Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2013 BAKSVIÐ Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Hundrað ár eru liðin frá því kross- gátan, eitt vinsælasta efni blaða um allan heim, birtist fyrst í þeirri mynd sem við þekkjum hana. Það var í bandaríska blaðinu The New York World 21. desember árið 1913. Höf- undurinn var blaðamaðurinn Arthur Wynne. Var krossgátan ólík þeim sem nú tíðkast að því leyti að hún var tígullaga og hafði enga skyggða reiti. Arthur Wynne var innflytjandi frá Bretlandi og var fyrirmynd hans orðaferningar sem voru vinsælir í Bretlandi á Viktoríutímanum. Krossgátan vakti strax mikla lukku meðal lesenda og ekki leið á löngu þar til keppinautarnir áttuðu sig á aðdráttarafli þessa orðaleiks og hófu að birta sínar eigin krossgátur. Eig- inleg sigurför krossgátunnar hófst um áratug síðar þegar krossgátubók hafði verið gefin út vestanhafs. Varð nokkurs konar krossgátuæði í land- inu og í kjölfarið vaknaði áhugi á krossgátum í öðrum löndum, ekki síst í Evrópu. Byrjaði á Íslandi 1925 Hér á landi varð Dagblaðið fyrst til að birta krossgátu. Það var 17. júní 1925. Höfundar var ekki getið. „Krossgátur þykja nú um allan heim einhver skemmtilegasta og bezta dægradvöl sem til er, en eru óþekkt- ar hjer að þessu. Í dag flytur Dag- blaðið fyrstu krossgátuna og er hún afarauðráðin. Er það með vilja gert til þess að menn skilji betur leikinn,“ sagði í forsíðufrétt. Dagblaðið sagði að erlendis væri fólk svo sólgið í að ráða krossgátur að furðu sætti. Til dæmis hefði orðið að loka bókasafni British Museum fyrir þeim sem þangað komu til að fá orðabækur að láni til aðstoðar við að leysa gát- urnar. Dagblaðið lagði upp laupana ári seinna, en ritstjórinn Árni Óla kom til starfa á Morgunblaðinu og varð umsjónarmaður Lesbókar blaðsins. Þar birtist krossgáta í fyrsta sinn 20. mars 1927. Ekki var höfundar getið. Sennilegt þykir að fyrirmynd henn- ar sé dönsk því í henni eru tvö dönsk orð. Danir höfðu byrjað að birta krossgátur árið 1924 og reið Berl- ingske Tidende á vaðið. Ekki er talið ólíklegt að Sigurkarl Stefánsson cand. mag hafi komið að gerð fyrstu krossgátu Morgunblaðsins, en hann samdi krossgátur fyrir Fálkann frá 1928 og var um langt árabil einn helsti krossgátuhöfundur landsins. Í skýringarorðum með fyrstu kross- gátunni sagði: „Þessa einkennilegu gátu eiga menn að leysa á þann hátt, að skrifa einn staf í hvern hinna hvítu reita. Þessir stafir eiga að mynda orð, hvort sem lesið er þvert yfir reitina eða niður.“ Ýmsar gerðir Morgunblaðið hefur boðið les- endum sínum upp á krossgátur af ýmsum stærðum, gerðum og þyngd- arflokkum allar götur síðan. Hafa margir komið að samningu þeirra, meðal annarra blaðamennirnir Árni Óla, Valtýr Stefánsson ritstjóri og Þorbjörn Guðmundsson ritstjórn- arfulltrúi. Hefur veglegasta kross- gátan jafnan fylgt sunnudagsútgáfu blaðsins. Í umfjöllun um krossgátur á vís- indavef Háskóla Íslands segir að bandarískar krossgátur einkennist af því að fyrir hvern reit sé bæði lóð- rétt og lárétt vísbending. Það séu því tveir möguleikar að finna hvern staf. Í Bretlandi hafi formið þróast meira í kringum svarta reiti og þar þurfi að leysa allar vísbendingarnar, af því að sumir reitirnir eiga ann- aðhvort bara lóðrétta eða lárétta skýringu. Þá segir að upphaflega hafi bandarískar krossgátur verið samheitakrossgátur. Bretar hafi þróað flóknar vísbendingar þar sem endurröðun stafa og ýmsar torráðn- ar samsetningar komu í stað ein- faldra samheitavísbendinga. Heitir þessi breska gerð cryptic cross- words og hefur verið nefnd ham- rammar krossgátur á íslensku. Krossgátan hundrað ára gömul  Fyrsta íslenska krossgátan birtist 1925  Morgunblaðið hefur birt krossgátur frá 1927  Eitt vinsælasta efni blaðanna um allan heim  Orðaferningar frá Viktoríutímanum fyrirmyndin Morgunblaðið/Sverrir Vinsælt Krossgátur eru eitt allra vinsælasta efni dagblaða um allan heim. Margir byrja daginn á að fletta þeim upp og reyna að ráða þær. Upphafið Svona leit fyrsta kross- gátan út sem birtist 21. des. 1913. Ásdís Bergþórsdóttir kerfisfræð- ingur hefur undanfarin ár samið krossgátuna sem birtist í sunnu- dagsútgáfu Morgunblaðsins. Hún er af þeirri gerð sem Bretar nefna „cryptic crosswords“ og er öllu snúnari viðfangs en bandaríska krossgátuhefðin sem byggist á því að finna samheiti. „Ham- rammar krossgátur“ nefnir Ásdís þessa gerð. Hamrammur merkir bæði afarsterkur og sá sem getur skipt um ham. Ásdís hefur fengist við kross- gátugerð í mörg ár, kynntist þeim í Bretlandi upp úr tvítugu. Fyrir hennar tilverknað byrjaði Morg- unblaðið að birta hamrammar krossgátur árið 1998 og hafa þær síðan birst í blaðinu á hverjum sunnudegi. Njóta þær mikilla vin- sælda. Ásdís hefur nú bætt við sig verkefnum á þrautasviðinu fyrir Morgunblaðið. Um áramótin er hún í fyrsta sinn höfundur árlegr- ar myndagátu blaðsins. Tekur hún við af Þorbirni Guðmundssyni sem samið hefur textann um ára- tugaskeið. „Þetta er skemmilegt verkefni,“ sagði Ásdís í samtali við blaðið. „Ég teikna ekki mynd- irnar en maður verður að hugsa þetta mjög myndrænt. Að því leyti er þetta frábrugðið krossgát- unum.“ Teiknar ekki en þarf að hugsa myndrænt KROSSGÁTUSMIÐURINN SEMUR NÚ EINNIG TEXTA MYNDAGÁTU MORGUNBLAÐSINS Ásdís Bergþórsdóttir kerfisfræðingur. Fjármála- og efnahags- ráðherra hefur skipað Höllu Sig- rúnu Hjart- ardóttur for- mann stjórnar Fjármálaeft- irlitsins (FME). Halla Sigrún tek- ur við for- mennskunni af Aðalsteini Leifssyni. Halla starfaði sem framkvæmda- stjóri fyrirtækjaráðgjafar Straums fjárfestingabanka á árunum 2011- 2013. Frá 2002 til 2011 vann hún hjá Íslandsbanka, síðast sem for- stöðumaður fyrirtækjaráðgjafar. Halla lauk BS gráðu í viðskipta- fræði frá HR og prófi í verðbréfa- miðlun frá sama skóla. Halla skipuð for- maður stjórnar FME Halla Sigrún Hjartardóttir Aukablað alla þriðjudaga Ted Huges Afmælisbréf Þýðing: Hallberg Hallmundsson og Árni Blandon Loksins er metsöluljóðabók Ted Hughes komin út í íslenskri þýðingu. Hreinskilið uppgjör karlmanns eftir erfitt hjónaband hans og skáldsnillingsins Sylviu Plath. Í ljóðunum lýsir Ted ást þeirra og erfiðleikum, hvernig kona komst upp á milli þeirra hjóna, dólgafeministunum sem lögðu hann í einelti eftir sjálfsmorð Sylviu og svo framvegis. Þegar Hallberg Hallmundsson dó í janúar 2011 hafði hann lokið við að þýða þriðjung Afmælisbréfanna. Ættingjar Hallbergs hafa nú gefið verkið út í heild sinni í samræmdri þýðingu. Bókin samanstendur af 88 ljóðum (fjórum sinnum fjöldi stafa í hebreska stafrófinu og Tarot spila) og er 198 blaðsíður. Bók sem ljóðavinir hafa lengi beðið eftir. ------------------- Útg.: BRÚ Dreifing: JPV. Komin í bókabúðir Hugljúfar gjafir KYOKA „Happiness” My spirit spreads optimism and goodwill Maxi doll 3,990.- Bolli 2,590.- Lyklakippa 1,990.- Flugvél frá Quatar Airways þurftiað lenda á Keflavíkurflugvelli á miðvikudag vegna veikinda lítils drengs sem var um borð. Vélin var á leið frá Doha í Katar til Houston í Bandaríkjunum þegar drengurinn veiktist. Ákveðið var að flytja hann á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Þar var ekki talið ráð- legt að drengurinn og fjölskylda hans héldu áfram för sinni og fór vélin því aftur í loftið án þeirra, að því er segir í tilkynningu frá lög- reglunni á Suðurnesjum frá í gær. Lent með veikan dreng
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.