Morgunblaðið - 21.12.2013, Síða 26

Morgunblaðið - 21.12.2013, Síða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2013 HEILL HEIMUR AF HÖNNUNARVÖRUM Bankastræti 4 I sími: 551 2770 I sími: www.aurum.is Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Stefáni Loga Sívarssyni, Stef- áni Blackburn og þremur öðrum hélt áfram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Tvö vitni gáfu skýrslu og snerist þing- haldið að mestu um líkamsárás sem aðeins Stefán Blackburn er ákærð- ur fyrir. Stefáni Blackburn er gefið að sök að hafa ráðist með ofbeldi á karl- mann fyrir utan skemmtistaðinn Faktorý í miðborg í Reykjavíkur í sumar. Myndbandsupptaka úr ör- yggismyndavél var spiluð í morgun og sést þar þrekvaxinn maður fara mikinn fyrir utan skemmtistaðinn. Hljóp hann svo að karlmanni sem stóð þar, veitti honum hnefahögg í líkama og skallaði hann í andlitið. Maðurinn, brotaþoli, kom fyrir dóminn í morgun og staðfesti að hann þekkti sig á upptökunni. Hann sagðist ekki hafa þekkt árás- armanninn en á vettvangi hefði honum verið sagt að þar hefði verið að verki Stefán Blackburn. Mað- urinn nefbrotnaði og hlaut glóðar- auga þegar hann var skallaður í andlitið. Arngrímur Ísberg dómsformaður spurði því næst hvort hann sæi árásarmanninn í salnum og benti maðurinn á Stefán Blackburn. Þá var hann spurður að því hvort honum hefði verið hótað vegna málsins. Maðurinn dró nú úr því en sagði engu að síður að hringt hefði verið í hann í sumar. „Það var ein- hver sem hringdi og spurði hvort ég væri búinn að kæra. […] Hann sagði að það væri best fyrir mig að vera ekkert að kæra.“ Stefán Blackburn neitar sök „Stefán, ert þetta þú þarna á hvíta bolnum?“ spurði Arngrímur Stefán Blackburn eftir að upptakan var spiluð. „Nei, ég myndi þekkja sjálfan mig,“ svaraði Stefán sem þvertekur fyrir að hafa ráðist á manninn umrætt sinn. Það ætti þó ekki að vera erfitt að sannreyna enda maðurinn á upp- tökunni með áberandi húðflúr á hendi sem vel var sjáanlegt á upp- tökunni. Stefáni var þó ekki gert að bretta upp ermar í dómsal í morg- un. Stefán Karl Kristjánsson, verj- andi Stefáns, gerði einnig lítið úr sakbendingunni og spurði brotaþola hvort hann hefði fylgst með fram- vindu málsins í fjölmiðlum und- anfarið. Játti maðurinn því og sagð- ist í raun ekki hafa komist hjá því, svo mikil væri umfjöllunin. Spurði verjandi Stefán því næst hvort hann hefði séð myndir af Stefáni í fjölmiðlum og játti maðurinn því einnig. Heldur áfram í janúar Þá kom fyrir dóminn læknir sem skoðaði annað fórnarlambið sem kemur fyrir í alvarlegasta ákæru- liðnum og kenndur er við Stokks- eyri. Staðfesti læknirinn vottorð sitt og að áverkar á hendi gætu samrýmst því að hann hefði verið skorinn með eggvopni. Um hefði verið að ræða langan og djúpan skurð sem sést hefði sjö dögum eft- ir árásina. Ástæða þess að vitnin tvö voru leidd fyrir dóminn í gær er að ann- að þeirra býr erlendis en dvelur á Íslandi yfir jólin og hitt er mikið erlendis vegna starfa sinna. Aðal- meðferðin heldur svo áfram 13. jan- úar næstkomandi og verður þá tek- in skýrsla af fleiri vitnum. Að því loknu fer fram munnlegur málflutn- ingur og verður málið í kjölfarið dómtekið, rúmum mánuði eftir að aðalmeðferð hófst. Morgunblaðið/Rósa Braga Í járnum Stefán Blackburn leiddur inn í dómsal Héraðsdóms Reykjavíkur. Hann er ákærður fyrir sérstaklega hættulegar árásir og frelsissviptingu. Þvertók fyrir að sjást á myndbandsupptöku  Aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu svonefnda hélt áfram Stokkseyrarmál » Fimm menn eru ákærðir fyr- ir stórfelldar líkamsárásir og frelsissviptingu, Stefán Logi Sívarsson, Stefán Blackburn, Davíð Freyr Magnússon, Hinrik Geir Helgason og Gísli Þór Gunnarsson. » Mennirnir sögðust flestir hreinlega ekki muna atvik. Sumir báru við að geta ekki munað atvik vegna þess að þeir voru undir áhrifum vímu- efna nefnt sinn. Einn sagði bíl- slys ástæðu þess að hann væri haldinn minnisleysi. » Til stóð að réttarhöldin stæðu í þrjá daga, frá 9. des- ember til 11. desember. Ljóst var á fyrsta degi að sú dagskrá stæðist ekki enda vitni í út- löndum og önnur týnd. Samkeppniseftirlitið er ósammála lagatúlkun og forsendum Héraðs- dóms Reykjavíkur í máli kjöt- vinnslufyrirtækjanna Síld og fiskur ehf. og Matfugl ehf. og ætlar að skjóta málinu til Hæstaréttar. Í febrúar 2012 staðfesti áfrýj- unarnefnd samkeppnismála þá nið- urstöðu eftirlitsins að kjötvinnslu- fyrirtækin Síld og fiskur ehf. og Matfugl ehf. hefðu brotið gegn banni samkeppnislaga við ólög- mætu samráði með því að hafa við Bónus nána samvinnu um smá- söluverð Bónuss og afslætti frá því. Einnig var staðfest sú niðurstaða að rétt hefði verið að leggja sekt á Langasjó ehf. vegna þessara brota. Síld og fiskur og Matfugl eru 100% í eigu Langasjávar og það því móð- urfélag þeirra. Í samkeppnisrétti er að öllu jöfnu litið á móður- og dótt- urfélag sem er alfarið í eigu þess sem eitt og sama fyrirtækið. Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær var ekki heimilt að leggja sekt á Langasjó. Eðlilegra hefði verið að leggja hana á dótt- urfélögin. Samkeppniseft- irlitið áfrýjar til Hæstaréttar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.