Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 11
skyldufyrirtækinu Kiano í Hvera- gerði. Húðflúr, bómull og flauel Í gamla húsinu á Skólavörðustíg heyrist örlítið á milli hæða og þess vegna veit Auður Gná yfirleitt hve- nær Jón Þór húðflúrari er á staðnum. Það á vel við því sem fyrr segir vinna þau óbeint saman. „Ég bý í miðbænum og hafði margoft gengið framhjá húsinu Skólavörðustíg 21. Á jarðhæðinni var eitt rýmið autt og einn daginn spurði ég Jón Þór, sem leigði á báðum hæð- um, hvort ég gæti leigt það af honum. Hugmynd hans var að á neðri hæð- inni yrði einhver rekstur sem gæti tengst flúrinu,“ útskýrir Auður Gná. Jón Þór hefur sérhæft sig í jap- önskum húðflúrmyndum og í því eru fallegir litir og mynstur. „Ég hugsaði með mér að það gæti verið gaman að færa það yfir á vörur í heimilislínu,“ segir Auður Gná sem fékk systur sem reka Textílprentun Íslands til að prenta myndirnar stafrænt á efni og þannig urðu púðarnir til. Hún hefur í hyggju að nýta myndirnar hans Jóns Þórs í fleira sem tengist heimilinu eins og viskustykki, koddaver og svuntur. Annars vegar er prentað á 100% bómull og hins vegar á slétt flauel. Íslensk hönnun til útlanda Það eru margir sem koma að verkunum sem seld eru í Insula þó svo að Auður Gná og Jón Þór skipi þar stóran sess. Nægir þar að nefna sútarann á Sauðárkróki, fjölskyldu- fyrirtækið í Hveragerði, konuna á Borgarfirði eystra sem saumar sam- an veskin úr lambsleðrinu og hnífa- smiðinn í Mosfellsbæ. Þetta er sam- vinna og afraksturinn má sjá í íslenskri hönnun sem er fyrir vikið af- ar vönduð. Auður Gná fékk fyrir skemmstu styrk frá Nýsköpunarsjóði til að kynna skinnpúðana erlendis og stefnir hún að því að byrja á næsta ári í tískuborginni Lundúnum. Skinn Hér má sjá hvernig púðarnir líta út þegar skinnið sem notað er í þá hefur verið unnið og litað. Útkoman er litrík og fjölbreytileg. Morgunblaðið/Golli Sjaldan ef nokkurn tíma hefur annað eins framaboð verið af borðspilum á íslensku. Ubongo er eitt þeirra og eins og segir framan á því þá er það bæði klikkað og taum- laust. Spilið er fyrir tvo til fjóra leikmenn og fær hver og einn þrautaspjald og tólf form sem leikmenn eiga að móta úr sérstökum gimsteinum þegar þar að kemur. Teningi er kastað og um leið er stundaglasi spilsins snúið við. Teningurinn segir til um hvaða form leikmenn eiga að móta rétt með gimstein- unum á spjaldið sem hver leik- maður hefur fyrir framan sig. Sá sigrar sem í leikslok er með flesta gimsteina í sama lit. Spil vikunnar Ubongo Ubongo Í spilinu þurfa leikmenn að móta ýmis form með gimsteinum. Taumlaust og klikkað spil Aldur: 8+ Verð: Frá 5.999 kr. Kostir: Reynir á snerpu ungra sem eldri leikmanna. Spilið er einfalt og auðvelt að tileinka sér reglurnar. Ókostir: það getur verið erfitt að hætta í spilinu eins og í öðrum skemmtilegum leikjum. Sölustaðir: A4, Bónus, Hagkaup, Elko, Eymundsson og Spilavinir. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.