Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Page 27
Krukka með kaffibaunum í botninum, síðan er
sprittkerti sett ofan á það og henni er síðan lokað
með brúnum bökunarpappír og bakaraband sett
utan um. Þá er hin sígilda gjöf kertastjaki með kerti í.
H
eiður Reynisdóttir stofnaði Íslenska pappírsfélagið ásamt Ágústu B. Herbertsdóttur árið 2010 með
það markmið að leiðarljósi að auka fjölbreytni og úrval umhverfisvænna gjafaumbúða, korta og
umslaga. „Mér finnst mjög skemmtilegt að endurnýta hluti sem til falla á heimilinu og í fyrirtækinu.
Það geta verið krukkur, kakóbox, karton og kassar, sem svo auðveldlega öðlast nýtt líf, bara með
smá gjafapappírsafgöngum, límmiða eða afgangsborða,“ segir Heiður og bætir við að pakkarnir þurfi ekki að
vera flóknir svo þeir verði fallegir. Þykkan og vandaðan pappír megi auðveldlega strauja eða slétta og nota
áfram til gjafa. Sama er að segja um satínborða og bakarabönd.
Heiður segir þessar óvæntu, einföldu gjafir, þar sem undirbúningurinn er nánast enginn, oft koma best
út og verði gjarnan skemmtilegustu pakkarnir.
„Í Ljúflingsverslun á Álfheimatorgi, sem ég rek ásamt Ragnhildi Önnu Jónsdóttur, eiganda Jónsdóttur &
co, eru nánast allar vörur endurnýttar eða endurnýtanlegar og við leggjum einmitt mikið upp úr því að gefa fólki
einfaldar hugmyndir um sniðugar lausnir þegar kemur að innpökkun. Við erum báðar miklar matkonur og finnst
skemmtilegt að gefa matargjafir. Þá kemur sér vel að eiga gamlar krukkur, körfur, nótnablöð eða bara gamla
góða bökunarpappírinn til að setja utan um og skreyta með afgangspappír eða böndum,“ segir Heiður en um helgina
er opið hús hjá Ljúflingsverslun þar sem þær stöllur taka vel á móti gestum og gefa góð ráð varðandi innpökkun.
Morgunblaðið/Ómar
Endurnýtt innpökkun
FALLEGIR OG FJÖLBREYTTIR PAKKAR
Skemmtilega framreitt innihald pakkans.
Gjafapokinn er margendurnýttur. Heiður
segir gjafapoka hafa þá tilhneigingu að lifa
endalaust því maður getur gefið þá áfram.
Vinstri pakkanum er pakkað inn í maskínupappír og bakarabandi vafið utan um. Pappír frá Farva prýðir
hægri pakkann sem er einnig skreyttur með kanilstöngum. Báðir merkimiðarnir eru frá Letterpress.
Royal-lyftiduftsdósin var tekin úr eldhússkápnum. Í henni
er stórar kanilstangir úr Tiger og rör úr Pappírsfélaginu.
Dósin er bæði falleg sem aðventugjöf og sem borðskraut.
HEIÐUR REYNISDÓTTIR LEGGUR MIKINN METNAÐ Í AÐ ENDURNÝTA GJAFAPAKKNINGAR
OG FINNA UPP Á SNIÐUGUM, FALLEGUM OG ÓDÝRUM LAUSNUM TIL INNPÖKKUNAR.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
15.12. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27
MIKIÐ ÚRVAL
AF GLÆSILEGUM
SÆNGURVERASETTUM!
Þegar mjúkt á að vera mjúkt standa sængurveraset-
tin í Betra Bak undir væntingum. Einstök gæði frá
hinum þýsku framleiðendum Elegante, Joop! og
Brono Banani. Komdu við Maco Satin
efnið og þú verður snortin(n).
JÓLA-
AFSLÁTTUR
20%
AF RÚMFÖTUM