Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2013 Gjöfin hennar Gjafakort Glæsilegt úrval af velúrsloppum, silki- og bómullar- náttfatnaði Sími 553 7355 • www.selena.is Bláu húsin v/Faxafen Næg bílastæði • Erum á facebook Opið í dag kl. 11-21, sunnudag kl. 13-21, Þorláksmessu kl. 10-22, aðfangadag kl. 10-13 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Sú ákvörðun fjárlaganefndar Al- þingis að samþykkja ekki tillögu um að heimila fjármálaráðherra að selja Reykjavíkurborg land í Skerjafirði hefur ekki áhrif á samkomulag sem ríki og borg skrifuðu undir í október um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Þetta sagði Hanna Birna Kristjáns- dóttir innanríkisráðherra á Alþingi í gær. Í mars skrifuðu borgin og ríkið undir samkomulag um að borgin keypti land í Skerjafirði sem nú til- heyrir flugvellinum og áformar borgin að reisa nýja byggð á reitn- um. Vegna mistaka í fjármálaráðu- neytinu fór heimild fyrir sölunni ekki inn í fjárlög. Eins og áður segir hafn- aði fjárlaganefnd tillögu um að setja heimildina þar inn nú. „Þetta kemur okkur á óvart að það eigi einhvern veginn að reyna að koma í veg fyrir gerða samninga með þessum hætti. Við tókum eftir að þessi heimild væri ekki inni en okkur var sagt að þetta hefðu verið mistök starfsmanna í fjármálaráðu- neytinu og stóðum bara í þeirri meiningu að þetta yrði leiðrétt,“ seg- ir S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra. Hann segist ekki geta sagt til um hvaða þýðingu þetta hafi fyrir skipu- lagferlið fyrir Skerjafjörð og framtíð flugvallarins. „Það er bara verið að skoða þetta. Það hafa verið einhver samskipti í gangi við innanríkisráðu- neytið,“ segir hann. Ekki sé búið að skipuleggja end- anlega reitinn í Skerjafirði, aðeins áætla gróflega hvað þar verði. Horft til vinnu nefndarinnar „Það er mín skoðun, sem ég hef rætt líka við fulltrúa Reykjavíkur- borgar, að það hvort umrætt heim- ildarákvæði sem nú er rætt um verð- ur inni í þessum fjárlögum eður ei hefur ekki bein áhrif á þann samning sem við hæstv. forsætisráðherra undirrituðum fyrir hönd ríkisins við Reykjavíkurborg og Icelandair í lok október sl.,“ sagði Hanna Birna í umræðum um málið á þingi í gær. Hún benti á að fréttir af því að borgaryfirvöld væru búin að sam- þykkja skipulag Skerjafjarðar, sem m.a. birtust í fréttum Stöðvar 2 í fyrradag, væru rangar. Besti flokkurinn, Samfylking og Vinstri græn lögðu fram bókun í borgarráði á fimmtudag um að aug- lýsa nýtt deiliskipulag fyrir Reykja- víkurflugvöll fyrir áramót og til- kynna formlega um lokun NA-SV-brautar hans. Áður en skipulagsvinnu við Skerjafjarðarsvæðið verði lokið verði hins vegar horft til vinnu nefndarinnar um framtíð flugvallar- ins sem sett var á laggirnar í októ- ber. Engin áhrif á samkomulagið  Synjun fjárlaganefndar á tillögu um heimild til sölu á flugvallarlandi kom borgaryfirvöldum á óvart  Ekki rétt að búið sé að samþykkja skipulag sem lýtur að Skerjafirði  Óvissa sögð um framhaldið Ljósmynd/© Christopher Lund – www.ma Skipulag Hugmynd að því hvernig skipulag á nýju byggingarsvæði í Skerjafirði gæti litið út. Ríkið hafði samþykkt að selja land flugvallarins til borgarinnar en ekki var heimild vegna sölunnar sett inn í fjárlagafrumvarpið. Skipulags- vald er óháð því hver á lóðir, hvort sem það eru einkaaðilar eða opinber- ir. Þetta seg- ir Ásdís Hlökk Theo- dórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar. Það sé fyrst þegar kemur til framkvæmda á grundvelli skipulags sem reynt geti á sam- komulag skipulagsyfirvalda og eiganda lands. Heimildir séu í skipulags- lögum til eignarnáms ef skipu- lagsyfirvöld geta sýnt fram á að framkvæmd uppfylli þau skil- yrði sem sett eru í lögum fyrir eignarnámi. „Auðvitað hljóta skipulags- yfirvöld svo að meta hvað sé raunhæft að fara fram með [í skipulaginu],“ segir Ásdís Hlökk. Skipulag ótengt eign SKIPULAGSSTOFNUN Ásdís Hlökk Theodórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.