Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2013 STUTTAR FRÉTTIR ● Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga fyrstu níu mánuði ársins kemur fram að innheimtar tekjur ríkissjóðs námu 382,8 milljörðum króna á tímabilinu en gjöld 412,5 milljörðum. Greiðsluhallinn var því 29,6 milljarðar. Í skýrslunni segir að greiðsluhallinn stefni í að verða meira en 30 milljarðar á árinu 2013. Í fjárlögum var hins vegar gert ráð fyrir 21 milljarðs halla. Á fyrstu níu mánuðum ársins voru gjöld 40% fjárlagaliða umfram áætlun en gjöld 60% liða undir áætlun. Ríkisend- urskoðun bendir á að ráðuneytin þurfi að bregðast við með fullnægjandi hætti þegar sýnt þykir að forstöðumenn nái ekki að halda rekstri stofnana innan fjárheimilda. 30 milljarða króna halli sjálfa skuldabréfaeigendurna borga reikninginn. Ríkisstjórn Írlands kynnti á þriðjudaginn efnahagsáætlun sína til næstu sex ára, sem ætlað er að ýta undir hagvöxt og auka tiltrú fjárfesta á landinu. Spáir ríkis- Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Illa var farið með írsku þjóðina þegar evruríkin komu í veg fyrir að skuldabréfaeigendur yrðu látnir bera tap af hruni írska bankakerf- isins, að mati Ajay Chopra, fyrr- verandi aðalfulltrúa Alþjóðagjald- eyrissjóðsins á Írlandi. Chopra, sem lék stórt hlutverk við að semja björgunaráætlun Ír- lands, sagði á miðvikudaginn að þessi stefna hefði gert ríkisstjórn- inni erfiðara um vik að koma björg- unaráætluninni í framkvæmd, að því er segir í frétt Financial Times. Hann sagði að það hefði verið ósanngjarnt að leggja byrðarnar fyrst og fremst á írska skattgreið- endur á meðan ótryggðum skulda- bréfaeigendum hefði verið bjargað. „Það eykur ekki aðeins skuldir rík- isins, heldur býr það einnig til póli- tísk vandamál, og gerir okkur erf- iðara fyrir að ná jöfnuði í ríkisfjármálum,“ sagði hann í við- tali við FT. Í fárviðri efnahagskreppunnar lögðu stjórnvöld írskum bönkum til 64 milljarða evra. Það varð að lok- um til þess að þau leituðu á náðir Evrópusambandsins og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Chopra sagði hins vegar að stefna evruríkjanna væri að breyt- ast, þrátt fyrir að það væri orðið of seint fyrir Írland. Nú væri það meira viðurkennt en áður að láta stjórnin að hagvöxtur verði 3,5% á árunum 2017, 2018 og 2019 en hann mældist um 1,5% á þriðja ársfjórð- ungi. Þá reiknar ríkisstjórnin með að skuldir sem hlutfall af lands- framleiðslu verði 93% árið 2020, en hlutfallið er 124% í dag. Illa farið með írsku þjóðina  Fyrrverandi fulltrúi AGS á Ír- landi gagnrýninn Skuldir Írland varð fyrr í vikunni fyrsta evruríkið til að útskrifast frá björgunaráætlun ESB. Ríkið glímir enn við miklar opinberar skuldir en í nýrri efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir hraðri niðurgreiðslu skulda. AFP Það tók Sævar Frey Þráinsson, forstjóra Sím- ans, og Harald A. Bjarnason, framkvæmda- stjóra Auðkenn- is, innan við 20 sekúndur að rita undir viðskipta- samning milli fyrirtækjanna. Þeir notuðu rafræn skilríki í far- símunum sínum við undirritunina og drógu því aldrei upp penna. Þetta kemur fram í tilkynningu. Samið var um að Síminn sæi um lausnir og þjónustu á sviði sam- skipta og upplýsingatækni fyrir Auðkenni til þriggja ára. Við- skiptasamningurinn er sá fyrsti sem undirritaður er með síma. Í tilkynningu er haft eftir Har- aldi að fyrirtækið vinni að rafræn- um lausnum og í því felist að allar skuldbindingar hafi verið rafrænt undirritaðar síðustu ár. „Nú tök- um við skrefið áfram með Síman- um og undirritum fyrsta samning- inn með rafrænum skilríkjum í farsíma.“ Skrifað undir með síma Samningur Sævar og Haraldur.  Penninn víkur                                         !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +01-12 +21-0, /+-/0+ +2-01. +3-314 +/0-4/ +-++. +32-54 +42-2. ++,-, +01-45 +10-/2 /+-.4. +2-040 +3-343 +/0-22 +-++,. +32-02 +40-/3 /++-/44/ ++,-22 +0+ +10-, /+-5+4 +0-1+4 +3-210 +.1-/5 +-++0, +30-4+ +40-3+ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Íslenska ullin er einstök Sjá sölustaði á istex.is www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu HÁRBEITT SKEMMTISAGA „Ný Íslendingasaga. Launfyndin og víða sprenghlægileg samfélagsskoðun, uppfull af gæsku og gamansemi ...“ PÁLL BALDVIN BALDVINSSON HHHH FRÁSAGNARGLEÐI, NÆMI, GRÁGLETTNI. „SÖGUSVIÐIÐ ER HLÍÐARDALUR ... DALURINN ER UNDARLEGA LÍKUR FLJÓTSHLÍÐINNI.“ SKAFTI Þ. HALLDÓRSSON / MORGUNBLAÐIÐ ● Davíð B. Gísla- son hefur tilkynnt úrsögn úr slita- stjórn Kaupþings. Að ósk slitastjórnar mun hann áfram sinna ákveðnum verkefnum. „Ég hafði vonast eftir því að geta lokið störfum slita- stjórnar með nauðasamningi við kröfuhafa eins og stefnt var að frá upphafi en það hefur dregist. Störf á öðrum vettvangi gera það að verkum ég get ekki helgað mig verkefnum fyrir Kaupþing með sama hætti og undanfarin fimm ár.“ Davíð hættir í slita- stjórn Kaupþings Davíð B. Gíslason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.