Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Síða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.12. 2013 Morgunblaðið 1939 Morgunblaðið 1967 Heimilisblaðið 1952 Heimilisblaðið 1922 Húsfreyjan 1968 Vikan 1969 Matur og drykkir Á tímum þar sem smákökuuppskriftireru farnar að líkjast meira sælgæti enkökum, með bræddu snickers, lakkrís- kurli og daimkúlum, er óneitanlega gaman að leita í gamlar, góðar uppskriftir sem ömmur, langömmur og langalangömmur bökuðu. Hér má sjá gamlar uppskriftir að meðal annars Bessastaðakökum sem margir telja nefndar eftir móður Gríms Thomsens skálds en hún var húsfreyja á Bessastöðum og bakaði þær gjarnan. Þá var Ragnheiður Margrét Guðmunds- dóttir, íslenksukennari og þýðandi, svo góð að gefa Sunnudagsblaði Morgunblaðsins upp- skriftir að gyðingakökum og hálfmánum sem eru rúmlega hundrað ára gamlar. Gyðingakök- urnar koma frá föðursystur hennar, Sólveigu Benediktsdóttur, sem var skólastýra Kvenna- skólans á Blönduósi og skrifaði einnig mat- reiðslubók. Hálfmánarnir eru uppskrift ömmu hennar, Soffíu Claessen húsmæðrakennara. „Þegar ég baka þessar fjölskyldukökur kvikna minningar. Ég minnist ömmu, mömmu en líka pabba. Pabbi bakaði heilmikið þegar hann fór að eldast og um að hægjast í vinnunni. Hann kallaði hálfmána stundum hálfbjána sem mér finnst ennþá fyndið,“ segir Ragnheiður. Amma hennar notaði upphaflega rifsberjahlaup í hálf- mánana en þar sem þeir sprungu alltaf stakk faðir Ragnheiðar, Guðmundur Benediktsson, upp á að nota sveskjusultu og þá lukkuðust þeir betur. Þá lagði Guðmundur einnig áherslu á að merja molasykur í mortéli í stað þess að nota strausykur á gyðingakökurnar. Ragnheið- ur segir minninguna um föður sinn sterkasta í þessu sambandi. Gamlar og góðar Í MEIRA EN HUNDRAÐ ÁR HAFA OKKAR KLASSÍSKU SMÁKÖKUR VERIÐ BAKAÐAR, ÞAR Á MEÐAL BESSASTAÐAKÖKUR OG HÁLFMÁNAR. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Ljósmyndir: Rósa Bragadóttir rosa@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.