Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2013 HEILL HEIMUR AF HÖNNUNARVÖRUM Bankastræti 4 I sími: 551 2770 I sími: www.aurum.is Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Stefáni Loga Sívarssyni, Stef- áni Blackburn og þremur öðrum hélt áfram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Tvö vitni gáfu skýrslu og snerist þing- haldið að mestu um líkamsárás sem aðeins Stefán Blackburn er ákærð- ur fyrir. Stefáni Blackburn er gefið að sök að hafa ráðist með ofbeldi á karl- mann fyrir utan skemmtistaðinn Faktorý í miðborg í Reykjavíkur í sumar. Myndbandsupptaka úr ör- yggismyndavél var spiluð í morgun og sést þar þrekvaxinn maður fara mikinn fyrir utan skemmtistaðinn. Hljóp hann svo að karlmanni sem stóð þar, veitti honum hnefahögg í líkama og skallaði hann í andlitið. Maðurinn, brotaþoli, kom fyrir dóminn í morgun og staðfesti að hann þekkti sig á upptökunni. Hann sagðist ekki hafa þekkt árás- armanninn en á vettvangi hefði honum verið sagt að þar hefði verið að verki Stefán Blackburn. Mað- urinn nefbrotnaði og hlaut glóðar- auga þegar hann var skallaður í andlitið. Arngrímur Ísberg dómsformaður spurði því næst hvort hann sæi árásarmanninn í salnum og benti maðurinn á Stefán Blackburn. Þá var hann spurður að því hvort honum hefði verið hótað vegna málsins. Maðurinn dró nú úr því en sagði engu að síður að hringt hefði verið í hann í sumar. „Það var ein- hver sem hringdi og spurði hvort ég væri búinn að kæra. […] Hann sagði að það væri best fyrir mig að vera ekkert að kæra.“ Stefán Blackburn neitar sök „Stefán, ert þetta þú þarna á hvíta bolnum?“ spurði Arngrímur Stefán Blackburn eftir að upptakan var spiluð. „Nei, ég myndi þekkja sjálfan mig,“ svaraði Stefán sem þvertekur fyrir að hafa ráðist á manninn umrætt sinn. Það ætti þó ekki að vera erfitt að sannreyna enda maðurinn á upp- tökunni með áberandi húðflúr á hendi sem vel var sjáanlegt á upp- tökunni. Stefáni var þó ekki gert að bretta upp ermar í dómsal í morg- un. Stefán Karl Kristjánsson, verj- andi Stefáns, gerði einnig lítið úr sakbendingunni og spurði brotaþola hvort hann hefði fylgst með fram- vindu málsins í fjölmiðlum und- anfarið. Játti maðurinn því og sagð- ist í raun ekki hafa komist hjá því, svo mikil væri umfjöllunin. Spurði verjandi Stefán því næst hvort hann hefði séð myndir af Stefáni í fjölmiðlum og játti maðurinn því einnig. Heldur áfram í janúar Þá kom fyrir dóminn læknir sem skoðaði annað fórnarlambið sem kemur fyrir í alvarlegasta ákæru- liðnum og kenndur er við Stokks- eyri. Staðfesti læknirinn vottorð sitt og að áverkar á hendi gætu samrýmst því að hann hefði verið skorinn með eggvopni. Um hefði verið að ræða langan og djúpan skurð sem sést hefði sjö dögum eft- ir árásina. Ástæða þess að vitnin tvö voru leidd fyrir dóminn í gær er að ann- að þeirra býr erlendis en dvelur á Íslandi yfir jólin og hitt er mikið erlendis vegna starfa sinna. Aðal- meðferðin heldur svo áfram 13. jan- úar næstkomandi og verður þá tek- in skýrsla af fleiri vitnum. Að því loknu fer fram munnlegur málflutn- ingur og verður málið í kjölfarið dómtekið, rúmum mánuði eftir að aðalmeðferð hófst. Morgunblaðið/Rósa Braga Í járnum Stefán Blackburn leiddur inn í dómsal Héraðsdóms Reykjavíkur. Hann er ákærður fyrir sérstaklega hættulegar árásir og frelsissviptingu. Þvertók fyrir að sjást á myndbandsupptöku  Aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu svonefnda hélt áfram Stokkseyrarmál » Fimm menn eru ákærðir fyr- ir stórfelldar líkamsárásir og frelsissviptingu, Stefán Logi Sívarsson, Stefán Blackburn, Davíð Freyr Magnússon, Hinrik Geir Helgason og Gísli Þór Gunnarsson. » Mennirnir sögðust flestir hreinlega ekki muna atvik. Sumir báru við að geta ekki munað atvik vegna þess að þeir voru undir áhrifum vímu- efna nefnt sinn. Einn sagði bíl- slys ástæðu þess að hann væri haldinn minnisleysi. » Til stóð að réttarhöldin stæðu í þrjá daga, frá 9. des- ember til 11. desember. Ljóst var á fyrsta degi að sú dagskrá stæðist ekki enda vitni í út- löndum og önnur týnd. Samkeppniseftirlitið er ósammála lagatúlkun og forsendum Héraðs- dóms Reykjavíkur í máli kjöt- vinnslufyrirtækjanna Síld og fiskur ehf. og Matfugl ehf. og ætlar að skjóta málinu til Hæstaréttar. Í febrúar 2012 staðfesti áfrýj- unarnefnd samkeppnismála þá nið- urstöðu eftirlitsins að kjötvinnslu- fyrirtækin Síld og fiskur ehf. og Matfugl ehf. hefðu brotið gegn banni samkeppnislaga við ólög- mætu samráði með því að hafa við Bónus nána samvinnu um smá- söluverð Bónuss og afslætti frá því. Einnig var staðfest sú niðurstaða að rétt hefði verið að leggja sekt á Langasjó ehf. vegna þessara brota. Síld og fiskur og Matfugl eru 100% í eigu Langasjávar og það því móð- urfélag þeirra. Í samkeppnisrétti er að öllu jöfnu litið á móður- og dótt- urfélag sem er alfarið í eigu þess sem eitt og sama fyrirtækið. Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær var ekki heimilt að leggja sekt á Langasjó. Eðlilegra hefði verið að leggja hana á dótt- urfélögin. Samkeppniseft- irlitið áfrýjar til Hæstaréttar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.