Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Qupperneq 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Qupperneq 23
15.12. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 L andsliðsmarkvörðurinn í knattspyrnu, Guðbjörg Gunn- arsdóttir, samdi nýverið við eitt stærsta knattspyrnu- félag heims, þýska stórliðið Turbine Potsdam. Guð- björg hefur lagt mikið á sig til að ná svo langt og veitir hér góð ráð til þeirra sem vilja ná markmiðum sínum. Nafn: Guðbjörg Gunnarsdóttir. Gælunafn: Gugga. Íþróttagrein: Knattspyrna. Hversu oft æfir þú á viku? Það fer algjörlega eftir því hvort það er undirbúningstímabil eða á tímabili. Rúmlega 10 sinnum í viku á undirbúningstímabili og sjö sinnum plús leikir, fer eftir leikjaálagi. Hef fengið skilaboð um að það verði æft þrisvar á dag í byrjun janúar í Potsdam. Hvernig æfir þú? Ég fer á allar æfingar með því hugarfari að verða betri og ekki bara einni æfingu eldri en ég var daginn áð- ur. Henta slíkar æfingar fyrir alla? Fótboltaæfingar og/eða mark- mannsæfingar á háu stigi henta alls ekki öllum. Þær slíta mjög mikið og oftast er mér illt einhvers staðar í lok vikunnar. Það er síðan allt þess virði í lok dagsins þegar sigur helgarinnar er í höfn. Hvernig er best fyrir nýliða að koma sér af stað? Bara mæta á æfingu með félögunum. Hver er lykillinn að góðum árangri? Hugarfar og nátt- úrulegur áhugi númer 1, 2 og 3. Þú getur haft alla hæfileika í heiminum en ef þú kannt ekki að nota þá rétt verður erfitt að ná toppnum. Hvað er það lengsta sem þú hefur hlaupið? Ég er ekki mikið fyrir að mæla kílómetrana en undirbúningstímabilið í Avalds- nes í ár innihélt mjög mikið af hlaupum. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill hreyfa sig meira? Setja sér raunhæf markmið, bæði til stutts og langs tíma. Finna sér hreyfingu sem þú hefur gaman af og ekki gera neitt þvingað. Líður þér illa ef þú færð ekki reglulega útrás fyrir hreyfi- þörfina? Já, í öll skiptin sem ég hef meiðst eða af einhverjum ástæðum ekki getað æft hef ég fundið fyrir fráhvarfs- einkennum. Hvernig væri líf án æfinga? Ætli ég væri ekki eitthvað að snú- ast í kringum hagfræðina. Annars er ég svo mikið fótboltanörd að ég get ekki séð líf mitt fyrir mér án alls fótbolta. Hvað er það lengsta sem hefur liðið á milli æfinga hjá þér? Ég veiktist illa í febrúar. Fékk heilahimnubólgu og lá á sjúkra- húsi í þó nokkurn tíma sem gerði það að verkum að ég æfði ekkert í rúmar 3 vikur en ég var frá keppni í 7-8 vikur vegna einkenna sem ég hafði. Hvernig heldurðu þér í formi þegar þú ferð í frí? Núna hef ég farið út að hlaupa á ströndinni í Dóminíska lýðveldinu en annars fer ég oftast eftir lyftinga-/hlaupaprógrammi í ræktinni Ertu almennt meðvituð um mataræðið? Já, til að ná há- marksárangri og ná sem mestu út úr hverri æfingu þarf ég gæði í því sem ég borða. Hvað borðarðu til að halda þér í formi? Æfingarnar halda mér í formi og ekki beint maturinn. Ég vel þó að borða t.d. gróft brauð og fituminni mat, mikið af ávöxtum og reyni að borða salat með flestu. Ég er fínn kokkur þó ég segi sjálf frá og elda mér allskyns hollar uppskriftir enda nægur tími þar sem ég vinn ekki 8-4 vinnu. Hvaða óhollustu ertu veik fyrir ? Vesturbæjarís og bíó- poppi! Sem betur fer bý ég ekki á Íslandi annars væri eg alltaf í ísbúðinni. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill bæta mataræðið? Aftur segi ég raunhæf og lítil markmið. Ekki umturna mataræð- inu á einum degi. Þetta á að vera lífsstíll og ekki tíma- bundin breyting. Hvaða gildi hefur hreyfing og líkamsrækt fyrir þig? Ég trúi að til að hámarka lífs- gæðin sé heilsa og hraustur líkami grund- vallaratriði. Hreyfing hefur góð áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu Hver eru erfiðustu meiðsli sem þú hefur orðið fyrir? Að slíta hásin og detta stöðugt úr axlarlið. Hversu lengi varstu að ná þér aft- ur á strik? Ég spilaði leik í Evr- ópukeppni með Val 5 mánuðum og 3 vikum eftir slit. Stebbi Stoke og Svala í Orkuhúsinu eru í heimsk- lassa hvað varðar sjúkraþjálfun! Tók aðeins meiri tíma með öxl- ina en það voru líka þrálátari meiðsli. Hver eru heimskulegustu meiðslin sem þú hefur orðið fyrir? Ég skutlaði mér og lenti á grind sem ég hafði hoppað yf- ir og braut úr mér framtönnina á æfingu með Djurgården. Ég er sem sagt með eina gerviframtönn í dag. Hver eru algeng mistök hjá fólki við æfingar? Ef líkaminn er á svæðinu en hausinn skilinn eftir heima. Hver er erfiðasta mótherjinn á ferlinum? Þýska Landsliðið. Hver er besti samherjinn? Victoria Svenson og síðan var ég mjög hrifin af Brössunum mínum í Avaldsnes, Rosana, Debinha og Andrea. Hver er fyrirmynd þín? Peter Schmeichel. Hver er besti íþróttamaður allra tíma? Hrikalega erfitt að gera upp á milli! Mich- ael Jordan, Michael Phelps og Usain Bolt koma strax upp í höfuðið á mér. Mark- mannsnördið vill bæta við Peter Schmeichel, Van Der Sar, Peter Cech, Oliver Kahn og Manuel Neuer. Skilaboð að lokum? Íþróttir og hreyfing er lífsstíll. ÍÞRÓTTAKEMPA VIKUNNAR GUÐBJÖRG GUNNARSDÓTTIR Með gervitönn eftir slys Morgunblaðið/hag Salt er líkamanum lífsnauðsynlegt. Þörf líkamans fyrir salt er hins vegar aðeins 1,5 grömm á dag en miðað við rannsóknir sem gerðar hafa verið hér á landi neytum við að jafnaði fjórum til sex sinnum meira en við höfum þörf fyrir. Förum varlega í saltið á aðventunni. Þörf fyrir salt brot af neyslunni Að ganga á skíðum er holl hreyfing sem allir geta stundað. Ekki þarf endilega að fjárfesta í miklum búnaði til að stíga fyrstu skrefin. Hjá skíðagöngufélaginu Ulli í Bláfjöllum er hægt að leigja búnað fyrir 2.000 krónur og frítt fyrir börn. Á ullur.wordpress.com og á skidas- vaedi.is má sjá upplýsingar um þær gönguleiðir í Bláfjöllum sem eru opnar hverju sinni. Gengið á skíðum til heilsubótar * „Ég trúi að tilað hámarkalífsgæðin sé heilsa og hraustur líkami grundvallaratriði“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.