Morgunblaðið - 30.12.2013, Page 34

Morgunblaðið - 30.12.2013, Page 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2013 TÓNLIST Árni Matthíasson arnim@mbl.is Í fréttaskýringu í blaðinu fyrir stuttu var fjallað um útgáfu á tón- list og kom meðal annars fram að útlit væri fyrir að „færri nýir ís- lenskir plötutitlar verði í boði þessi jólin en í fyrra“. Má til sanns vegar færa, því vissulega koma færri titl- ar út á föstu formi en árið áður, en þá líta menn ekki til þess að tónlist- arútgáfa hefur færst á netið að mörgu leyti. 167 plötur Kostnaður við upptöku á tónlist er mun minni nú en forðum og svo komið að tiltölulega auðvelt er að koma sér upp litlu hljóðveri, jafnvel í stofunni heima eða svefnherberg- inu, sem dugað getur til að skila prýðilegum upptökum, kannski ekki eins góðum og í tugmillj- ónahljóðveri, en iðuleg nógu góðum til að hægt sé að nota þær til út- gáfu. Þegar svo er komið að flestir hlusta á tónlist í tölvum eða símum eða spilastokkum má sleppa þeim kostnaði sem felst í því að láta prenta og steypa og pakka og flytja og dreifa tónlistinni á föstu formi. Ég tók þátt í því fyrir stuttu að setja saman svonefndan Kraums- lista, sem tekinn er saman árlega á vegum Kraums tónlistarsjóðs. Kraumslistinn hefur að markmiði meðal annars að verðlauna og vekja athygli á því sem er nýtt og spenn- andi í íslenskri tónlist ár hvert á sviði plötuútgáfu. Allar plötur eru undir í upphafi, og þannig hlustaði ég á ríflega 170 plötur við vinnuna. Flestar hafði ég reyndar hlustað á eftir því sem þær bárust frá útgef- endum eða tónlistarmönnunum yfir árið, en allmargar hafði ég ekki heyrt því þær voru aðeins til á raf- rænu formi og sumar höfðu aldrei verið kynntar sérstaklega. Af þessum plötum sem gefnar voru út rafrænt voru 25 aðgengi- legar á vefsetri Bandcamp, sem opnað var haustið 2008. Þar geta tónlistarmenn sett inn tónlist til sölu eða gefið hana ef vill. Þeir ráða líka verði tónlistarinnar, en margir hafa þann háttinn á að áhugasamir geta ákveðið verðið sjálfir. Hægt er að hlusta á alla tónlist án endur- gjalds og án skráningar, eins og tíðkaðist í góðum plötubúðum forð- um (og tíðkast kannski enn) – hálfa sjöundu milljón laga alls. Líka er hægt að nálgast íslenska tónlist á vefsetri íslenska fyrirtækisins Gogoyoko, en ég beini sjónum að Bandcamp í þessari samantekt og þá aðeins að þeim plötum sem eru mér eftirminnilegastar. Áfram, í allar áttir! Wormlust er svart- málmssveit Hafsteins Viðars Lyngdals og platan The Feral Wis- dom (bbbnn) var gefin út á Bandcamp í sumar. Hann fléttar sveimkenndri tilraunasýru saman við svartmálm- inn með góðum árangri, til að mynda í upphafslagi plötunnar, Sex augu, tólf stjörnur, þar sem grenj- andi keyrsla brestur á eftir rúma mínútu af draumkenndum inn- gangi, en svo tekur draumurinn við aftur undir lokin. Mjög fín plata og Djöflasýra er frábært lag. Björn Gauti Björns- son, sem kallar sig B.G. Baarregaard kallar sig líka Birth, Breath, Disco, Death (bbmnn), eða svo skráir hann samnefnda EP-plötu á Bandcamp. Eins og heiti skífunnar ber með sér hefur hún að geyma diskómúsík af bestu gerð, hrein- ræktuð skemmtun út í eitt. Mæli sérstaklega með Ease The Pain þar sem Krilla Vanilla syngur af- skaplega vel. Hljómsveitin Porquesí er skipuð þeim Skúla Jónssyni, Russell Harmon, Agli Jóns- syni og Jonathan Ba- ker. Samnefnda plötu, Porquesí (bbmnn) , er að finna á Bandcamp og er önnur plata hennar. Tónlistin er metalcore-kennd, mjög metn- aðarfull með síðrokkkenndum köfl- um, til að mynda lagið Quiet House þar sem píanó og strengir spjalla saman með ólgandi bjögun kraum- andi undir þar til rokkið nær yf- irhöndinni undir lokin. In The Company Of Men er ein skemmtilegasta tónleikasveit landsins og ITCOM (bbbmn) er ekki síður skemmtileg – maður veit aldrei hvað er í vændum. Gott dæmi um það er upphafslag skífunnar, Captain Planet, sem byrjar með skældum kassagítarhljómum, brestur svo í frábæra skreamo- keyrslu og svo í tilraunakenndan blásaraspuna áður en við snúum okkur aftur að rokkinu – magnað lag og mögnuð plata. Fyrir áratug kom út mjög fín skífa með spunatónlist þeirra Lár- usar Sigurðssonar og Ólafs Josep- hssonar undir yfirskriftinni Calder. Calder virðist allur / öll / allt, en samstarf þeirra félaga heldur áfram undir nafni Lárusar sem heyra má á plötunni We Are Told That We Shine (bbmnn). Lárus er í aðalhlutverki á skífunni, en Ólafur leggur til áhrifshljóð og drunur. Í grunninn er platan því órafmögnuð, mikið leikið á strengjahljóðfæri, en einnig heyrast raddir öðru hvoru. Þetta er lágstemmd skífa sem verður betri við hverja hlustun. Af þeirri forvitni- og óvenjulegu íslensku músík sem finna má á Bandcamp kemur platan The Deacon of Myrká (bbbnn) einna mest a óvart. Heiti plötunnar vísar í þjóðsöguna, en tón- listin, sem er eftir þá Hlér Krist- jánsson og Alex Cook, er hugsuð sem balletttónlist og mjög skemmtilega útfærð sem slík. Víða er vísað í íslensk þjóðlög, en þó er verkið frumlegt. Mjög vel gert. Á Geigsgötum er sólóverkefni Akureyringsins Inga Jóhanns Frið- jónssonar og er með prýðilega trega- rokkskífu á Band- camp, Verið velkomin (bbmnn). Þar er líka að finna aðra sveit, Deer God, sem er aukasjálf Skagstrendingsins Þórðar Indriða Björnssonar, sem á framúrskarandi plötu The Infinite Whole (bbbnn), ljóð- ræna óhljóðamúsík. Því eru þeir Ingi Jón- an og Þórður taldir saman að þeir leggja svo saman í púkk í laginu Moldar að sem sameinar það besta hjá báðum. Michael Dean Óðinn Pollock hef- ur marga fjöruna sopið í tónlist frá því hann tók þátt í að hrinda ís- lensku pönkbylgjunni af stað á sín- um tíma. Þó að hann hafi fengist við ýmiskonar tónlist síðan hefur blúsinn aldrei verið langt undan og vel til fundið hjá honum að fá blús- munnhörpuleikarann snjalla Sigurð Sigurðsson til iðs við sig á plötunni Agape (bbbbm). Að því sögðu er þessi plata ekki hrein blússkífa, heldur frekar það sem menn kalla rótatónlist ytra, einlæg og tær tón- list sem byggist á gömlum þjóð- legum merg. Lögin eru fín, Sig- urður bæs eins og engill og söngur Michaels innblásinn, röddin eilítið hrjúf og full af tifinningu. Afbragð. Sumt kemur aldrei út því mönn- um finnst það of sérkennilegt, en á netinu er allt hægt – sem betur fer. Þýska útgáfan Steak au Zoo hef gefur út samstarfsverkefni þeirra Guðlaugar Míu Eyþórsdóttur og Steinunnar Harðardóttur, sem þær kalla Sparkle Poison en Steinunn er líka þekkt sem dj. flugvél og geimskip. Tónlistin á skífunni, sem heitir líka Sparkle Poison (bbbnn), er óhemju fjölbreytt, sumt minnir á bilaðar Tân Có-spólur, annað á misheppnaða brúðkaupstónlist, enn annað á útsendingu utan úr geimnum. Sumt er snilld, annað gott og enn annað nánast of skrýtið til að vera til. Naos, sem heitir annars Jóel Hrafnsson, er myndlistar- og tón- listarmaður frá Akureyrir sem hef- ur áður sent frá sér músík undir nafninu Hyperspaze. Músíkin sem hann gefur út sem Naos, Lack of Faith (bbnnn), er þó harðari en fyrri verk Jóels, hljóðheimurinn myrkari og keyrslan meiri. Jóle lýsir músíkinni sem doomcore, sem er nærri lagi. Prýði- legt techno, en sumt fullvenjulegt, til að mynda lög eins og Bite the Bullet, en Speedkrieg er aftur á móti snilld svo dæmi séu tekin – do- omcore-dauðarokk. Tvisvar verður gamall maður barn og oftar reyndar, ekki síst ef hann kemst í þá undirfurðulegu skífu Tónlist fyrir Hana (bbbbn) sem Per: Segulsvið býður upp á á Band- camp og mér skilst að standi til að gefa út á föstu formi, ef hún er þá ekki þegar komin. Af þeim plötum sem ég hlustaði á í þessari Bandcamp-lotu kom engin eins skemmtilega á óvart, bæði fyr- ir fjörsnærða músík og ekki síður fjölskrúðuga texta. Tek undir það sem segir á síðunni: „Skífan er sneisafull af ilmandi dægurlögum og gómsætri dansmúsík sem heilla mun jafnt menn sem hænsnfugla.“ Svanur Magnús semur textann, en Ólafur Josephsson tónlistina. Frímann Ísleifur Frímannsson er iðinn við músík, gefur út tónlist Óefnisleg tónlistarflóra  Tónlistarútgáfa stendur með miklum blóma þó að ekki sé allt á föstu formi – rafrænni útgáfu hefur vaxið fiskur um hrygg og hér er fjallað um sautján ís- lenskar plötur sem hlusta má á á netinu Morgunblaðið/Styrmir Kári Skemmtilegir In the Company of Men á úrslitakvöldi Músíktilrauna í ár. Bæjarlind 16 201 Kópavogur sími 553 7100 www.linan.is Opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 I laugardaga 11 - 16 SVEFNSÓFAR RE CA ST SU PR EM Ed elu xe BREYTIST Í RÚM Á AUGABRAGÐI / ÞYKK OG GÓÐ SPRINGDÝNA / SVEFNBREIDD 140X200 BREYTIST Í RÚM Á AUGABRAGÐI / EXTRA ÞYKK OG GÓÐ SPRINGDÝNA / SVEFNBREIDD 140X200 RÚMFATAGEYMSLA TILBOÐSVERÐ KR. 129.900 TILBOÐSVERÐ KR. 149.900

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.