Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2013 tofrandi jolagjafir Kringlan 4-12 | s. 577-7040 • loccitane.com VERBENA GJAFAKASSI Jólatilboð: 6.350 kr. Andvirði: 7.850 kr. Sápa 100 g - 680 kr. | Ilmpoki 35 g - 1.110 kr. Sturtusápa 250 ml - 2.230 kr. | Húðmjólk 250 ml - 3.830 kr. .. ‘ BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Einstaklingar ættu að íhuga vandlega hvort þeir taki út séreignarsparnað áður en þeir ná lífeyrisaldri, enda get- ur séreignarsparnaður verið veruleg viðbót við eftirlaunagreiðslur á efri árum. Þeir sem greiða í lífeyris- sjóð alla starfsæv- ina geta vænst þess að fá um 35%-45% af loka- launum þegar þeir fara á eftirlaun. Séreignin bætist þar við. Gunnar Bald- vinsson, formaður Landssamtaka líf- eyrissjóða, vekur aðspurður athygli á þessu í tilefni af nýjum tölum um út- tektirnar sem birtar eru hér til hliðar. Gunnar segir þörfina fyrir viðbót- arlífeyrissparnað aldrei hafa verið meiri en núna. Meðalævin að lengjast ,,Búist er við að meðalævi lands- manna haldi áfram að lengjast og mannfjöldaspár gera ráð fyrir að á næstu áratugum muni fjöldi ellilífeyrisþega tvöfaldast á sama tíma og einstaklingum á vinnualdri fyrir hvern ellilífeyrisþega fækkar um helming. Einstaklingar geta því ekki búist við að ríkið verði aflögufært til að bæta við eftirlaunin og verða því sjálfir að byggja upp eignir og sparn- að til að greiða eftirlaun,“ segir Gunn- ar um þróun mála næstu áratugina. Alls hafa rúmlega 88 milljarðar verið teknir aukalega út af séreign- arsjóðum síðan sérstök úttekt sér- eignarsparnaðar var heimiluð í árs- byrjun 2009. Til samanburðar námu almennar greiðslur úr séreignarlíf- eyrissjóðum tæplega 40 milljörðum á árunum 2008-2012. Ákvörðunin um sérstakar úttektir séreignarsparnaðar var tekin í kjölfar efnahagshrunsins 2008 og fól hún í sér að einstaklingum sem ekki voru komnir á lífeyrisaldur var heimilað að taka út hluta séreignarsparnaðar. Þá var þeim sem komnir voru á lífeyr- isaldur heimilað að taka hann út í einu lagi. Áttu úttektirnar að létta róður- inn á erfiðum tímum í atvinnulífi þjóð- arinnar. Þegar úttektin var samþykkt með lögum í mars 2009 var leyft að taka út að hámarki 111 þúsund í 9 mánuði. Tók það gildi 1. apríl 2009. Á Þorláksmessu 2009 samþykkti Al- þingi að lækka heimildina í 109 þús- und á mánuði en lengja úttektartím- ann í 23 mánuði. Tók það gildi 1. janúar 2010. Nýjar reglur tóku svo gildi 1. janúar 2011, þegar úttektin var hækkuð í 417 þúsund í að hámarki 12 mánuði. Hinn 1. október 2013 var tíminn lengdur í 15 mánuði og var það endurnýjað 1. janúar 2013 til ára- móta. Reglurnar hafa svo enn á ný tekið breytingum með því að heim- ildin hefur verið hækkuð í 750 þúsund krónur í að hámarki 12 mánuði. Séreignin hluti af leiðréttingu Umræddar heimildir hafa skilað ríki og sveitarfélögum umtalsverðum skatttekjum. Sá er munurinn á þess- um úttektum og þeim sem gert er ráð fyrir í boðaðri leiðréttingu á íbúða- lánum að þar verður lántökum heimilt að greiða 500 þúsund krónur af sér- eignarsparnaði inn á höfuðstól íbúða- lána í þrjú ár, alls 1,5 milljónir. Á það samtals að skila 70 milljarða króna lækkun á höfuðstól íbúðalána. Gunnar segir aðspurður að úttekt- irnar hafi ekki neikvæð áhrif á stöðu séreignarlífeyrissjóða. Eign þeirra hafi verið rúmir 236 milljarðar um síðustu áramót, að viðbættum 146 milljörðum í séreignarsparnaði hjá vörsluaðilum öðrum en lífeyrissjóð- um, alls 382 milljarðar króna. Þá hafi samanlögð iðgjöld numið rúmum 29 milljörðum. Úttektir síðasta árs hafi því verið minni en innstreymið. „Þetta hefur ekki áhrif á sjóðina og staða þeirra er sterk. Opnun viðbót- arlífeyrissparnaðar var gerð í sam- ráði stjórnvalda og lífeyrissjóða og er efnahagsaðgerð sem hefur heppnast vel. Séreignarsjóðirnir, sem höfðu bundið eignir til langs tíma, gátu stað- ið undir útborgunum af því að sett var þak á úttektarfjárhæð, auk þess að dreifa útborgunum yfir tíma. Opnun- in [á heimildinni] hefur því ekki haft áhrif á eignasamsetningu og fjár- hagslegan styrk sjóðanna.“ Tölur fyrir úttektir séreignar- sparnaðar árið 2013 í töflunni hér fyr- ir ofan eru sóttar í gögn frá um- sóknarmiðlara Ríkisskattstjóra. Þær sýna afgreiddar umsóknir um úttekt séreignarsparnaðar. Þær geta verið hærri en tölur Ríkisskattstjóra um úttektir séreignarsparnaðar sam- kvæmt skattframölum. Skýrist það af því að sumir umsækjendur um úttekt á séreignarsparnaði hafa ekki skilað skattframtali og eru tekjur þeirra því áætlaðar. Þá geta sumir umsækjend- ur tilheyrt hópi svonefndra hand- reiknaðra en þá vantar í sundurlið- aðar töflur yfir tekjuskattsstofna hjá Ríkisskattstjóra. Taka 88 milljarða af séreigninni  Einstaklingar hafa nýtt sérstaka heimild til úttekta á séreignarsparnaði fyrir alls 10 milljarða í ár  88 milljarða úttektir frá 2009  Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða minnir á mikilvægi séreignar Morgunblaðið/Rósa Braga Sólsetur í Reykjavík Þúsundir tóku út séreignarsparnað eftir hrunið. Úttektir séreignarsparnaðar í milljörðum króna Samkvæmt upplýsingum á skattframtölum* *Heimild: Ríkisskattstjóri/Októberhefti Tíundar. Sjá www.tiund.is. Upphæðir eru í milljörðum króna á verðlagi í árslok 2012. **Árið 2011 var leyfileg hámarksfjárhæð séreignarsparnaðar hækkuð. ***Upplýsingar frá umsóknarmiðlara RSK. Hér eru teknar með áætlaðar tölur fyrir úttektir í desember (550 milljónir). 2008 0 0 2,6 2.061 2009 23,6 39.184 16,8 10.254 2010 17,4 29.221 6,1 6.162 2011** 23,6 24.602 6,8 6.359 2012 13,7 16.996 7,2 7.849 2013*** 9,9 Ekki vitað Ekki vitað Ekki vitað Alls 88,2 39,5 127,7 Sérstök úttekt séreignar- sparnaðar Fjöldi launþega á bak við þær greiðslur Greiðslur úr séreignarlíf- eyrissjóðum Fjöldi launþega á bak við þær greiðslur Alls Gunnar Baldvinsson Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Bjarni Benediktsson, fjármálaráð- herra, segir allar líkur á að hægt verði að ljúka þingi á tveimur til þremur tímum. Þingi ætti því að ljúka um hádegi í dag. Þingfundi var frestað í gærkvöldi þangað til klukk- an 10 í dag, en frestunin kemur til vegna samningaviðræðna aðila vinnumarkaðarins. Ríkisstjórnin býður hækkun lægsta skattþreps til að liðka fyrir samningum. Bjarni segir hækkun persónuafsláttar ekki hafa verið til skoðunar, en ekki væri útilokað að ræða hana ef samið væri til mun lengri tíma en stefnt er að. Næsta stóra kerfisbreyting yrði tveggja þrepa skattkerfi. „Þingfundi var frestað vegna þess að við áttum samtal við aðila vinnumarkaðarins, sem hafa staðið mjög nærri því að ná mikilvægum kjarasamningum. Til að undirstrika að það varðar alla miklu að skynsamlegir samningar takist þá tefldi ríkisstjórnin fram hugmynd- um um hvernig við gætum komið til móts við þá og gáfum tíma til við- bragða.“ Hækki mörk lægsta skattþreps Bjarni segir ríkisstjórnina hafa boðið aðilum vinnumarkaðarins að hækka mörk lægsta skattþrepsins, þannig að hærri tekjur væru í lægsta skattþrepinu. Á móti yrði eitthvað dregið úr boðaðri lækkun skatta á tekjur í milliþrepi, en þá átti að lækka úr 25,8% í 25% „Það stóð einungis eftir eins til tveggja klukkutíma vinna til að ljúka þingi í gærkvöldi.“ Fundi var í gær ítrekað frestað fram eftir degi, en var klukkan 19:30 frestað til 10:00 í dag. „Aðilum vinnumarkaðarins gefst því tækifæri til að láta endan- lega reyna á það hvort þetta útspil okkar um breytingar á tekjuskatts- þrepunum, ásamt öðru sem þeir semja um sín í milli, er fullnægjandi til að ljúka málinu.“ Útspil ríkisstjórnarinnar kæmi að sögn Bjarna þeim tekjulægri sér- staklega til góða. Bjarni segir rík- isstjórnina og aðila vinnumarkaðar- ins hafa rætt á fundum í gærmorgun hvernig hægt væri að halda verðlagi stöðugu. „Allir leggja mikla áherslu á að halda verðlagi stöðugu og ýta undir frekari stöðugleika. Það er mjög í samræmi við stjórnarsáttmálann. Við höfum alltaf haft það skýrt í sam- tölum okkar við samningsaðilana undanfarnar vikur að við teldum ekki ástæðu til að koma frekar að málinu en með þeim hætti sem við höfum kynnt fyrr en samið hefði ver- ið um kjör milli samningsaðilanna,“ segir Bjarni. Hann segir að í gær- morgun hafi virst sem sú staða væri uppi, og þess vegna hafi verið ákveð- ið að fresta þinglokum. „Þetta er alltaf háð því að aðkoma ríkisins leiði til þess að menn geri samning.“ Hann segir kjaraviðræðurnar og þinglokin með einhverjum hætti samofin, og að yfirvofandi þinglok hafi líklega ýtt á eftir viðræðum. Gríðarlega dýr aðgerð Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir hækkun persónuafsláttar um 1.000 krónur vera eina af kröfum launþega. Bjarni segir það vera gríð- arlega dýra aðgerð. „Við erum ekki tilbúin að ræða slíkar kerfisbreyt- ingar í tilefni af því að menn hyggj- ast semja í eitt ár.“ Hann segir slíka hækkun ekki hafa verið inni í myndinni, en úti- lokar hana ekki fyrirfram ef mun lengri samningur væri á borðinu. Hækka lægsta þrepið  Mun lengri samninga þyrfti til að hækka persónuafslátt  Mörk skattþrepa hækka  Dregið úr lækkun milliþreps Morgunblaðið/Golli Karpað Fulltúar aðila vinnumarkaðarins funduðu stíft í gær og fram á nótt. Valdimar Svavarsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæj- arstjórn Hafnarfjarðar, gefur ekki kost á sér til endur- kjörs í kosningunum í vor. Hann tilkynnti þetta í gær. „Að vera bæjarfulltrúi er ekki fullt starf og því er oft erfitt að sameina það öðrum hlutverkum, bæði fjöl- skyldulífi og vinnu. Sú þróun hefur orðið síðustu ár að aukinn þungi starfs bæjarfulltrúa hefur færst á dag- vinnutíma, sem er áhyggjuefni þar sem það fækkar þeim sem geta boðið sig fram til starfa fyrir bæinn. Eftir vandlega íhugun hef ég ákveðið að gefa ekki kost á mér til endurkjörs í kosningunum í vor,“ sagði Valdimar m.a. Valdimar Svavarsson Valdimar gefur ekki kost á sér í vor
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.