Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 33
33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2013 Skytturnar þrjár við Skógafoss Þær voru vígalegar konurnar þrjár sem örkuðu í átt frá Skógafossi eftir að hafa dáðst að honum og myndað í viðjum klakabanda í vetrarhörkunni. RAX Sveitarstjórnarkosningar eru á næsta leiti. Í aðdraganda þeirra tel ég brýnt sem ráð- herra jafnréttismála að benda á þá kynjaskekkju sem augljós er á vettvangi stjórnmálanna og hvetja til umræðu og aðgerða til að auka stjórnmálaþátttöku kvenna. Í síðstu kosningum til sveit- arstjórna og Alþingis hafa kon- ur verið um helmingur fram- bjóðenda en þeim fækkar hlutfallslega eftir því sem ofar dregur á framboðslistum og eiga þess vegna minni möguleika á að ná kjöri en karlar. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum má segja að karl- ar hafi verið plássfreka kynið í forystusæt- unum en þeir skipuðu fyrsta sæti á 139 framboðslistum (75%) á móti 46 konum (25%) í fyrsta sæti. Þá sýnir tölfræðin að konur staldra mun skemur við í stjórnum sveitarfélaga en karlar. Eftir síðstu sveit- arstjórnarkosningar var hlutfall nýkjörinna sveitarstjórnarkvenna af heildarfjölda kjör- inna kvenna 13% hærra en sama hlutfall meðal karla. Ástæður þessa eru ekki síst raktar til starfsumhverfisins í sveit- arstjórnum og hefðbundinna viðhorfa sam- félagsins til hlutverka kynjanna jafnt innan og utan stjórnmálaflokkanna. Þetta endurspeglast m.a í nefnda- skipan á sveitarstjórnarstiginu þar sem karlar sinna einkum skipulagsmálum og konur vel- ferðarmálum. Forðumst klisjur Það er gömul klisja og ný að benda ýmist á að konur bjóði sig ekki fram eða að kjósendur velji frekar karla en konur þegar spurningar um hlut kvenna á framboðslistum stjórnmálaflokk- anna eru bornar upp. Konur eru um helm- ingur frambjóðenda svo ekki er áhugaleysi þeirra um að kenna. Aftur á móti vitum við að mun fleiri þættir en kjósendahópurinn hafa áhrif á röðun einstaklinga á framboðs- lista hvort sem stuðst er við prófkjör eða uppstillingu. Sértækar reglur og pólitískur vilji stjórnmálaflokkanna hefur hins vegar afgerandi áhrif. Það sannast á því að kynja- reglur um röðun á framboðslista hafa þegar haft mikil áhrif í nokkrum stjórnmálaflokk- um hér á landi. Flokkarnir bera ábyrgð á sínum framboðsmálum og það er skylda þeirra að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur og jafna hlut kynja enn frekar við stjórn málefna nærsamfélagsins. Kynja- reglur eru því árangursríkt tæki vilji þeir raunverulega ná árangri við að fjölga kon- um í efstu sætum listanna. Konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis árið 1915 en sjö árum áður eða 1908 buðu konur í fyrsta skipti fram lista undir merkjum kvennaframboðs til bæjar- stjórnar í Reykjavík. Í dag eru konur rétt um 40% kjörinna fulltrúa á sveitarstjórn- arstiginu og á Alþingi þar sem þær urðu mest tæplega 43% þingmanna eftir þing- kosningarnar árið 2009. Í tuttugu sveit- arstjórnum er hlutfall kvenna þó enn undir þrjátíu af hundraði og í einni sveitarstjórn er engin kona meðal kjörinna fulltrúa. Af þessu má ljóst vera að baráttunni um kynjajafnrétti í stjórnmálum er hvergi nærri lokið þótt meira en hundrað ár séu liðin frá því að bráttan fyrir kosningarétti kvenna hófst. Í þjóðfélagi sem kennir sig við réttlæti, jafnrétti og lýðræði eiga konur og karlar að ráða málum í sameiningu jafnt í sveitarstjórnum og á landsvísu. Þann 11. desember síðastliðinn boðaði ég í samstarfi við Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur innanríkisráðherra og fram- kvæmdnefnd 100 ára afmælis kosninga- réttar kvenna til fundar um hvernig best megi tryggja aukinn hlut kvenna í sveit- arstjórnum eftir sveitarstjórnarkosning- arnar vorið 2014. Til fundarins voru boðaðir formenn, varaformenn og framkvæmda- stjórar stjórnmálaflokkanna, forsvarsmenn kvennahreyfinga þeirra og formenn þing- flokka þeirra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi. Til að fylgja þessum góða fundi eftir ætla ég beita mér fyrir tvenns konar verkefnum. Annars vegar mun ég boða forystusveit kvennahreyfinga stjórn- málaflokkanna til fundar um aukið þver- pólitískt samstarf á þessu sviði og hins- vegar mun ég boða þingkonur allra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi til ráðagerða um þverpólitískt samstarf okkar á milli til að auka hlut kvenna í stjórnmálastarfi al- mennt. Markvissar aðgerðir stjórnmálaflokkanna sjálfra eru grundvöllur að jafnri þátttöku kynjanna í forystusætum framboðslistanna í vor. Eftir Eygló Harðardóttur »Markvissar aðgerðir stjórn- málaflokkanna sjálfra eru grundvöllur að jafnri þátttöku kynjanna í forystusætum framboðslistanna í vor. Eygló Harðardóttir Plássfreka kynið Höfundur er félags- og húsnæðismálaráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.