Morgunblaðið - 21.12.2013, Síða 27

Morgunblaðið - 21.12.2013, Síða 27
FRÉTTIR 27Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2013 Gjöfin hennar Gjafakort Glæsilegt úrval af velúrsloppum, silki- og bómullar- náttfatnaði Sími 553 7355 • www.selena.is Bláu húsin v/Faxafen Næg bílastæði • Erum á facebook Opið í dag kl. 11-21, sunnudag kl. 13-21, Þorláksmessu kl. 10-22, aðfangadag kl. 10-13 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Sú ákvörðun fjárlaganefndar Al- þingis að samþykkja ekki tillögu um að heimila fjármálaráðherra að selja Reykjavíkurborg land í Skerjafirði hefur ekki áhrif á samkomulag sem ríki og borg skrifuðu undir í október um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Þetta sagði Hanna Birna Kristjáns- dóttir innanríkisráðherra á Alþingi í gær. Í mars skrifuðu borgin og ríkið undir samkomulag um að borgin keypti land í Skerjafirði sem nú til- heyrir flugvellinum og áformar borgin að reisa nýja byggð á reitn- um. Vegna mistaka í fjármálaráðu- neytinu fór heimild fyrir sölunni ekki inn í fjárlög. Eins og áður segir hafn- aði fjárlaganefnd tillögu um að setja heimildina þar inn nú. „Þetta kemur okkur á óvart að það eigi einhvern veginn að reyna að koma í veg fyrir gerða samninga með þessum hætti. Við tókum eftir að þessi heimild væri ekki inni en okkur var sagt að þetta hefðu verið mistök starfsmanna í fjármálaráðu- neytinu og stóðum bara í þeirri meiningu að þetta yrði leiðrétt,“ seg- ir S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra. Hann segist ekki geta sagt til um hvaða þýðingu þetta hafi fyrir skipu- lagferlið fyrir Skerjafjörð og framtíð flugvallarins. „Það er bara verið að skoða þetta. Það hafa verið einhver samskipti í gangi við innanríkisráðu- neytið,“ segir hann. Ekki sé búið að skipuleggja end- anlega reitinn í Skerjafirði, aðeins áætla gróflega hvað þar verði. Horft til vinnu nefndarinnar „Það er mín skoðun, sem ég hef rætt líka við fulltrúa Reykjavíkur- borgar, að það hvort umrætt heim- ildarákvæði sem nú er rætt um verð- ur inni í þessum fjárlögum eður ei hefur ekki bein áhrif á þann samning sem við hæstv. forsætisráðherra undirrituðum fyrir hönd ríkisins við Reykjavíkurborg og Icelandair í lok október sl.,“ sagði Hanna Birna í umræðum um málið á þingi í gær. Hún benti á að fréttir af því að borgaryfirvöld væru búin að sam- þykkja skipulag Skerjafjarðar, sem m.a. birtust í fréttum Stöðvar 2 í fyrradag, væru rangar. Besti flokkurinn, Samfylking og Vinstri græn lögðu fram bókun í borgarráði á fimmtudag um að aug- lýsa nýtt deiliskipulag fyrir Reykja- víkurflugvöll fyrir áramót og til- kynna formlega um lokun NA-SV-brautar hans. Áður en skipulagsvinnu við Skerjafjarðarsvæðið verði lokið verði hins vegar horft til vinnu nefndarinnar um framtíð flugvallar- ins sem sett var á laggirnar í októ- ber. Engin áhrif á samkomulagið  Synjun fjárlaganefndar á tillögu um heimild til sölu á flugvallarlandi kom borgaryfirvöldum á óvart  Ekki rétt að búið sé að samþykkja skipulag sem lýtur að Skerjafirði  Óvissa sögð um framhaldið Ljósmynd/© Christopher Lund – www.ma Skipulag Hugmynd að því hvernig skipulag á nýju byggingarsvæði í Skerjafirði gæti litið út. Ríkið hafði samþykkt að selja land flugvallarins til borgarinnar en ekki var heimild vegna sölunnar sett inn í fjárlagafrumvarpið. Skipulags- vald er óháð því hver á lóðir, hvort sem það eru einkaaðilar eða opinber- ir. Þetta seg- ir Ásdís Hlökk Theo- dórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar. Það sé fyrst þegar kemur til framkvæmda á grundvelli skipulags sem reynt geti á sam- komulag skipulagsyfirvalda og eiganda lands. Heimildir séu í skipulags- lögum til eignarnáms ef skipu- lagsyfirvöld geta sýnt fram á að framkvæmd uppfylli þau skil- yrði sem sett eru í lögum fyrir eignarnámi. „Auðvitað hljóta skipulags- yfirvöld svo að meta hvað sé raunhæft að fara fram með [í skipulaginu],“ segir Ásdís Hlökk. Skipulag ótengt eign SKIPULAGSSTOFNUN Ásdís Hlökk Theodórsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.