenn og erlendir viðskiptavinir þeirra höfðu stofnað til. Vildu vinstri menn láta undan þessum kröfum. Þegar því var tví- vegis hafnað í þjóðaratkvæða- greiðslum, settu þeir traust sitt á, að EFTA-dómstóllinn liðsinnti þeim. Úrskurðinn átti að kveða upp 28. janúar 2013. Samfylkingin auglýsti fund miðvikudagskvöldið 30. janúar á Hallveigarstíg, þar sem Vilhjálmur Þorsteinsson, gjaldkeri Samfylkingarinnar, skyldi vera ræðumaður. En vinstri mönnum að óvörum vann Ísland málið. Þá var birt þessi óborg- anlega auglýsing: „Ágæti félagi. Áður auglýstum fundi um Icesave- dóminn sem halda átti á Hallveig- arstíg 1 annað kvöld, miðvikudags- kvöldið 30. janúar, er frestað vegna þess að húsnæðið á Hall- veigarstíg er þétt setið þessa dag- ana vegna landsfundarverkefna og undirbúnings sem honum tengist.“ Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Fundirnir sem ekki voru haldnirGÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Frá okkur færðu skyrturnar þínar tandurhreinar og nýstraujaðar Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík www.bjorg.is • Sími 553 1380 ÞVOTTAHÚS EFNALAUG DÚKALEIGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.