Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 29
FRÉTTIR 29Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2013 FRÉTTASKÝRING Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Dómur Hæstaréttar, svonefndur Toyota-dóm- ur þess efnis að vaxtakostnaður vegna öfugs samruna fyrirtækja sé ekki frádráttarbær frá skatti, átti við um tilteknar afmarkaðar að- stæður og er ekki víst að hann eigi við ef sam- runinn felur í sér rekstrarlegan tilgang og nær fram samlegðaráhrifum. Þetta segir Al- exander Eðvardsson, forstöðumaður skatta- sviðs KPMG, í samtali við Morgunblaðið. Fjöldi fyrirtækja er til skoðunar hjá rík- isskattstjóra sem hefur nú þegar krafið nokk- ur, þar á meðal Icelandair Group, um að þau greiði endurálagningu skatta. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri vildi ekki tjá sig um málið. Herma heimildir Morgunblaðsins að rík- isskattstjóri hafi úrskurðað í fjölda mála sein- ustu vikur. Það stafi af því að um áramót fell- ur niður heimild til endurálagningar vegna ársins 2007. Í fyrradag barst Icelandair Group úrskurð- ur ríkisskattstjóra þar sem þess er krafist að félagið greiði endurálagningu skatta. Þýðir það að yfirfæranlegt tap félagsins muni minnka um allt að 6,4 milljarða króna. Ef mál- ið tapast fyrir dómstólum getur eigið fé fé- lagsins minnkað um 1,3 milljarða króna. Ætla stjórnendur félagsins að kæra úrskurðinn til yfirskattanefndar. Forsaga málsins er sú að félagið Bergey keypti P. Samúelsson, eiganda Toyota á Ís- landi, í desember árið 2005. Kaupin voru með- al annars fjármögnuð með 3,3 milljarða króna láni. P. Samúelsson tók síðan Bergey yfir með öllum skuldum og eignum. Sameinað félag taldi að vaxtagjöldin af láninu, sem Bergey tók, væru frádráttarbær frá skatti. Ríkis- skattstjóri felldi hins vegar þann úrskurð árið 2010 að slíkt væri óheimilt og krafði Toyota á Íslandi um endurálagningu. Félagið sætti sig ekki við úrskurðinn og höfðaði mál á hendur íslenska ríkinu. Héraðs- dómur féllst ekki á að vaxtagjöld væru frá- dráttarbær frá skattgreiðslum og var Hæsti- réttur sömu skoðunar. Í samtali við Morgunblaðið í sumar sagði ríkisskattstjóri að dómur Hæstaréttar væri fordæmisgefandi og að fleiri sambærileg mál væru til skoðunar. Alexander Eðvardsson segir að dómur Hæstaréttar sé skýr um að öfugur samruni félags í kjölfar kaupa á félagi, sem gagngert hefur verið stofnað til að kaupa það félag, sé heimill en að vaxtagjöldin af lánum, sem tekin séu til kaupa á dótturfélaginu, heimilist ekki sem frádráttur í skattskilum sameinaða fé- lagsins. „Þessi dómur er fordæmisgefandi fyr- ir svoleiðis aðstæður,“ segir hann. „Það voru tvö töfraorð í dómnum. Um leið og hægt er að sýna fram á það – í einhverjum öðrum tilvikum – að samruninn feli í sér rekstrarlegan tilgang og nái fram samlegð- aráhrifum, þá er spurning hvort þessi dómur eigi nokkuð við,“ útskýrir hann. Því styrki það stöðu fyrirtækja ef unnt sé að sýna fram á rekstrarlegan tilgang og samlegðaráhrif sam- runans. „Dómurinn átti við um tilteknar afmark- aðar aðstæður. Og af því að þessi eini dómur hefur fallið vitum við ekki hvort hann eigi við um fleiri tilvik eða aðrar aðstæður.“ Óvíst um fordæmisgildi dómsins Morgunblaðið/Ómar Skattar Ríkisskattstjóri hefur krafið mörg fyrirtæki um að greiða endurálagningu skatta.  Ekki er víst að hinn svonefndi Toyota-dómur eigi alltaf við, að mati skattasérfræðings hjá KPMG  Ríkisskattstjóri hefur undanfarið krafið fjölda fyrirtækja um að þau greiði endurálagningu skatta Dómur Hæstaréttar » Hæstiréttur felldi þann dóm fyrr á árinu að vaxtakostnaður vegna öfugs samruna fyrirtækja væri ekki frádrátt- arbær frá skatti. » Ríkisskattstjóri sagði að dómurinn væri fordæmisgefandi. » Forstöðumaður skattasviðs KPMG segir að ekki sé víst að dómurinn eigi við ef samruninn felur í sér rekstrarlegan til- gang og nær fram samlegðaráhrifum. » Ríkisskattstjóri krafði Icelandair Gro- up í fyrradag um að greiða endurálagn- ingu skatta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.