Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.12. 2013
HEIMURINN
INDLAND
J æstirét
eða á um að kynlíflög frá 1860, sem kv
psamlegt. Sneri hann viðkynhneigðra sé glæ
á 2009 þar sem kveðið vardómi í undirrétti fr
mkynhneigðra væri löglegt.á um að kynlíf sa
gði að það væri löggjafans aHæstirétturinn sa
ið. Mannréttindahreyfingumsetja lög um mál öskrað
Ú
M
Ö
í
f
r
jú
Jose Muj
staðfesta lö
landið til að
menn segja
misheppna
BRETLAND
LONDON komast að þeirrilæknarÞrír bres
urnal aðeu British Mniðurstöðu í tímaritin
James Bond hefði hanúkrið áfengissjhefði ve
ækurnar ogbgegnumíverið til í raun. Þeir fó
em jafngildir 92hann drukkið staldist til að þar hefði
r. Hann hefðiesjússum á viku, ferfalt
þennanvart getað staðið sig í
drykkjuskap og tæpleg
FRÍKA
G Stjórnvö
mrnig táknmálstú
acks Obama Band
og bandaði hönd
ngaa, var hleypt inn
mblés
a o
Andúð Kiseljovs á samkyn-
hneigðum er í takt við and-
rúmsloftið í Rússlandi eftir
að samþykkt voru lög í
dúmunni, rússneska þinginu,
í sumar um að banna „áróð-
ur“ fyrir „óhefðbundin
kynferðissambönd“. Enginn
greiddi atkvæði gegn lög-
unum í þinginu. Lögin hafa
verið mjög umdeild og harð-
lega gagnrýnd jafnt af rétt-
indasamtökum innan lands
og víða utan lands. Í rúss-
neska stjórnkerfinu ríkir
hins vegar allt upp til Pút-
íns forseta einhugur
um að samkyn-
hneigðir ógni sið-
ferði í landinu,
fjölskyldunni og
ríkinu.
Mörk fréttaflutnings ogáróðurs hafa látið undansíga í Rússlandi á und-
anförnum misserum. Í vikunni
stigu stjórnvöld stórt skref í áttina
að því að afnema þau með öllu
þegar opinbera fréttastofan RIA
Novosti var lögð niður og frétta-
maðurinn Dmitrí Kiseljov, sem
einna helst hefur getið sér orð
fyrir grímulausa fordóma gegn
samkynhneigðum, var gerður að
yfirmanni endurskiplagðs fjöl-
miðlafyrirtækis, Rússía sevodnja
eða Rússland í dag.
Yfirmaður og starfsmenn RIA
Novosti fréttu af breytingunni á
heimasíðu Kremlar þar sem sagði
að tilgangurinn með breytingunum
væri að skerpa „fréttaflutning er-
lendis um stefnu rússneskra
stjórnvalda og lífið í Rússlandi“.
RIA Novosti hefur haft sérstöðu
í rússnesku fjölmiðlalandslagi fyrir
að reyna að stunda fréttamennsku
og gæta hlutleysis.
Kiseljov, sem hefur átt greiðan
aðgang að öldum ljósvakans í
Rússlandi, er þekktur að öðru.
Undanfarna daga hefur hann verið
iðinn við að fjalla um ástandið í
Úkraínu. Í eitt skiptið harmaði
hann að jólatré „bútað sundur af
villimennsku“ hefði verið notað í
götuvígi án þess að ráðist hefði
verið að mótmælendum með kylf-
um og spörkum, í annað skipti
sneri hann atburðarás á hvolf til
að gera fórnarlömb að gerendum
og gerendur að fórnarlömbum.
Í beinni útsendingu í rússenska
ríkissjónvarpinu frá Maidan-torgi
(Sjálfstæðistorginu) í Kænugarði
braut mótmælandi sér leið að
fréttamanninum og afhenti honum
litla eftirlíkingu af óskars-
verðlaunastyttunni með orðunum:
„Afhentu Rússneska sjónvarpinu
og Dmítri Kiseljev þennan óskar
fyrir lygarnar og þvættinginn, sem
þið hafið sagt fólki um Maidan.“
Hjólað í samkynhneigða
Kiseljov hefur iðulega látið óbeit
sína á samkynhneigðum í ljós. „Ég
held að það sé ekki nóg að sekta
samkynhneigða fyrir að reka áróð-
ur fyrir samkynhneigð meðal tán-
inga,“ sagði hann fyrir framan
áhorfendur, sem klöppuðu
ákaft, á sjónvarpsrásinni
Rússía 1 í apríl í fyrra. „Það
ætti að banna þeim að gefa
blóð eða sæði. Og lendi
þeir í bílslysi ætti að
grafa hjörtu þeirra
eða brenna því að
þau eru ekki hæf til
að framlengja líf
nokkurs manns.“
Í umfjöllun hans um Úkraínu
skinu fordómar hans gegn sam-
kynhneigðum í gegn þegar hann
sagði frá heimsókn Guidos Wes-
terwelles, utanríkisráðherra Þýska-
lands, sem er samkynhneigður, til
Kænugarðs þar sem hann hitti Vi-
tali Klitschko, foringja stjórn-
arandstöðunnar og heimsmeistara
í hnefaleikum.
Navalní eins og Hitler
„Kannski hitnaði ráðherranum eða
ofhitnaði í hamsi vegna líkama
þungavigtarmannanna þegar hann
sagði: „Úkraína á að vera með í
Evrópu vegna þess hvað margt
sameinar okkur, sameiginleg saga,
sameiginleg menning, sameiginleg
gildi.“ Gildi lesbía og homma í
ESB er uppáhaldsumræðuefni, en
að segja þetta á Maidan! Það er
ögrun,“ hrópaði Kiseljov og gaf til
kynna að viðskiptasamningurinn
við ESB snerist um tryggja hags-
muni samkynhneigðra í Úkraínu.
Kiseljov hefur einnig veist
harkalega að stjórnarandstöðunni
og sagði að kosningabarátta
stjórnarandstæðingsins Viktors
Navalnís um borgarstjóraembættið
í Moskvu í september væri svipuð
kosningabaráttu Adolfs Hitlers í
Þýskalandi.
„Þegar fréttirnar birtust fyrst
héldu allir að þetta væri brand-
ari,“ skrifaði Navalní, sem hefur
leitt mótmæli í Rússlandi og vakið
athygli með mikið lesnu bloggi
sínu, á heimasíðuna hjá sér þegar
greint var frá stöðuhækkun Kis-
eljovs. „En svo var ekki.“
Í nýjasta tölublaði breska tíma-
ritsins The Economist segir að
ákvörðun Vladimírs Pútíns, forseta
Rússlands, um að setja Kiseljov
yfir hina nýju fréttaþjónustu Rúss-
land í dag sýni að Pútín „sjái ekki
lengur þörf til að láta svo lítið
sem virðast virða evrópsk gildi.
Hún sýnir líka algera niðurlæg-
ingu rússneskra fjölmiðla.“
Upphefð
áróðurs-
meistara
RÚSSNESKUM RÍKISFJÖLMIÐLUM HEFUR VERIÐ UMBYLT
OG SJÓNVARPSMAÐURINN DMÍTRÍ KISELJOV, SEM ÞEKKTUR
ER FYRIR ANDÚÐ SÍNA Á SAMKYNHNEIGÐUM, VERIÐ
GERÐUR AÐ ÁRÓÐURSMEISTARA RÍKISINS.
Vladimír Pútín
ÓGN VIÐ SIÐFERÐI
Dmítrí Kiseljov hlýtur viðurkenningu í Kreml fyrir tveimur árum. Hann hefur verið gerður yfirmaður fréttaþjónust-
unnar Rússland í dag. Í tímaritinu The Economist er hann kallaður „yfiráróðursmeistari Rússlands“.
AFP
* Við gætum sagt að barnaníð sé kynferðislegt val, að morð sé ein leiðtil að lifa af... Samkynhneigð er ekki venjuleg, því miður.Vítalí Mílonov, upphafsmaður laga gegn „áróðri fyrir samkynhneigð“ í Pétursborg,
sem síðan voru innleidd í Rússlandi öllu.
Alþjóðamál
KARL BLÖNDAL
kbl@mbl.is