Morgunblaðið - 21.12.2013, Page 33

Morgunblaðið - 21.12.2013, Page 33
33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2013 Skytturnar þrjár við Skógafoss Þær voru vígalegar konurnar þrjár sem örkuðu í átt frá Skógafossi eftir að hafa dáðst að honum og myndað í viðjum klakabanda í vetrarhörkunni. RAX Sveitarstjórnarkosningar eru á næsta leiti. Í aðdraganda þeirra tel ég brýnt sem ráð- herra jafnréttismála að benda á þá kynjaskekkju sem augljós er á vettvangi stjórnmálanna og hvetja til umræðu og aðgerða til að auka stjórnmálaþátttöku kvenna. Í síðstu kosningum til sveit- arstjórna og Alþingis hafa kon- ur verið um helmingur fram- bjóðenda en þeim fækkar hlutfallslega eftir því sem ofar dregur á framboðslistum og eiga þess vegna minni möguleika á að ná kjöri en karlar. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum má segja að karl- ar hafi verið plássfreka kynið í forystusæt- unum en þeir skipuðu fyrsta sæti á 139 framboðslistum (75%) á móti 46 konum (25%) í fyrsta sæti. Þá sýnir tölfræðin að konur staldra mun skemur við í stjórnum sveitarfélaga en karlar. Eftir síðstu sveit- arstjórnarkosningar var hlutfall nýkjörinna sveitarstjórnarkvenna af heildarfjölda kjör- inna kvenna 13% hærra en sama hlutfall meðal karla. Ástæður þessa eru ekki síst raktar til starfsumhverfisins í sveit- arstjórnum og hefðbundinna viðhorfa sam- félagsins til hlutverka kynjanna jafnt innan og utan stjórnmálaflokkanna. Þetta endurspeglast m.a í nefnda- skipan á sveitarstjórnarstiginu þar sem karlar sinna einkum skipulagsmálum og konur vel- ferðarmálum. Forðumst klisjur Það er gömul klisja og ný að benda ýmist á að konur bjóði sig ekki fram eða að kjósendur velji frekar karla en konur þegar spurningar um hlut kvenna á framboðslistum stjórnmálaflokk- anna eru bornar upp. Konur eru um helm- ingur frambjóðenda svo ekki er áhugaleysi þeirra um að kenna. Aftur á móti vitum við að mun fleiri þættir en kjósendahópurinn hafa áhrif á röðun einstaklinga á framboðs- lista hvort sem stuðst er við prófkjör eða uppstillingu. Sértækar reglur og pólitískur vilji stjórnmálaflokkanna hefur hins vegar afgerandi áhrif. Það sannast á því að kynja- reglur um röðun á framboðslista hafa þegar haft mikil áhrif í nokkrum stjórnmálaflokk- um hér á landi. Flokkarnir bera ábyrgð á sínum framboðsmálum og það er skylda þeirra að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur og jafna hlut kynja enn frekar við stjórn málefna nærsamfélagsins. Kynja- reglur eru því árangursríkt tæki vilji þeir raunverulega ná árangri við að fjölga kon- um í efstu sætum listanna. Konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis árið 1915 en sjö árum áður eða 1908 buðu konur í fyrsta skipti fram lista undir merkjum kvennaframboðs til bæjar- stjórnar í Reykjavík. Í dag eru konur rétt um 40% kjörinna fulltrúa á sveitarstjórn- arstiginu og á Alþingi þar sem þær urðu mest tæplega 43% þingmanna eftir þing- kosningarnar árið 2009. Í tuttugu sveit- arstjórnum er hlutfall kvenna þó enn undir þrjátíu af hundraði og í einni sveitarstjórn er engin kona meðal kjörinna fulltrúa. Af þessu má ljóst vera að baráttunni um kynjajafnrétti í stjórnmálum er hvergi nærri lokið þótt meira en hundrað ár séu liðin frá því að bráttan fyrir kosningarétti kvenna hófst. Í þjóðfélagi sem kennir sig við réttlæti, jafnrétti og lýðræði eiga konur og karlar að ráða málum í sameiningu jafnt í sveitarstjórnum og á landsvísu. Þann 11. desember síðastliðinn boðaði ég í samstarfi við Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur innanríkisráðherra og fram- kvæmdnefnd 100 ára afmælis kosninga- réttar kvenna til fundar um hvernig best megi tryggja aukinn hlut kvenna í sveit- arstjórnum eftir sveitarstjórnarkosning- arnar vorið 2014. Til fundarins voru boðaðir formenn, varaformenn og framkvæmda- stjórar stjórnmálaflokkanna, forsvarsmenn kvennahreyfinga þeirra og formenn þing- flokka þeirra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi. Til að fylgja þessum góða fundi eftir ætla ég beita mér fyrir tvenns konar verkefnum. Annars vegar mun ég boða forystusveit kvennahreyfinga stjórn- málaflokkanna til fundar um aukið þver- pólitískt samstarf á þessu sviði og hins- vegar mun ég boða þingkonur allra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi til ráðagerða um þverpólitískt samstarf okkar á milli til að auka hlut kvenna í stjórnmálastarfi al- mennt. Markvissar aðgerðir stjórnmálaflokkanna sjálfra eru grundvöllur að jafnri þátttöku kynjanna í forystusætum framboðslistanna í vor. Eftir Eygló Harðardóttur »Markvissar aðgerðir stjórn- málaflokkanna sjálfra eru grundvöllur að jafnri þátttöku kynjanna í forystusætum framboðslistanna í vor. Eygló Harðardóttir Plássfreka kynið Höfundur er félags- og húsnæðismálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.