Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 48
48 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2013 Söngkonan góðkunna Regína Ósk Óskarsdóttir er önnum kafiná afmælisdaginn en hún syngur á tvennum Frostrósa-tónleikum í kvöld. „Ég verð í Laugardalshöllinni frá því upp úr hádegi og örugglega fram undir miðnætti þannig að ég verð bara í góðra vina hópi,“ segir Regína Ósk en þetta er tólfta og jafnframt síðasta árið sem hópurinn stendur fyrir tónleikum fyrir jólin. Sjálf hefur hún oft tekið þátt í tónleikunum þessi tólf ár en segist sátt við að þeir séu nú að renna sitt skeið. „Þetta hefur verið góður tími og það kemur alltaf eitthvað annað gott í staðinn,“ segir hún. Regína Ósk hefur nær alltaf eytt afmælisdeginum í vinnu og seg- ist varla þekkja annað. „Ég er alltaf búin að vera með tónleika í kringum afmælið mitt. Þetta er það sem ég elska að gera og hvað er betra? Ég er ein af þeim heppnu og fæ að vinna við það sem mér finnst skemmtileg,“ segir hún. Eftir tónleikana hefur hún þó verið með smá kaffiboð „Þetta eru bara tveir fyrir einn, tónleikar og af- mæli. Annars er ég alger afmælisstelpa og finnst allt gaman í sam- bandi við afmæli, það vantar ekki,“ segir hún. Eftir tónleikana í kvöld tekur við kærkomið frí hjá Regínu Ósk en eftir áramótin ýmis önnur verkefni. „Svo er ég að fara að eignast barn í byrjun júní þannig að ég ætla bara að njóta meðgöngunnar,“ segir hún ánægð. kjartan@mbl.is Regína Ósk Óskarsdóttir er 36 ára í dag Morgunblaðið/Sigurgeir S. Díva Regína Ósk hefur meðal annars keppt í Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva fyrir Íslands hönd fjórum sinnum. Syngur með Frost- rósum á afmælinu Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Reykjavík Hrafnhildur Lilja fæddist 10. apríl. Hún vó 2.945 g og var 48 cm löng. Foreldrar hennar eru Kristján Þór Einarsson og Marý Valdís Gylfa- dóttir. Nýir borgarar Vestmannaeyjar Breki Þór fæddist 18. apríl. Hann vó 3000 g og var 47 cm langur. Foreldrar hans eru Halldór Ingi Guðnason og Sigrún Arna Gunn- arsdóttir. S igrún Björk fæddist í Reykjavík 21.12. 1963 og átti m.a. heima við Kleppsspítalann: „Við átt- um heima úti á „Skafti“ við Kleppsspítalann þegar ég var fjögurra til átta ára, en mamma var þá hjúkrunarkona á Kleppi. Þarna var gott að alast upp. Við bjuggum síðan á Selfossi í tvö ár, vorum í Hveragerði og fórum síðan í Kópa- voginn.“ Sigrún hóf skólagönguna í Lang- holtsskóla, var í barnaskóla á Selfossi og í Hveragerði, var í Kópavogsskóla tvo vetur en fór síðan í Hlíðardals- skóla í Ölfusi sem var heimavist- arskóli, rekinn af Sjöunda dags að- ventistum: „Á þessum tíma fluttu móðir mín og litla systir, Steinunn, til Danmerkur en ég dvaldi hjá þeim á sumrin og vann þar fyrst við þrif á Sigrún Björk Cortes, kennari og námsefnishöfundur – 50 ára Með börnunum Kolbjörn, Sigrún og Ísafold hlæja og fíflast svolítið fyrir framan myndavélina. Semur námsefni og þróar námsmatsaðferð Mæðgur Sigrún með Steinunni, systur sinni, og Rafnhildi, móður sinni. Jón Helgi Hálfdanarson er áttræður í dag, 21. desember, og verður að heiman. Hann er óvirkur alkóhólisti og vill minnast lífgjafar sem er SÁÁ og Vogur með því að láta þau mannræktarsamtök njóta þess ef einhver vill minnast tímamótanna. Áfram Vogur - símanúmer: 903-1001 eitt þús. kr. 903-1003 þrjú þús. kr. 905-1005 fimm þús. kr. Gleðileg jól. Árnað heilla 80 ára VIÐ ERUM SÉRFRÆÐINGAR Í GASI Þú getur verið afslappaður og öruggur við grillið með AGA gas. Öruggur um að þú ert að nota gæðavöru og að þú fáir góða þjónustu þegar þú þarft áfyllingu á gashylkið, hvort sem þú nýtir þér heimsendingarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu eða þegar þú heimsækir söluaðila AGA. Farðu á www.gas.is og finndu nálægan sölustað eða sæktu öryggisleiðbeiningar og fáðu upplýsingar um AGA gas. www.GAS.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.