Morgunblaðið - 21.12.2013, Síða 13

Morgunblaðið - 21.12.2013, Síða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2013 Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið. 3 dagar til jóla Árleg jólasýning Árbæjarsafns í Reykjavík verður á sunnudag klukkan 13 til 17. Í tilkynningu segir að ungir sem aldnir geti rölt á milli húsanna og fylgst með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla daga. Hrekkjóttir jólasveinar gægist á glugga og kíki í potta, börn og full- orðnir fái að föndra og syngja jóla- lög. Klukkan 14 verður guðsþjónusta í safnkirkjunni og klukkan 15 hefst jólatrésskemmtun á torginu. Þar verða sungin jólalög og dansað í kringum jólatréð. Jólasveinarnir geta verið uppátækjasamir. Jólasýning Árbæj- arsafns á sunnudag Ljósastund verð- ur fyrir framan álfakirkjuna við gosbrunninn í Hellisgerði í Hafnarfirði í dag klukkan 11. Ragnhildur Jónsdóttir flytur stutta hugleið- ingu um ljósið. Kveikt verður á kertum og flutt verður tónlist. Einnig verður boðið upp á huldu- fólkskaffi og álfate í Álfagarðinum á eftir. Ljósastund með álfum í Hellisgerði Álfaljós í Hellisgerði. Félagið Ísland-Palestína mun á Þorláksmessu standa fyrir árlegri sölu og neyðarsöfnun til handa íbú- um í Palestínu. Salan verður á horni Banka- strætis og Skólavörðustígs í Reykjavík frá klukkan 15 til mið- nættis. Til sölu verða m.a. höf- uðklútar, ólífusápa og bolir. AFP Í Palestínu Stúlka að leik í snjónum í borginni Nablus á Vesturbakkanum. Selja vörur til styrktar Palestínu Morgunblaðið/Kristinn Jólamatur Hamborgarhryggur er víða á borðum á aðfangadagskvöld. Verð á jólamat hefur hækkað síðan í fyrra í flestum verslunum, að því er fram kemur í nýrri verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í verslunum sl. mánudag. Nettó sker sig þó úr en þar hefur vöruverð lækkað oftar en hækkað síðan í fyrra. Að sögn ASÍ hefur verð hækkað um allt að 61% milli ára; á kart- öflum í lausu í Krónunni. Algengast er þó að vöruverð hafi hækkað um 4-5%. Mjólkurvörur hafa hækkað í öllum verslunum nema hjá Nettó, þar hækka aðeins tvær af átta mjólkurvörum. Nettó er einnig eina verslunin þar sem verð lækkar oft- ar en hækkar á milli ára. Þannig hefur verð á úrbeinuðu KEA- hangilæri lækkað um 6%, Lindu 460 g konfektkassi hefur lækkað um 15% og hálfur lítri af Egils-malti hefur lækkað um 12%. 500 g smjörstykki frá MS hefur hækkað töluvert í verði síðan í des- ember 2012. Mesta hækkunin er hjá Iceland eða um 31%, hjá Fjarðar- kaupum um 27%, Hagkaupum um 20%, Samkaupum-Úrvali um 18%, hjá Bónus og Nettó um 5% og Krón- unni um 4%. MS-gullostur 250 g hefur hækkað í verði hjá Hag- kaupum um 11%, Iceland um 10%, Fjarðarkaupum og Samkaupum- Úrvali um 4%, hjá Bónus og Krón- unni um 2% en er á sama verði og í fyrra hjá Nettó. Sem dæmi um verðbreytingar á annarri vöru má nefna að 135 g Nóa-konfektkassi hefur hækkað í verði hjá Iceland um 24%, hjá Hag- kaupum um 12%, Fjarðarkaupum um 8%, Bónus um 1%, er á sama verði og í fyrra hjá Krónunni og Samkaupum-Úrvali en hefur lækk- að í verði hjá Nettó um 11%. Einstöku lækkanir eru sjáan- legar í flestum verslununum. Papco-jólaeldhúsrúllur hafa t.d. lækkað í verði hjá Fjarðarkaupum um 11%, Hagkaupum um 8% og Krónunni um 2% en eru á sama verði og í fyrra hjá Iceland, Nettó og Bónus. Beauvais-rauðkál hefur einnig lækkað í verði hjá Krónunni um 7%, Hagkaupum og Fjarðar- kaupum um 2% og hjá Iceland um 1%. Nánari upplýsingar eru á vefnum www.asi.is. Jólamatur hefur almennt hækkað  Nettó eina verslunin þar sem fleiri vörutegundir hafa lækkað en hækkað Saga skatta og skattkerfisbreytinga á Íslandi 1877−2012 Í þáguþjóðar „...er þetta óumdeilanlega vel unnið rit og höfundi og útgefanda til sóma. Ritið varpar ágætu ljósi ámikilvægan þátt í íslenskri þjóðfélagsþróun sem ekki hefur verið fjallað ummeð sambærilegum hætti áður.“ Gylfi Magnússon, dósent við HÍ. Vefritið STJÓRNMÁL OG STJÓRNSÝSLA Friðrik G. Olgeirsson Um fátt hefur meira verið fjallað í þjóð- málaumræðunni í meira en heila öld en skatta og gjöld. Sögu skattkerfisbreyt- inga hefur þó ekki verið gerð fræðileg skil fyrr ennúnameð ritinu Í þáguþjóðar eftir Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðing. Tíundarkerfið forna var orðið úrelt á 19. öld og þjóðina vantaði tilfinnanlega sameiginlegan sjóð, ríkissjóð, til að geta byggtuppnútímasamfélag. Þaðvar gert m.a. með því að taka upp tekjuskatts- kerfi árið 1877. Sagan er sögð á ljósan og skilmerki- legan hátt og margt kemur fram sem áhugafólki umþjóðarsögunamunþykja fengur að. Bækurnar fást í Hagkaupum, bókaverslunum Pennans/Eymundsson og hjá Bóksölu stúdenta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.