Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2013 Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið. 3 dagar til jóla Árleg jólasýning Árbæjarsafns í Reykjavík verður á sunnudag klukkan 13 til 17. Í tilkynningu segir að ungir sem aldnir geti rölt á milli húsanna og fylgst með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla daga. Hrekkjóttir jólasveinar gægist á glugga og kíki í potta, börn og full- orðnir fái að föndra og syngja jóla- lög. Klukkan 14 verður guðsþjónusta í safnkirkjunni og klukkan 15 hefst jólatrésskemmtun á torginu. Þar verða sungin jólalög og dansað í kringum jólatréð. Jólasveinarnir geta verið uppátækjasamir. Jólasýning Árbæj- arsafns á sunnudag Ljósastund verð- ur fyrir framan álfakirkjuna við gosbrunninn í Hellisgerði í Hafnarfirði í dag klukkan 11. Ragnhildur Jónsdóttir flytur stutta hugleið- ingu um ljósið. Kveikt verður á kertum og flutt verður tónlist. Einnig verður boðið upp á huldu- fólkskaffi og álfate í Álfagarðinum á eftir. Ljósastund með álfum í Hellisgerði Álfaljós í Hellisgerði. Félagið Ísland-Palestína mun á Þorláksmessu standa fyrir árlegri sölu og neyðarsöfnun til handa íbú- um í Palestínu. Salan verður á horni Banka- strætis og Skólavörðustígs í Reykjavík frá klukkan 15 til mið- nættis. Til sölu verða m.a. höf- uðklútar, ólífusápa og bolir. AFP Í Palestínu Stúlka að leik í snjónum í borginni Nablus á Vesturbakkanum. Selja vörur til styrktar Palestínu Morgunblaðið/Kristinn Jólamatur Hamborgarhryggur er víða á borðum á aðfangadagskvöld. Verð á jólamat hefur hækkað síðan í fyrra í flestum verslunum, að því er fram kemur í nýrri verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í verslunum sl. mánudag. Nettó sker sig þó úr en þar hefur vöruverð lækkað oftar en hækkað síðan í fyrra. Að sögn ASÍ hefur verð hækkað um allt að 61% milli ára; á kart- öflum í lausu í Krónunni. Algengast er þó að vöruverð hafi hækkað um 4-5%. Mjólkurvörur hafa hækkað í öllum verslunum nema hjá Nettó, þar hækka aðeins tvær af átta mjólkurvörum. Nettó er einnig eina verslunin þar sem verð lækkar oft- ar en hækkar á milli ára. Þannig hefur verð á úrbeinuðu KEA- hangilæri lækkað um 6%, Lindu 460 g konfektkassi hefur lækkað um 15% og hálfur lítri af Egils-malti hefur lækkað um 12%. 500 g smjörstykki frá MS hefur hækkað töluvert í verði síðan í des- ember 2012. Mesta hækkunin er hjá Iceland eða um 31%, hjá Fjarðar- kaupum um 27%, Hagkaupum um 20%, Samkaupum-Úrvali um 18%, hjá Bónus og Nettó um 5% og Krón- unni um 4%. MS-gullostur 250 g hefur hækkað í verði hjá Hag- kaupum um 11%, Iceland um 10%, Fjarðarkaupum og Samkaupum- Úrvali um 4%, hjá Bónus og Krón- unni um 2% en er á sama verði og í fyrra hjá Nettó. Sem dæmi um verðbreytingar á annarri vöru má nefna að 135 g Nóa-konfektkassi hefur hækkað í verði hjá Iceland um 24%, hjá Hag- kaupum um 12%, Fjarðarkaupum um 8%, Bónus um 1%, er á sama verði og í fyrra hjá Krónunni og Samkaupum-Úrvali en hefur lækk- að í verði hjá Nettó um 11%. Einstöku lækkanir eru sjáan- legar í flestum verslununum. Papco-jólaeldhúsrúllur hafa t.d. lækkað í verði hjá Fjarðarkaupum um 11%, Hagkaupum um 8% og Krónunni um 2% en eru á sama verði og í fyrra hjá Iceland, Nettó og Bónus. Beauvais-rauðkál hefur einnig lækkað í verði hjá Krónunni um 7%, Hagkaupum og Fjarðar- kaupum um 2% og hjá Iceland um 1%. Nánari upplýsingar eru á vefnum www.asi.is. Jólamatur hefur almennt hækkað  Nettó eina verslunin þar sem fleiri vörutegundir hafa lækkað en hækkað Saga skatta og skattkerfisbreytinga á Íslandi 1877−2012 Í þáguþjóðar „...er þetta óumdeilanlega vel unnið rit og höfundi og útgefanda til sóma. Ritið varpar ágætu ljósi ámikilvægan þátt í íslenskri þjóðfélagsþróun sem ekki hefur verið fjallað ummeð sambærilegum hætti áður.“ Gylfi Magnússon, dósent við HÍ. Vefritið STJÓRNMÁL OG STJÓRNSÝSLA Friðrik G. Olgeirsson Um fátt hefur meira verið fjallað í þjóð- málaumræðunni í meira en heila öld en skatta og gjöld. Sögu skattkerfisbreyt- inga hefur þó ekki verið gerð fræðileg skil fyrr ennúnameð ritinu Í þáguþjóðar eftir Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðing. Tíundarkerfið forna var orðið úrelt á 19. öld og þjóðina vantaði tilfinnanlega sameiginlegan sjóð, ríkissjóð, til að geta byggtuppnútímasamfélag. Þaðvar gert m.a. með því að taka upp tekjuskatts- kerfi árið 1877. Sagan er sögð á ljósan og skilmerki- legan hátt og margt kemur fram sem áhugafólki umþjóðarsögunamunþykja fengur að. Bækurnar fást í Hagkaupum, bókaverslunum Pennans/Eymundsson og hjá Bóksölu stúdenta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.