Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 50
50 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Sýndu vinum og ættingjum mikla þol- inmæði í dag. Ekki falla í þá gildru að finnast þú vera fórnarlambið. Einbeittu þér að einu verkefni í einu og þá mun allt ganga upp hjá þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Einhver leitar álits þíns á máli sem tengist sameiginlegum eignum. Einhver ná- inn vill hafa betur í rifrildi og koma skoðunum sínum áleiðis. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Fátt er dýrmætara í lífinu en að eiga góða vini svo leggðu þig fram um að halda þeim. Ræddu málið við yfirmann þinn varð- andi stöðuhækkun því þá fyrst miðar þér áfram. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þetta er ekki rétti dagurinn til þess að taka það rólega og liggja fyrir. Auðvitað er erfitt að fara einn á alla staðina sem þið sótt- uð áður, en gerðu það samt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Sköpunargleðin drynur hreinlega í hverri frumu þinni. Einbeittu þér að því að umgangast jákvætt fólk. Það er svo miklu heilbrigðara. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Notaðu orkuna til að ferðast. Lista- verk, falleg föt, skartgripir og góður matur höfða sterkt til þín. 23. sept. - 22. okt.  Vog Forðastu það eins og heitan eldinn að ímynda þér ástarsamband sem er fullkomið. Að fjárfesta í öðrum þýðir að vita hvenær maður á að leyfa fólki að klára sitt upp á eigin spýtur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Gættu þess að ofmetnast ekki nú þegar allir vilja hrósa þér fyrir árangur þinn í starfi. Sumt er bara svona og við því er ekkert að gera nema viðurkenna staðreyndir. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú vinnur af þolinmæði að mark- miðum sem munu nást í framtíðinni. Ekki reyna að koma of miklu í verk fyrir hádegi. 22. des. - 19. janúar Steingeit Athygli þín beinist að heimili, fjöl- skyldu og fasteignamálum á næstunni. Not- aðu svo kvöldið fyrir sjálfa/n þig. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Gerðu frekar eitthvað sem gefur þér sanna lífsfyllingu og gleði en bas- last áfram á leiðinlegum vinnustað. 19. feb. - 20. mars Fiskar Deildu þekkingu þinni. Bjartsýni er byltingarkennt val og himintunglin gefa í skyn að þú eigir að vera bjartsýn/n. Þér hættir til að sjá ekki skóginn fyrir trjánum. Í lok nóvember barst mér gott bréffrá Karli G. Smith, sem á erindi í Vísnahorn, en þar segir: „Í bók sinni „Bólstaðir og búendur“ eftir Guðna Jónsson er getið Vilhjálms Ein- arssonar í Gerðum (1870-1943), for- manns á Stokkseyri, og m.a. komist svo að orði: „… Vilhjálmur var lengi meðal hinna duglegustu formanna á Stokkseyri. Hann þótti fremur vöð- ulslegur og ekki ávallt sem snyrti- legastur, en sjósækinn vel og fór þó fremur ógætilega,“ segir Jón Páls- son í Mannlýsingum sínum. Ein- hverju sinni stóð Vilhjálmur í vom- um og talaði um, að veðrið mundi batna, en þetta væri bara snjógangs- hljóð, en svo nefndi hann sjáv- arhljóðið. Þá kvað Magnús Teitsson: Vilhjálmur í vomum bíður, varla er heilsan góð; birtir til á báðar síður, bara snjógangshljóð. Um Vilhjálm er þessi formanns- vísa eftir Guðjón Pálsson: Stýrir fríðum voga val Vilhjálmur frá Gerðum; heppnin prýðir hraustan hal hans í sjóarferðum. Þetta voru þekktar formannsvísur á Stokkseyri á sínum tíma. En amma mín, Soffía Sigurðardóttir (f. 1890), frá Stokkseyri mundi vel fyrr- nefndan Vilhjálm og kunni aðra vísu eftir Magnús Teitsson sem ég hefi reyndar hvergi séð á prenti. Magnúsi mun hafa þótt við Vilhjálm og kvað: Vilhjálmur á vogahnút vanur sjóarferðum á skírdagsmorgun skaust hann út skítugur frá Gerðum.“ Formanna- og bátavísur eru sér- stök listgrein, engu síður en hesta- eða brennivínsvísur. Í Hafrænu Guð- mundar Finnbogasonar eru fimm vís- ur undir yfirskriftinni „Formenn í Letingjavogi“ eftir Gísla Konráðsson. Heyrast sköllin há og snjöll, hvín í föllum boðinn, súgs á völlum svignar öll Sigurðar trölla gnoðin. Þessi vagar viður dag, verkum hagar súða essi lagar eykur slag Ólafur Skagabrúða. Boða lestir föllin flest, flóðs á kesti slyngur orkuhresstur á hlunngest Einar hestgeldingur. Beitir þjálu brims úr ál borða fálu „máski“ freyrinn stála mars við mál Magnús sálarháski. Frí við sút með fullan kút færir hnúta niður stýrir skútu á æginn út einn Jón hrútasmiður. Hallór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af Vilhjálmi í Gerðum og öðrum formönnum Í klípu „HVAR VARSTU ÞEGAR ÉG ÞURFTI Á ÞÉR AÐ HALDA? VIÐ VORUM AÐ KLÁRA MEIRI- HÁTTAR ENDURSKIPULAGNINGU OG NÚ Á FJÁRANS FYRIRTÆKIÐ SÁLU MÍNA.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG SKIL ÞETTA EFTIR SEM TEKJUSKATT, EF ÉG SKYLDI NÁST.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að láta ykkur dreyma um stóra daginn ykkar. Brúðkaupsbúðin AF HVERJU LÆT- URÐU PABBA BORÐA MEÐ DISKINN Í KJÖLTUNNI? ÉG ER ORÐIN YFIR MIG ÞREYTT Á AÐ HANN BORÐI MEÐ OLNBOGANA Á BORÐINU! ÉG MUNDI ÞIGGJA SMÁ VIRÐINGU. ÞÚ ÆTLAR AÐ GERA GRÍN AÐ MÉR ÞEGAR ÉG SNÝ MÉR VIÐ, ER ÞAÐ EKKI? HVÍ AÐ BÍÐA? Bækur eru eitt af því besta við jól-in. Þetta fullyrðir Víkverji full- um fetum þrátt fyrir að honum þyki að sjálfsögðu gott að borða góðan mat, hitta vini og fjölskyldu og slaka á. Þá eru ekki jól nema að fá bók. x x x Þó Víkverji hafi ávallt tamið sér aðvera þakklátur fyrir hið stóra og smáa í lífinu og þakka fyrir allar þær jólagjafir sem hann hefur fengið þá verður hann að viðurkenna að von- brigðin eftir að hafa opnað pakkana ein jólin voru gríðarleg – þá fékk hann ekki eina einustu bók! x x x Víkverji vill tengja það við þá stað-reynd að hann hóf háskólagöngu sína. Þá hætti hann að fá bækur og hefur varla fengið þær að gjöf síðan. Eftir vonbrigðin miklu – Víkverji harkaði af sér þó hann hafi verið nánast við það að komast við (hann kyngdi kekkinum í hálsinum af mik- illi festu). x x x Eftir raunirnar þá hefur hann haftþann sið að kaupa sér eina bók frá kertasníki síðan. Þá eru allir kát- ir. Slíkt verður hins vegar ekki gert í ár. Ef engin hörð bók mun leynast í pakkanum í ár mun hann hraða sér á netið og festa kaup í einni rafrænni bók. Þó upplifunin sé ekki sú sama þá ætlar hann að kanna hvort það komi að sök að lesa jólabók af tölvu- skjá. x x x Það eru nokkrar bækur á óskalist-anum eins og alltaf. Þó Víkverji temji sér að kynnast nýjum höf- undum, lesa alls kyns texta þá sækir hann í hefðbundinn skáldskap um jólin. Breið epísk skáldsaga, ljóða- bók eða glæpur fyrir jólin. x x x Við fyrstu sýn þá virðist jóla-bókaflóðið vera nokkuð svipað og fyrri ára. Barna- og unglinga- bókahöfundar eru að stíga fram með vönduð verk. Ætli sér flokkur til ís- lensku bókmenntaverðlaunanna sé ekki til þess fallinn að fjölga vönd- uðum íslenskum barna- og unglinga- bókum og er það vel. víkverji@mbl.is Víkverji Því að Mannssonurinn er kominn að leita að hinu týnda og frelsa það.“ (Lúkasarguðspjall 19:10) SKÖTUVEISLA23.DES Skútan ÍHÁDEGINUÁÞORLÁKSMESSU Skötuhlaðborð í hádeginu á Þorláksmessu í veislus al okkar. Boðið verður upp á Skötu fyrir amlóða upp í fullste rka. Vinsamlega pantið tímalega í síma 555-1810. MATSEÐILL Mild og sterk skata Tindabikkja Skötustappa tvær tegundir (vestfirsk og hvítlauks stappa) Saltfiskur Plokkfiskur Síldaréttir tvær tegundir Að sjálfsögðu verða á boðstólum sjóðandi heitir hamsar og hnoðmör, hangiflot, kartöflur, rófur, smjör og rúgbrauð. Eftirréttur. Jólagrautur með rúsínum og kanilsykri www.veislulist.is Hólshraun 3 · 220Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Verð kr. 3.600 Húsið opnar kl 11:30. Verð fyrir fyrirtæki sem eru í hádegisáskrift hjá okkur er kr. 3.000. Þarf að panta fyrirfram. Óskum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.pr.mann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.